Fréttablaðið - 13.06.2020, Side 62

Fréttablaðið - 13.06.2020, Side 62
Jóhanna María Einarsdóttir johannamaria@frettabladid.is Við erum ekki ein um slíkt gósenland, enda finnast gullfallegir náttúrulegir baðstaðir víða um jörðina sem gefa íslensku laugunum ekkert eftir. Japan og Ísland eru að mörgu leyti líkir staðir þar sem bæði liggja á f lekasamskeytum, sem stuðlar að tíðum jarðskjálftum og eldvirkni. Á báðum stöðum finnst töluvert af heitu hveravatni sem íbúar hafa verið duglegir að nýta sér til góðs. Náttúrulaugar og laugar þar sem heitt hveravatn er notað, finnast víða um Japan líkt og á Íslandi og eru alla jafna kall- aðar „onsen“ sem á íslensku merkir „heitavatnshver“. Onsen hug- takið er notað yfir ýmsar gerðir náttúrulauga, sem finnast annað hvort undir beru lofti eða eru yfirbyggðar. Miklar hefðir fylgja onsen-baðferðum og á hefðbundn- ari onsen klæðast sundgestir ekki baðfatnaði. Fyrir um fimm árum síðan hafði um helmingur onsen-bað- staða bannað húðflúruðum ein- staklingum að nýta sér aðstöðuna. Ætlunin var að koma í veg fyrir að meðlimir glæpagengja, sem þekktust af útflúruðum kroppum sínum, nýttu sér onsen-baðstaði. Bannið gildir enn í dag á mörgum stöðum, en einnig er til fjöldi onsen-baðstaða í Japan sem leyfa húðflúr, eða biðja fólk um að hylja f lúr sitt. Baðmullarkastali Tyrkland býr yfir einni fallegustu Bestu baðstaðir veraldar Við Íslendingar höfum lengi búið að einni bestu baðaðstöðu veraldar í bakgarðinum, með heitt hveravatn, jarðsjó, náttúrulaugar og sundlaugar í hverju einasta krummaskuði. Onsen laugarn- ar í Japan eru vinsælir ferða- mannastaðir. Laugarnar í Pamukkale einkennast af hvítum útfellingum og túrkísbláu vatni. Mikil selta vatnsins gerir það að verkum að maður flýtur eins og korktappi í því. Enski leikarinn Rupert Grint, sem er best þekktur fyrir að leika Ron Weasley í kvik- myndunum um Harry Potter, hefur grætt verulega á fasteigna- viðskiptum, en eignir hans eru taldar vera rúmlega fjögurra milljarða króna virði. Leikarinn fjárfesti stóran hluta af launum sínum fyrir hlutverkið í Harry Potter í fasteignum og var nýlega að bæta eignum að andvirði tæplega tveggja milljarða króna við eignasafnið. Grint hefur unnið að því að byggja eignasafnið upp árum saman og hefur stofnað þrjú arðbær fasteignafyrirtæki sem halda utan um rekstur þess. Eitt þeirra fjárfesti í fasteignum að andvirði tæplega 1,4 milljarða króna á síðasta ári og annað er að kaupa upp fasteignir rétt fyrir utan London. Grint er sagður fær fjárfestir og Fasteignaveldi Ruperts Grint Enski leikarinn Rupert Grint hefur grætt verulega á fasteignavið- skiptum. MYND/ GETTY náttúrulaug sem fyrirfinnst á jarðríki. Laugarnar í Pamukkale, sem merkir baðmullarkastali, er að finna nálægt borginni Deinizli í suðvestur Tyrklandi. Svæðið er þekkt fyrir náttúrulaugar á skjannahvítum klettasyllum, en hvíti liturinn stafar af karbónít- útfellingum úr vatninu, sem setjast á steininn fyrir neðan. Svæðið er hlaðið goðsögnum og eru til frá- sagnir af því að Kleópatra sjálf hafi baðað sig í þessum laugum. Fljóta eins og korktappar- Dauðahafið hefur löngum verið vinsæll áfangastaður fyrir baðfúsa gesti, enda býr það yfir alveg sér- stökum eiginleika. Um er að ræða stórt stöðuvatn á landamærum Ísraels og Jórdaníu. Vatnið er staðsett í lægð sem er framhald af Austur-Afríku sprungunni. Hinn sérstaki eiginleiki bað- staðarins kemur til vegna gríðar- legrar seltu, sem einnig verður til þess að ekkert líf þrífst í vatninu, hvorki fiskar né aðrar sjávarlífver- ur. Eina lífið sem finnst í brimsöltu vatninu eru smásæir þörungar og gerlar. Selta Dauðahafsins er um tíu sinnum meiri en sjávarins, en ástæða þessarar miklu seltu er að þar ríkir ójafnvægi milli inn- streymis og útstreymis. Áin Jórdan og aðrar minni ár streyma í Dauða- hafið og leggja því til vatn. Hins vegar er vatnið undir sjávarmáli og því ekkert útstreymi úr því. Uppleyst efni eins og sölt og steinefni, sem berast í Dauðahafið með árvatninu, ná ekki að gufa upp og sitja þar eftir, sem veldur því að seltan eykst statt og stöðugt. Selta Dauðahafsins liggur við mettun, sem verður til þess að salt fellur út jafn hratt og það bætist við. Þessi gífurlega selta gerir það að verkum að eðlismassi Dauða- hafsins er 1,24 kg/l, sem er mun meiri en eðlismassi sjávar, og er ástæða þess að menn fljóta eins og korktappar um þetta massamikla vatn. hann kaupir fjölbreyttar fast- eignir, bæði leiguíbúðir og fínni einbýlishús. Hann er 31 árs gamall og hann og kærasta hans, Georgia Groome, eignuðust sitt fyrsta barn í síðasta mánuði. 6 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 1 3 . J Ú N Í 2 0 2 0 L AU G A R DAG U R

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.