Mosfellingur - 04.06.2020, Blaðsíða 32

Mosfellingur - 04.06.2020, Blaðsíða 32
Sendið okkur myndir af nýjum Mos- fellingum ásamt helstu upplýsingum á netfangið mosfellingur@mosfellingur.is Veronika Pétursdóttir fæddist 25. janúar 2020 á Landspítalanum. Foreldrar hennar eru Pétur Eggert Torfason og Elín Árnadóttir og er hún þriðja barn þeirra. Í eldhúsinu HÁSKÓLI Á TÍMUM COVID Það er skrítið að vera komin í háskóla og þá ekki einu sinni orðin tvítug. Ég labbaði inn í HR í haust á leið í lögfræ ði en mér fannst ég vera alltof ung til þes s að vera í háskóla. Stór skóli, nýtt og stærra umhverfi, margt fólk og mér fannst ég vera lítil stelpa með skólatösku á bakinu sem á tti engan veginn heima þarna. Ég get sag t að fyrsti skóladagurinn hafi verið dálí till rússíbani þar sem ég labbaði í hringi u m HR, vissi ekkert hvar ég var og gat ekk i með nokkru móti fundið stofuna sem ég átti að vera í. En síðan lærist það, mað ur fullorðnast dálítið við þetta og hlær að þessu núna þegar fyrsta árið er búið. Maður elst upp við það að vera með jafnöldrum í skólanum, krökkum á svipuðum stað og maður sjálfur í lífinu en þarna gengur maður inn í sal fullan af fólki á öllum aldri, situr að hlusta á kennarann tala og þorir ekki að segja neitt. Það er einnig skrítið að þurfa að gera verkefni með einstaklingum sem eiga börn og þurfa allt í einu að skipuleggja sitt einfalda líf þannig að það virki fyr ir foreldra líka. Ég tók áfanga núna á vorönn sem tók þrjár vikur og kallast „3ja vikna áfang i“ en þar fór ég í Nýsköpun og stofnun fyrirtækja. Það var verulega þroskand i áfangi og áhugavert að fá svona góða innsýn inn í atvinnulífið. Það að þurfa að stofna fyrirtæki og framkvæma öll skrefin til þess að vara geti orðið til á þremur vikum með fjórum einstaklingum sem þú hefur í flestum tilvikum aldrei verið í samskip t- um við, hvað þá á tímum Covid-19. Þa r sem þetta ferli fór allt fram í gegnum tölvu bæði samskiptin og þróunin. Ég lærði margt nýtt á þessu skólaári, ég hef alltaf verið skipulögð enda mik il exceltýpa og hefur það nýst mér mjög vel í því sem ég er að gera. Ingibjörg og Sölvi skora á Kristínu Boland að deila með okkur næstu uppskrift Ingibjörg Sverrisdóttir og Sölvi Ólafsson deila að þessu sinni með Mosfell- ingi uppskrift að pönnu- steiktum silungi með möndlum og kaperssmjöri. Hráefni fyrir fjóra: • Tvö meðalstór flök af silungi • 300 gr smjör • Einn bolli hveiti • Salt og pipar eftir smekk • 200 gr möndluflögur • Krukka af kapers • Pottur af kartöflum Aðferð: Smjör brætt í potti og látið sjóða við vægan hita í 30 mínútur. Passa að brenna ekki smjörið, bragðið verður mjúkt og sætt við suðuna. Skiptið bræddu smjörinu í tvennt, hluti er notaður til steikingar og hinn hlutinn sem smjörbráð á fiskinn. Möndluflögur ristaðar á pönnu og settar saman við brætt smjörið. Vökvinn látin renna af kapersberjunum og þau sett í smjörið með möndlufögunum. Haldið volgu á meðan silungur- inn er steiktur. Hveiti, salti og pipar blandað saman á djúpum disk. Flakaður silungur skorinn í hæfilega bita til steikingar og velt upp úr hveiti- blöndunni, steiktur upp úr hluta af smjörinu á pönnu. Fullur pottur af nýjum soðnum kartöflum.  Verðiykkuraðgóðu. EMMA ÍREN Pönnusteiktur silungur hjá ingibjörgu og s ölva - Heyrst hefur...32 Þverholt 2 I Mosfellsbær 270 I Sími 525 6700 I mos.is Mosfellsbær hefur tekið í gagnið nýjan ráðningarvef. Öll laus störf hjá Mosfellsbæ og stofnunum má sjá og sækja um á nýjum ráðningarvef: www.mos.is/storf Laus störf í Mosfellsbæ ...fylgstu med okkur á facebook www.facebook.com/mosfellingur heyrst hefur... ...að MotoMos sé óvænt að fara halda Íslandsmeistaramótið í motocrossi þann 27. júní. ...að Bjartmar Guðlaugs verði á Barion á laugardagskvöldið. ...að Vínbúðin sé nú flutt í nýtt og stærra rými í Kjarnanum sem áður hýsti Bónus. ...að þegar sundlaugarnar opnuðu aftur hafi nokkrir hressir laumað sér í nætursund í óleyfi í Varmárlaug. ...að eldur hafi komið upp í húsnæði björgunarsveitarinnar á dögunum. ...að Villý og Palli hafi eignast tvíbura á dögunum. ...að röðin út úr bænum um hvíta- sunnuhelgina hafi náð langleiðina niður í Ártúnsbrekku. ...að Helgi Björns hafi selt upp á þrenna tónleika í Hlégarði um síðustu helgi. ...að Högni Snær hafi orðið fertugur um síðustu helgi. ...að búið sé að snjallvæða strætó- skiltin í Mosó. ...að Blíðubakkahúsið í hesthúsa- hverfinu sé nú til sölu. ...að djassararnir í hljómsveitinni Piparkorn hafi verið að gefa út plötu og haldi útgáfutónleika 21. júní. ...að Greta Salóme sé komin með íbúðina sína í Tröllateig til sölu. ...að Ingvar læknir verði sextugur um helgina. ...að Bubbi Morthens verði með tónleika í Hlégarði 16. júní, daginn fyrir þjóðhátíðardaginn. ...að enn sé ekki búið að semja við verktaka um slátt hjá bænum fyrir sumarið. ...að Kvennahlaupið fari fram á Varmárvelli laugardaginn 13. júní. ...að Mosfellingurinn Pétur Magnús- son, nýr forstjóri Reykjalundar, sé tekinn til starfa. ...að Lísa og Jói Jó séu að fara flytja á Seyðisfjörð. ...að Barion sé að fara opna útibú í 101 Reykjavík, Barion Bryggjan en verið er að ráða yfir 100 starfsmenn á Bryggjuna og í MiniGarðinn. ...að handboltamarkvörðurinn Björgvin Franz sé farinn í Fjölni. ...að Ísbíllinn keyri um Mosfellsbæ á 17. júní og gefi börnum ís í boði Mosó. ...að handknattleiksmaðurinn öflugi Birkir Benediktsson verði áfram í herbúðum Aftureldingar. ...að matarvagnar séu farnir að venja komu sína á bílaplanið við FMOS. ...að einn heppinn Lottóspilari hafi unnið 100 þúsund kall á Jókermið- ann sinn sem keyptur var á Olís um síðustu helgi. ...síðasta blað fyrir sumarfrí komi út fimmtudaginn 25. júní. mosfellingur@mosfellingur.is

x

Mosfellingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.