Fréttablaðið - 13.06.2020, Side 8

Fréttablaðið - 13.06.2020, Side 8
Ef tillagan nær fram að ganga megi gera ráð fyrir óæskilegum áhrifum á fallegt útsýni frá Foldahverfi og á verðmæti fasteigna næst smáhýsunum. Úr athugasemdum íbúa í Grafarvogi Dagskrá: Venjuleg ársfundarstörf samkvæmt samþykktum sjóðsins Vakin er athygli á að allir sjóðfélagar eiga rétt til setu á ársfundinum með málfrelsi og tillögurétti. Stjórn Gildis-lífeyrissjóðs Grand Hótel Reykjavík, þriðjudaginn 16. júní kl. 17:00 Gildi–lífeyrissjóður Ársfundur 2020 ▪ Lífeyrissjóður www.gildi.is SKIPULAGSMÁL Íbúar í Grafarvogi eru margir afar andsnúnir því að komið verði fyrir smáhýsum fyrir heimilislausa við Stórhöfða, skammt frá Gullinbrú í verslunar- og skrifstofuhverfinu handan við voginn. Velferðarsvið Reykjavíkurborgar hefur undanfarið skoðað ýmsa staði til að reisa smáhýsi fyrir heimilis- lausa. Meðal þeirra er auð lóð vest- an við Stórhöfða 21. Við kynningu á breytingu á deiliskipulagi vegna þessa bárust fjölmargar athuga- semdir, sem skipulagsfulltrúi fjallar um í umsögn. Er vitnað til athugasemda frá íbúum, sem bendi á að smáhýsin „séu fyrirhuguð í nokkurra metra fjarlægð frá vinsælu útivistarsvæði og göngustíg með fram voginum og Stórhöfða“. Stígurinn sé nýttur í tómstundir barna og íþróttastarf og smáhýsin myndu „skemma“ fallega gönguleið. „Smáhýsin og íbúar þeirra eigi ekki góða samleið með þessu úti- vistarsvæði. Galið sé að setja upp smáhýsi fyrir óreglufólk inn á mitt svæðið,“ vitnar skipulagsfulltrúi í efni bréfa frá íbúunum. „Ef tillagan nær fram að ganga megi gera ráð fyrir óæskilegum áhrifum á fallegt útsýni frá Folda- hverfi og á verðmæti fasteigna næst smáhýsunum,“ er áfram vitnað til athugasemda íbúanna sem telji smáhýsin „hugsuð fyrir fólk sem ekki getur búið innan um aðra í venjulegu íbúðarhúsnæði.“ Enn f remu r telji í bú a r nir að „hætta sé á að almenningur þori jafnvel ekki að fara þarna fram hjá, vitandi af íbúum þarna sem geta verið í alls konar ástandi“ og að íbúar í sambærilegum búsetukost- um eigi það til að stela reiðhjólum. Eigendur nokkurra fyrirtækja við Stórhöfða lýsa sig andvíga. „Gerð er alvarleg athugasemd við tillöguna þar sem hún gæti rýrt verðgildi eignarinnar og haft truflandi áhrif á starfsemi kaffihússins,“ segir um aðfinnslur Kaffitárs á Stórhöfða 17, í umsögn skipulagsfulltrúa. Aðrir ótilteknir eigendur að Stór- höfða 17 lýsi „fullum skilningi á vandræðum borgarinnar með að finna smáhýsunum stað,“ en telji þessa staðsetningu óheppilega. Hún geti lækkað verðgildi eignanna í kring og þeir séu uggandi um að íbúarnir sanki að sér drasli. Þórður R. Magnússon í Flísabúð- inni á Stórhöfða 21, lýsir sig alfarið mótfallinn smáhýsunum, sem gætu haft áhrif á rekstur verslunarinnar vegna mikillar umferðar og vöru- afgreiðslu. Sjálfur hefði hann hug á að fá þessum reit úthlutað til bygg- ingar niðurgrafins vöruhúss. Elías Gíslason í Stórhöfða 17 segist leigja hluta af fasteign sinni undir matsölustað og líkur séu á að leigusamningnum verði „sagt upp, ef skjólstæðingar velferðarsviðs Reykjavíkurborgar gera sig heima- komna í kringum veitingastaðinn“. Hverfisráð Grafarvogs óskaði eftir því að málinu yrði frestað til haustsins, en skipulagsfulltrúi hafnar því og var tillagan sam- þykkt í skipulags- og samgönguráði. Í umsögninni fjallar skipulagsfull- trúi um „húsnæði fyrst" - hug- myndafræðina fyrir heimilislausa með miklar og f lóknar þjónustu- þarfir. „Úthlutun í smáhýsi veitir íbúum tækifæri á því að lifa sínu lífi, innan veggja heimilis síns. Með því að koma upp smáhýsum er verið að stuðla að öruggu húsnæði fyrir ein- staklinga með fjölþættan vanda,“ útskýrir skipulagsfulltrúi. Einstakl- ingar