Íþróttablaðið - 01.03.1943, Page 16
12
IÞRÓTTABLAÐIÐ
Sundmót K.R.
Á sundmóti K.R. í Sundhöllinni 14.
marz s.l. voru 2 sundmet sett: í 200
m. bringusundi af Sigurði Jónssyni
K.R. 2 m. 57,1 sek., gamla metið var
2 m. 57.3 sek., og í 50 m. bringusundi
kvenna af Sigríði Jónsdóttur K.R. 43.9
sek., eldra metið var 44.8 sek. Þau
Sigurður og Sigríður eru systkini.
Urslit í einstökum sundum urðu
þessi:
100 m. frjáls aðferð, karla...
1. Stefán Jónsson Á. 1 m. 5,4 sek.
2. Rafn Sigurvinsson IÍ.R. 1 m. 6,8 s.
3. Einar Hjartarson Á. 1 m. 14,0 sek.
í sundið voru skráðir 7 keppendur,
en aðeins 3 komu til leiks, vegna
veikinda.
200 m. bringusund, karla.
1. Sigurður Jónsson K.R. 2 m. 57,3 s.
2. Sigurjón Guðjónsson Á. 3 m. 10,0 s.
Siguröur Jónsson.
Sigurður hafði forystu alla leið og
synti með mjög stórum og skriðdrjúg-
um tökum.
200 m. bringusund, drengja innan 16 ára.
1. Halldór Lárusson íþr.f. Reykhylt-
ing'a 3 m. 16,9 sek.
2. Einar Sigurvinsson K.R. 3 m. 27,0 s.
3. Hörður Jóhannesson Æ. 3 m. 31,0 s.
Árangur Halldórs Lárussonar er
sérstaklega góður af svo ungum manni.
50 m. baksund, karla.
1 Logi Einarsson Æ. 36,9 sek.
2. Guðm. Þórarinsson Á. 38,9 sek.
3. Guðm. Ingólfsson K.R. 39,7 sek.
og Pétur Guðjónsson Á. á samá tíma
39,7 sek.
Á þessu sundi sýndi Logi greinilega
yfirburði, hafði mjúkan og fallegan
sundstíi eins og á öllum öðrum sund-
aðferðum. Aðrir keppendur syntu
all sæmilega, mega l)ó bæta stíl sinn
að mun, harðasta keppnin var milli
Guðm. T. og Péturs G.
50 m. bringusund, kvenna.
L Sigríður Jónsdóttir K.R. 43,9 sek.
2. TJnnur Ágústsdóttir K.R. 44,8 sek.
Sigríður Jónsdóttir.
Var hér um harða keppni og ágæt-
an árangur að ræða, önnur á mettima
cn hin undir meti.
50 m. frjáls aðferð, drengir innan
16 ára.
1. Halldór Bachmann Æ. 32,3 sek.
2. Marteinn Kristinsson Æ. 37,0 sek.
3. Baldur Zophóníasson Æ. 37,7 sek.
Hér vantaði 3 af 7 keppendum til
leiks vegna veikinda. Eins og fyr bar
Halldór af í þessu sundi, þótt hinir
svntu rösklega.
400 m .frjáls aðferð karla.
1. Guðm. Jónsson Æ. 6. m. 28,5 sek.
2. Sigurg. Guðjónss. Iv.R. 6 m. 36,5 s.
3 Pétur Eiríksson K.R. 6 m. 50,3 sek.
Árangur á þessu sundi er slærnur
og sýnir því miður mikla afturför á
þessari vegalengd, er það leitt ef
lengri sundin þurfa að leggjast niður
fyrir leti betri sundmanna félaganna,
við að æfa fyrir þau.
4x50 m. boð-bringusund, karla.
1. A-sveit K.R. 2 m. 28,6 sek.
2. Sveit Ármanns 2 m. 28,8 sek.
3 B-sveit K.R. 2 m. 43,7 sek.
Eftir þessu sundi var beðið með ó-
þreyju, enda sveik það engan, sveit-
irnar voru svo jafnar frá upphafi til
enda, að ómögulegt var að sjá hver
sigra mundi fyr en á síðasta augna-
bliki.
Yfirleitt má segja að sundfólkið hafi
sýnt góða frammistöðu sér og kenn-
urum sínum til sóma og ánægju Sund-
in voru skemmtileg á að horfa en
gangur mótsins var ekki góður, sund-
in hyrjuðu 15. m. á eftir tilsettum
tima og' virtist g'anga í þófi milli
sunda. Tímatilkynning var afleit.
Sundhöllin verður að fá sér betri til-
kynningatöflur og' Teikstjóri þarf að
nota kalltrekt ef tala þarf til fólksins.
Þ. Magnússon.
Frá Seyðisfirði.
Þar hefur dvalið Stefán Þorleifs-
son íþróttakennari i Neskaupstað og
haldið fimleikanámskeið fvrir konur
og lcarla og skólabörn.
Frá Búðum, Fáskrúðsfirði.
Síðan leikfimishúsið var byggt og
börn Vöndust íþróttánámi hefur í-
þróttaáhuginn vaxið. Gunnar Ólafsson
íþróttakennari, sem um leið er kenn-
ari í almennum fögum skólans, hefur
unnið þarna ágætt starf. Nú hefur
hann í vetur haldið uppi íþrótta-
kennslu 3 kvöld í viku og hafa 25
konur og 30 karlar notið kennslu i
íþróttum að staðaldri. Gunnar hefur
einnig kennt á skíðum og á sumrum
handknattleik og frjálsar iþróttir.
I----------------------------------—“
í Þ R Ö T T A B L A Ð IÐ.
Útgefandi: íþróttablaðið li/f.
Iíitstjóri: Þorsteinn Jósepsson.
Ritnefnd: Benedikt Jakobsson,
Þorsteinn Einarsson.
Blaðstjórn: Ben. G. Waage, Kristján
L. Gestsson, Jens Guð-
björnsson, Sigurjón Pét-
ursson, Þorst. Einarsson.
Afgreiðslum.: Þórarinn Magnússon,
Haðarstíg 10.
Utanáskrift: íþróttablaðið, Póst-
hólf 367, Reykjavík.
Verð: Kr. 20.00 pr. árg.
Kr. 2.50 pr. tbl.
Herbertsprent
-------------------------------------J