Víkurfréttir - 23.01.2020, Síða 16
Er nýja heimilið þitt á
Ásbrú kannski hjá okkur?
Skoðaðu lausar leigueignir á heimavellir.is
Skuldaviðmið lækkar
Á síðasta fundi bæjarstjórnar þriðjudaginn 21.
janúar voru samþykkt kaup á fasteignum sem
verið hafa í eigu Fasteignar hf. og hafa verið nýtt
undir starfsemi sem ekki hefur verið flokkuð sem
lögbundin starfsemi sveitarfélaga.
Helstu eignirnar eru:
Hljómahöllin, Íþróttaakademían,
golfskálinn, Hjómahöllin og
88-húsið og er kaupverð þessara
eigna tæpir þrír milljarðar króna.
Þessi aðgerð í ágætu samræmi
við það samkomulag sem gert var
við kröfuhafa á sínum tíma og mun
hafa verulega jákvæð áhrif á stöðu
Reykjanesbæjar.
Leiguskuldbindingar
lækka
Við þetta munu leiguskuldbindingar
bæjarsjóðs Reykjanesbæjar lækka og
það mun hafa bein áhrif á skulda-
viðmið sem mikið er rætt um og
ræður miklu um fjárhagslegt sjálf-
ræði sveitarfélagsins.
Má reikna með að skuldaviðmiðið
lækki um allt að 10% í samstæðu-
reikningi og15% hjá bæjarsjóði.
Skuldaviðmið samstæðu var
137% um síðustu áramót og þessi
10% lækkun mun öll hafa áhrif á
skuldaviðmiðið til lækkunar. Þá
var rekstur Reykjanesbæjar á ágætu
samræmi við áætlanir á árinu og
því getum við átt von á því að að sjá
talsverða lækkun á skuldaviðmiði
í ársreikningi fyrir árið 2019 sem
lagður verður fram á vordögum.
Guðbrandur Einarsson,
oddviti Beinnar leiðar.
Þeir hörðustu réru á milli lægða
Það fór eins og ég hafði spáð í lok síðasta pistils, að loksins myndi gefa að-
eins á sjóinn. Það gerði smá gat á milli lægða og þeir hörðustu gátu róið frá
miðvikudegi og fram að laugardegi.
Þeir fáu línubátar af minni gerðinni
sem gera út frá Grindavík lönduðu
reyndar í Þorlákshöfn. Þeir fóru
nokkrir þangað og voru að leggja
línuna undan Þjórsárósum og aðeins
austar. Sævík GK var með 30 tonn í
fimm róðrum og voru um 26 tonn
af aflanum fengin þar. Daðey GK 22
tonn í fjórum, öllu landað í Þorláks-
höfn. Gísli Súrsson GK var líka á sömu
slóðum en ekki voru allar aflatölur
komnar inn um hann þegar þetta
er skrifað. Þó höfðu um tólf tonn í
þremur róðrum skilað sér inn, mest
9,1 tonn í róðri. Dúddi Gísla GK hélt
sig á miðunum skammt frá Grinda-
vík og var með 18,2 tonn í fjórum
róðrum. Hraunsvík GK, sem er eini
netabáturinn í Grindavík, var að fiska
nokkuð vel, var með 18,8 tonn í fimm
róðrum.
Í Sandgerði var ansi mikið um að
vera. Steinunn HF var með 24 tonn í
fimm róðrum og mest tæp átta tonn
í róðri. Katrín GK 17,4 tonn í þremur
og mest níu tonn í róðri. Beta GK með
22,6 tonn í aðeins þremur róðrum
og það má geta þess að á Betu GK
eru aðeins þrír skipverjar. Gulltoppur
GK 11,9 tonn í tveimur en hann rær
með bala eins og Katrín GK. Alli GK
með tólf tonn í tveimur róðrum. Guð-
rún GK um átta tonn í einni löndun.
Margrét GK 27 tonn í aðeins þremur
róðrum. Óli á Stað GK 30 tonn í
fimm róðrum. Óli G GK nítján tonn
í þremur róðrum.
