Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.03.1943, Side 15

Íþróttablaðið - 01.03.1943, Side 15
IÞRÖTTABLAÐIÐ 11 Ný sambandsfélög Í.S.Í. Þessi félög hafa nýlega gengið i sambandið: U.M.F. Hjalti í Hjaltadal, félagar 45, form. Friðrik Rósmundsson. íþróttafélag Þingeyinga, félagar 12, form. Sigfús Jónsson. U.M.F. Ársæll, Öngulstaðahreppi, fé- lagar 54, form. Ingólfur Pálsson. Skíðafélagið Þróttur, Hjalteyri, fé- iagar 34, form. Sigurður Baldvinsson. 249 æfifélagar Í.S.Í. Siðan á áramótum hafa 80 menn gerzt æfifélagar Í.S.Í. og eru þeir nú alls 249. íþróttablaðið. í þessu blaði varð því miður ekki hæg't að birta úrslit frá Skiðamótinu í Hveradölum, en ítarleg frásögn um mótið bíður næsta blaðs og verða jafnframt birtar fjölmargar myndir frá mótinu. í næsta blaði verður grein um landsmótið í handknattleik, fram- hald af skíðakennslu Steinþórs Sig- urðssonar o. fl. Kaupendur íþróttablaðsins! Útveg- ið hver ykkar 1 kaupanda og sendið nafn hans og heimilisfang til Þórar- ins Magnússonar, Haðarstíg 10. Með þvi móti er útgáfu blaðsins ekki að- eins borgið, lieldur verða þá einnig tök á að stækka blaðið og auka fjöl- breytni þess. Sundlaugabyggingar á Austurlandi Tvær sundlaugar eru nú þegar i smíðum auk Eiða-sundhallar. Önnur er á Þórshöfn, en hin í Neskaupstað. Tilvera beggja þessara lauga byggist á kælivatni og reykhita aflvéla, eins og sundlaugarnar á Siglufirði og Flat- eyri. Þórshafnarlaugin verður 5x12,50 m2 en Neskapstaðarlaugin 8x25 m2. Á Búðum við Fáskrúðsfjörð er einnig verið að undirbúa sundlaugarbyggingu (5x12.5 m2). Eini jarðliitastaðurinn i hyggð á Austurlandi er i Selárdal i Vopnafirði. Ileita vatnið kemur upp í árgili. Þar var byggð laug fyrir nokkr- um árum, en áin braut hluta af henni. Nú á að hefjast handa í Vopnafirði og bæta úr þessu. Frá Eskifirði. Guttormur Sigurbjörnsson er um- ferðar-íþróttakennari ungmenna- og íþróttasambands Austurlands. Hann befur það, sem af er vetri starfað ein- göngu á Eskifirði. Leikfimihús. Á landinu eru 13 leikfimihús núna nothæf. 3 eru í smíðum. Auk þessa eru til um 10 leikfimi- og samkomu- hús. í Reykjavík hafa í vetur aðeins verið 4 starfhæfir salir fram að jól- um, en eftir jólin 5. Ársþing Knattspyrnuráðs Rvíkur. Var lialdið 22. febr. og 26. febr. s.l. Formaður var kosinn Ólafur Sigurðs- son. Mörg mál rædd, sem varða lög, reg'lur, æfingasvæði og tryggingamál. Meðal þeirra mála,sem knattspyrnu- þingið hafði með höndum, var svo- hljóðandi tilmæli til knattspyrnufé- Iaganna í Reykjavík, varðandi kennslu í knattspyrnu, fimleikum og öðrum íþróttum: „Knattspyrnuþingið beinir þeim til- mælum til knattspyrnufélaganna i Reykjavík, að þau beiti sér fyrir því hvert í sínu lagi eða öll í sameiningu, að ungir og efnilegir íþróttamenn fari svo fljótt sem auðið er utan til að læra kennslu í knattspyrnu, fim- leikum og öðrum íþróttum með það fyrir augum, að þeir verði svo at- vinnu-knattspyrnukennarar hér á landi.“ Var ályktun þessi samþykkt. Sömu- leiðis var því beint til Knattspyrnu- dómarafélags Reykjavíkur, að það gengizt fyrir dómaranámskeiði síðari hluta þessa vetrar. Við þingslitin kom Gísli Sigur- björnsson fram með uppástungu þess efnis að Knattspyrnuráð Reykjavíkur leitaðist fyrir um það, hvort ekki væri tök á að fá hingað knattspyrnuþjálf- ara frá Svíþjóð á sumri komanda. Hnefaleiksmót glímufél Ármanns. 13. febr. s.l. fór hnefaleiksmót Ár- manns fram í íþróttahúsi Jóns Þor- steinssonar. Keppendur 16. Skiftust þeir niður í 7 þyngdarflokka. Til keppninnar var vel búið og keppendur snyrtilegir. Viðureignirnar fóru vel fram og sást hvergi ódrengskapur eða illska. Sýni- lega er þessari íþrótt að vaxa hér virðing og keppendur taka iþróttina alvarlega, sem íþrótt, en ekki sem þjálfun undir það að verða „slags- málahundar“. Leitt að heyra og sjá live fólkið vanvirðir leikni keppend- anna, með því að æpa eftir dáhögg- um. Svölun fékk fólkið með því að Hrafn Jónsson í þungvigt .sló Andrés Bjarnason í dá tvívegis og vann á því seinna. Nöfn sigurvegaranna: Hrafn Jónsson. Þungvigt: Hrafn Jónsson. Léttþungavigt: Matthías Matthiasson. Millivigt: Gunnar Ólafsson. Veltivigt: Björn Rósinkranz. Léttvigt: Arnkell Guðmundsson. Fjaðrarvigt: Jóel Blomquist. Bantamvigt: Stefán Magnússon.

x

Íþróttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.