Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.03.1944, Blaðsíða 7

Íþróttablaðið - 01.03.1944, Blaðsíða 7
VIII. árg. Reykjavík, marz 1944. 3. tölublað. Þorsteinn Einarsson: Héraðsíþróttakennarar. Það er vart meira en ein öld síðan að einn læknir skyldi gegna læknisstörfum á öllu Suðvestur- landi, en nú eru á því sv:eð; 7 héraðslæknar. íþróttaiðkendur landsins eru nú háðir nær því sama skipulagi, en þó er úr þessu að rætast. Full úrbót fæst ekki fyrr en all- ir áhugamenn um íþróttaiðkanir leggjast á eitt að bæta úr þessu. Það átak verður létt, ef allir leggj- ast á eitt. Það er ekki vansalaust fyrir gömul liéraðssambönd, sem liafa sett íþróttamálin efst sinna máia og telja þau beztan tengilið félagsstarfsins, að hafa ekki fast- an íþróttakennara á vegum sín- um á sambandssvæðinu. Við erum of lengi búnir að Iifa á gelgjuskeiði i íþróttamálum, til þess að við förum ekki að læra af reynslunni og reynum að hefja okkur upp úr kyrrstæðunni. Hver er vegseind eða sæmd eins héraðssambands af héraðsmóti, þar sem liöfuðþáttur mótsins er íþróttakeppni, ef að ekkert hefur verið æft undir væntanlegt mót. Keppnin er að vísu ekki aðal- atriðið, en Iiún verður það þar, sem hún byggist ekki á undan- farandi íþróttaiðkunum þjálf- un og þekkingu. Keppnin er allt- af tvíeggjuð, en aldrei verður hún tvíeggjaðri, en þar, sem íþróttaiðkanir renna ekki undir hana. Nú er þetta að breytast á nokkr- um stöðum, sem betur fer, en við erum því miður of seinfara. Afsök- unin er húsnæðisleysið, skortur á góðum leikvöllum og sundlaugum til íþróttaiðkana, ennfremur skort- ur á hæfum kennurum. Féleysi og skílriingur hefur einnig hamlað. Allt er þetta að lagast. Kaupstaðirnir hafa beztu að- stöðuna, vegna fjölmennis og vegna þess að þar eru atvinnu- skilyrði almennings jöfnust allt árjð. I sveitum og þorpum, skipt- ast á annatímar eða þá tímabil, sem fjöldi ungs fólks leitar burt til vinnu. Einstök félög í þéttbýli geta staðið undir kostnaði við það að liafa íþróttakennara um lengri tíma úr árinu, eða þá að tvö eða fleiri félög standa að sama kennara. Fyrir þrein árum hófst hin fyrsta héraðsíþróttakennsla. Ung- mennasamband N.-Þingeyinga fékk frá stjórn U.M.F.I. Davíð Sig- urðsson til íþróttakennslu. Meiri hluta vetrar kenndi liann fimleika á námskeiðum á 4—5 stöðum í héraðinu og um vorið ferðaðist hann á milli félaganna og var einn eða fleiri daga á hverjum stað og kenndi frjálsar íþróttir og undirbjó héraðsmótið. Arangur þessarar kennslu var með ágætum. Margir íþróttaiðk- endur um allt héraðið, bæði inn- an félaga og skóla, aukið félags- líf, aukning félagsmeðlima og glæsilegt héraðsmót.

x

Íþróttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.