Íþróttablaðið - 01.08.1942, Page 20

Íþróttablaðið - 01.08.1942, Page 20
18 ÍÞRÓTTABLAÐIÐ leikamenn, sem það hefir áll bæði fyrr og síðar. Á seinni ár- um liefir það mjög látið skíða- íþróttina til sín taka og frjálsar iþróttir, og á marga aíbragðs- menn í báðum greinum. Stjórn félagsins skipa nú: Torfi Þórðar- son, form., Helgi Jónasson frá Brennu, Óskar A. Gíslason, Gunn- ar Steindórsson og Helgi Guð- jónsson. Sundmót K. R. fór fram 26. marz s.l. Úrslit urðu þessi: 100 mtr. frjál.s aðferð, karlar. Stefán Jónsson (Á.) 1:5.6 mín. 200 mtr. bringusund, karlar. Sig. Jónsson (K. R.) 2:59.9 mín. 100 mtr. frjáls aðferð, drengir innan 16 ára. Árni Guðm.s. (Æ.) 1:16.3 mín. 50 mtr. baksund, karlar. Guðm. Þórarinss. (Á.) 39.6 sek. 100 mtr. bringusund, konur. Sigríður Jónsd. (K.R.) 1:43.1 mín. k x 50 mtr. boðsund. Sundfélagið Ægir 2:27.7 min. Auk þessara sundkeppna sýndu 8 stúlkur úr K. R. undir stjórn Jóns Inga Guðmundssonar list- sund. Var þessi sýning, í geisla- flóði ljóskastaranna, bin feg- ursta. Anton B. Björnsson. Einmenningskeppni í fimleikum hélt K. R. í marzmánuði. Sjö K. R.-ingar tóku þátt í keppninni. Hlutskarpastur varð Anton B. Rjörnsson og lilaut'þar með nafn- bótina fimleikameistari K. R. — Anton er prýðilegur leikfimis- maður og yfirleitt mjög fjölhæf- ur og áhugasamur íþróttamaður. Glímunámskeið. Mjög fjöl- mennt glímunámskeið var haldið í hændaskólanum á Hvanneyri i vetur. Af um 50 nemendum skól- ans tóku 40 þátt í námskeiði þessu, sem verður að teljast fá- dæma g'óð þátttaka. Kennari var liinn ágæti glímumaður og fvrv. glímukóngur Kjartan B. Guð- jónsson. Slík námskeið þyrftu að vera haldin sem víðast um land, nú frekar en nokkru sinni áður. Skólastjórinn á Hvanneyri, Run- ólfur Sveinsson, á þakkir skilið fyrir að koma þessu námskeiði á. Að námskeiðinu loknu var háð kappglíma um glímuhikar Hvanneyrar og hlaut hann Stefán Sigurþórsson. Handknattleiksmóti íslands lauk hinn 30. marz s.l. íslandsmeist- ari varð knattspyrnufélagið Val- ur eins og i fyrra. Léku Valur og Víkingur úrslitaleikinn og sigraði Valur með 19 mörkum gegn 13, en eftir fyrri liálfleik höfðu Víkingar eitt mark yfir (9—8). I 1. flokki varð I. R. sig- urvegari. Sigraði það Val í úr- slitaleiknum með 30 mörkum gegn 16. I 2. flokki varð Ármann sigurvegari. Keppti úrslitaleikinn við Hauka úr Hafnarfirði og vann ineð 10 gegn 5. í flokka- keppni kvenna urðu Ármenn- ingar sigurvegarar. Allir leikirn- ir fóru fram í iþróttahúsi Jóns Þorsteinssonar. Skíðamótið var háð á Akureyri um páskana. Um tíma leit út fyrir, að fresta yrði mótinu vegna snjóleysis, enda var víðast svo snjólétt í vetur, áð' skíðamótin urðu að falla niður. Sunnlenzku og vestfirzku skíðamennirnir gátu ekki sótt landsmótið að þessu sinni, og voru það þvi ein- ungis Norðlendingar, sem þátt tóku í mótinu. Þessir urðu meist- arar í A-flokki: 18 km. ganga: Guðm. Guðmundsson (Skíðafell). Stökk: Sigurgeir Þórarinsson (Skiðaborg). Svig: Björgvin Jún- íusson (Akureyri). Ganga og stökk (samanlagt): Jónas Ás- geirsson (Skíðahorg) og hlaut þar með nafnbótina Skiðakóng- ur íslands. Er þetta í 3. sinn, sem Jónas hlýtur þá nafnbót. I B-flokki urðu þessir sigurvegar- ar: 18 km. ganga: Erlendur Stef- ánsson (Skíðaborg). Stökk: Sig- urður Njálsson (Skíðaborg). Svig: Ásgr. Stefánsson (Skíða- fell). Víðavangshlaup I. R. hið 27. í röðinni var háð 23. apríl s.l. (fyrsta sumardag). Þrjár sveiíir kepptu, 2 frá Ármanni og 1 frá K. R. A-sveit Ármanns sigraði ineð 6 stigum, átti 1., 2. og 3. mann. B-sveit Ármanns fékk 19 stig, en sveit K. R. var ekki full- skipuð og kom því ekki til greina við stigaútreikninginn. Fyrstur að marki varð Sigurgeir Ársæls- son á 14 mín. 33.2 sek., annar varð Haraldur Þórðars. á 14:37.8 en þriðji Árni Kjartansson á 14:44.4. Skíðamót Reykjavíkur fór fram í Innstadal þann 26. april. Vegna snjóleysis var aðeins hægt að keppa í svigi. í A- og B-flokki voru 4 keppendur og varð þar fyrstur Magnús Árnason (í. R.) á 68.8 sek., en í C-flokki Harald- ur Árnason (I. R.) á 54.6 sek. Drengjahlaup Ármanns var háð 26. apríl s.l. Þátttakendur voru 15: frá Ármanni, 1. R. og K. R. Sveit I.R. sigraði með 7 stigum, átti 1., 2. og 4. mann, K. R. hlaut

x

Íþróttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.