Mosfellingur - 04.06.2020, Blaðsíða 26

Mosfellingur - 04.06.2020, Blaðsíða 26
 - Íþróttir26 N a m o e h f. - S m i ð j u v e g i 7 4 ( g u l g ata ) - 2 0 0 K ó pavo g i Sími: 566 7310 - jakosport@jakosport.is - jakosport.is AftureldingAr vörurnAr fást hjá okkur sport íslandi Birkir Benediktson, Einar Ingi Hrafnsson, Arnór Freyr Stef- ánsson og Gunnar Malmquist hafa allir framlengt samn- inga sína við handknattleikslið Aftureldingar. Allir hafa þeir verið lykilmenn í liðinu síðustu ár. Birkir og Einar Ingi eru uppaldir Mosfellingar og er Gunni Mall að hefja sitt sjöunda tímabil í Aftureldingu. Arnór Freyr kom til Aftureldingar árið 2018 eftir að hafa spilað með Randers í Danmörku. Þetta eru frábærar fréttir og mikilvægir hlekkir í liði Aftureldingar. Nýtt þjálfarateymi Aftureldingar Eins og áður hefur komið fram hefur Afturelding samið við Gunnar Magnússon um að taka við liði Aftureldingar fyrir næsta tímabil. Gunnar er margreyndur og sigursæll þjálfari. Hann hefur þjálfað Víking, HK, ÍBV og Hauka auk þess að vera aðstoð- arþjálfari íslenska landsliðsins. Hrannar Guðmundsson verður aðstoðarþjálfari meistaraflokks en hann kom heim síðasta sumar eftir þjálfun hjá ÍR síðustu tvö ár. Afturelding hefur einnig ráðið Fannar Karvel sem styrktarþjálfara handknattleiksdeildarinnar. Fannar rekur líkamsræktarstöðina Spörtu á Höfða og þjálfar þar marga af fremstu íþróttamönnum landsins. Nýir leikmenn til Aftureldingar Afturelding hefur samið við sjö nýja leikmenn fyrir næsta tímabil. Bergvin Gíslason, Sveinn Andri Sveinsson og Þrándur Gíslason Roth koma frá ÍR. Blær Hinriksson kemur frá HK og Úlfar Monsi Þórðarson frá Stjörnunni. Einnig koma Bjarki Snær Jónsson og Hafsteinn Óli Ramos frá Fjölni. Allir þessir leikmenn hafa mikla reynslu úr Olís deildinni og munu styrkja Aftureldingarliðið mikið fyrir komandi tímabil. Föstudaginn 29. maí fór fram sameiginlegt beltapróf hjá Taekwondodeildum Aftureldingar, Fram og ÍR. 24 iðkendur frá Aftureldingu tóku prófið að þessu sinni. Þessi önn var erfið vegna óviðráðanlegra afleiðinga af COVID, en iðkendur og þjálfarar reyndu að láta hlutina ganga eins og hægt var með heimaæfingum. Með beltaprófi þá er önninni formlega lokið og vilja þjálfarar og stjórn þakka öllum fyrir veturinn. Fimleikasalurinn opnar fyrir leigu Opnað hefur á ný fyrir leigu á fimleikasalnum að Varmá. Leigan hefur verið gríðarlega vinsæl fyrir afmæli, æfingar o.fl. Búið er að bæta við fleiri tímasetningum en hægt er að bóka og sjá lausa tíma á https:// afturelding.is/fimleikar/leiga-a-sal Innifalið í allri leigu eru afnot af salnum, afnot af aðstöðu og þjálfari sem fylgist með í sal (öryggisatriði). Miðað er við að hópur megi vera allt að 30 stk. Ef hópurinn er stærri þarf að fá tilboð sérstaklega í það. Nánari upplýsingar í gegnum fimleikasalur@afturelding.is. Viltu aðstoða við handboltastarfið? Handknattleiksdeild Aftureldingar óskar eftir áhugasömum aðilum í stjórn barna- og unglingaráðs. Starfið hefur vaxið mikið á síðustu árum og rekstur deildarinnar í góðum farvegi. Foreldrar sem áhuga hafa á því að hafa áhrif á umhverfi og starf deildarinnar eru hvöt til þess að vera í sambandi við formann deildarinnar, Hannes Sigurðsson, hannesig@gmail.com eða í síma 8880072. 24 iðkendur tóku beltapróf Lykilleikmenn framlengja • Sjö nýir leikmenn í Mosó • Öflugt þjálfarateymi Spennandi handboltatíð Hrannar, Fannar og gunnar Funda á grillmarkaðnum einar ingi, birkir, arnór og gunnar verða áFram í Herbúðum aFtureldingar reynslumenn til liðs við aFtureldingu Fyrir komandi átök

x

Mosfellingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.