Nokkrir línubátar réru skammt
undan Garðskagavita og meðfram
Garðinum, lögðu þar línu og lentu
í nokkuð góðri veiði. Þetta svæði er
mjög þekkt sem ansi gott handfæra-
veiðisvæði og t.d. fengu bátarnir Beta
GK, Gulltoppur GK og Guðrún GK
allir góðan afla þar. Beta GK kom með
um 8,5 tonn þaðan, Gulltoppur GK
um 6,5 tonn og Guðrún GK um átta
tonn.
Síðan gerði enn eina bræluna og
fóru þá t.d. Guðrún GK og Beta GK
inn í Njarðvík til þess að geta róið inn
í flóa í skjóli. Óli G GK fór alla leið inn
í Hafnarfjörð. Óli á Stað GK fór líka
inn í Njarðvík. Hann hefur reyndar
róið tvisvar frá Njarðvík í Garðsjóinn
en pistlahöfundi er ekki kunnugt um
aflatölur hjá þeim.
Netabátarnir frá Sandgerði hafa
fiskað ágætlega. Þeir voru að leggja
netin skammt undan Hvalsnesi og
áleiðis að Reykjanesvita en á laugar-
deginum færðu þeir sig allir inn í flóa
og lönduðu í Njarðvík. Þá fóru reyndar
Halldór Afi GK og Bergvík GK á sjó-
inn seinni partinn á sunnudeginum
og lönduðu báðir rétt um miðnætti í
Keflavík. Halldór Afi GK er kominn
með um fjögur tonn í fjórum róðrum.
Bergvík GK 1,8 tonn í tveimur. Maron
GK fjögur tonn í þremur. Grímsnes
GK 26 tonn í níu róðrum og Erling
KE 24 tonn í sjö. Sunna Líf GK var svo
með um 1,5 tonn í tveimur róðrum.
Hjá dragnótabátunum hefur veiðin
verið mjög misjöfn. Fyrir það fyrsta
hafa þeir lítið getað komist á sjóinn.
Benni Sæm GK er með 29 tonn í fimm
róðrum. Sigurfari GK 32 tonn í fimm
og Aðalbjörg RE 2,2 tonn í tveimur
róðrum frá Sandgerði. Enginn drag-
nótabátur hefur landað í Grindavík
AFLAFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM
Gísli Reynisson
gisli@aflafrettir.is
Hvatningin:
Góðmennska
Ég hef alltaf sagt við þá sem
koma í jógatíma til mín að
fyrst og fremst þurfum við
að vera góð, góð við okkur
sjálf og góð við aðra. Að
vera okkar besti vinur,
tala fallega við okkur sjálf,
hrósa okkur og sættast við
okkur eins og við erum.
Einnig að vera góð við aðra.
Það gefur okkur alveg ótrú-
lega mikið að vera góð við
aðra, rétta hjálparhönd og
brosa.
KÆRLEIKUR,
UMHYGGJA OG
GÓÐMENNSKA.
Gróa Björk Hjörleifsdóttir,
grunnskólakennari
og jógakennari.
Elskulegur bróðir okkar, mágur og frændi
STEINGRÍMUR JÓNASSON
Heiðarbraut 9c, Reykjanesbæ
lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja, fimmtudaginn 9. janúar.
Útförin fer fram frá Keflavíkirkirkju, þriðjudaginn. 28. janúar kl. 13:00
Hermína Jónasdóttir Einar Einarsson
Jóhann Jónasson
Ómar Örn Jónasson Ingrida Mytting
og frændsystkini
Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur
hlýhug, samúð og vinarhug vegna andláts ástkærs
eiginmanns, föður, tengdaföður, afa og langafa
SÆVARS BRYNJÓLFSSONAR
skipstjóra
Pósthússtræti 3, Keflavík
Einnig þökkum við öllum þeim sem af alúð og fagmennsku studdu
hann í veikindum hans.
Ingibjörg Hafliðadóttir
Bryndís Sævarsdóttir Einar Þ. Magnússon
Hafliði Sævarsson Jenný Lovísa Þorsteinsdóttir
Brynjólfur Ægir Sævarsson Áslaug Ármannsdóttir
barnabörn og barnabarnabörn
16 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR fimmtudagur 23. janúar 2020 // 4. tbl. // 41. árg.