fái öruggt skjól allan daginn, í stað þess að hafa aðgang að neyðar- gistingu nótt eftir nótt. gar@frettabladid.is Heimilislausir fái ekki athvarf í smáhýsabyggð við Stórhöfða Skipulags- og samgönguráð hefur samþykkt nýtt deiliskipulag svo reisa megi smáhýsi fyrir heimilislausa á Ártúnshöfða. Íbúar í Grafarvogi og fyrirtækjaeigendur við Stórhöfða segjast óttast að eignir þeirra lækki í verði. Tillagan sé „galin“ og „almenningur“ muni jafnvel ekki þora að fara um svæðið lengur. Lóðin við Stórhöfða sem ætluð er undir smáhýsi heimilislausra, er á fallegum útsýnisstað. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI VESTFIRÐIR Göngukort af svæðinu í kringum Hvalá í Árneshreppi hefur verið gefið út í fyrsta sinn, en Hvalársvæðið hefur verið mikið í umræðunni undanfarið vegna fyr- irhugaðra virkjanaframkvæmda á svæðinu. Framkvæmdum við Hval- árvirkjun hefur nú verið frestað um óákveðinn tíma. Svæðið er lítt þekkt gönguland, en á nýja kortinu er meðal annars að finna fossa, f lúðir og steingerv- inga sem nýlega voru uppgötvaðir á svæðinu. Kortið er gefið út af ÓFEIG náttúruvernd og kortagerð annaðist Snæbjörn Guðmundsson, jarðfræð- ingur. Hann segir Hvalársvæðið ein- stakt og vert fyrir ferðamenn að skoða. „Á svæðinu er ósnert nátt- úra og heillandi fossaraðir, en svona svæði eru ekki eins algeng og maður myndi halda. Þetta eru dýrmætar perlur sem þarf að varðveita og geyma,“ segir Snæbjörn. Þá segir hann kjörið að heim- sækja svæðið núna þegar virkj- anaframk væmdir hafa verið stöðvaðar. „Nú er rétti tíminn til að heimsækja svæðið og njóta þess, þegar það hefur verið losað undan ógn virkjanafram- kvæmda, svo er um að gera að njóta alls þess sem Árneshrepp- ur hefur upp á að bjóða. Þetta er hugsað sem framlag okkar til sveitarinnar.“ –bdj Kortleggja gönguleið um Hvalársvæðið Kortið sýnir fossa, flúðir og stein- gervinga sem uppgötvuðust nýlega. VINNUMARKAÐUR Atvinnuleysi í maímánuði var þrettán prósent, samkvæmt tölum frá Vinnumála- stofnun, og minnkaði um tæp fimm prósentustig frá apríl. Stofnunin spáir því að atvinnuleysi í júní lækki enn frekar og verði 11,2 prósent. Almennt atvinnuleysi breyttist lítið milli mánaða og var 7,4 pró- sent í maí. Atvinnuleysi sem tengist hlutabótaleiðinni lækkaði hins vegar úr 10,5 prósentum í apríl í 5,6 prósent í maí. Spáin gerir ráð fyrir að það fari niður í 3,8 prósent í júní. Alls fengu rúmlega 16 þúsund manns greiddar almennar atvinnu- leysisbætur í maí. Rúmlega 17 þús- und fengu greiddar hlutabætur hjá um 5.200 fyrirtækjum. Mesta atvinnuleysið er á Suður- nesjum en það mældist 19,6 prósent í maí en var 25,2 prósent í apríl. – sar Spá áfram minnkandi atvinnuleysi ÍRAK Bandaríkin munu halda áfram að fækka í herliði í Írak, þrátt fyrir að aukning hafi verið á umsvifum hryðjuverkasamtakanna ISIS í land- inu. Alls eru nú um 5.200 bandarískir hermenn í landinu, flestir voru þeir um 160 þúsund árið 2007. Samband Bandaríkjanna og Íraks versnaði mikið þegar Bandaríkin réðu íranska njósnaleiðtogann Qasem Soleimani af dögum í Bagdad í janúar. Gaf írakska þingið út þingsálykt- unartillögu um að herlið Bandaríkj- anna skyldi yfirgefa landið án tafar, Bandaríkin gáfu hins vegar út að þau myndu ekki fara frá landinu fyrr en Írakar gætu sjálfir tryggt eigið þjóð- aröryggi. Samkvæmt nýrri rann- sókn West Point-herskólans hafa ISIS aukið umsvif sín í landinu. Gerðu hryðjuverkasamtökin 566 árásir í Írak á fyrsta ársfjórðungi 2020, sem er mikil aukning frá mánuðunum á undan. – ab Herafli dreginn saman í Írak Herliðið hefur verið í Írak frá 2003. 1 3 . J Ú N Í 2 0 2 0 L A U G A R D A G U R8 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.