Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.03.1944, Blaðsíða 12

Íþróttablaðið - 01.03.1944, Blaðsíða 12
6 ÍÞRÓTTABLAÐIÐ eftir þátt í fyrsta kappsundinu, 50 m. frjáls að- ferð fyrir drengi og varð þriðji í röðinni. Sama ár keppti ég einnig í 50 m. frjáls aðferð fyrir full- orðna og varð 7. í röðinni af tólf keppendum og þótti það góður árangur. En sumarið 1930 vann ég svo mína fyrstu sigra. I júlí það ár setti ég fyrsta metið, og var það í 100 m. baksundi á 1 mín. 40,3 sek., en nú er met mitt á sömu vegalengd 1. mín. 16,2 sek. Þessi úr- slit urðu betri en ég bjóst við og juku mjög álniga minn á sundinu. 1 ág'úst sama sumar tók ég i fyrsta sinn þátt í íslandssundinu, en það var ekki vegna þess, að ég teldi mig færan um að keppa við beztu sundmenn landsins, lieldur fyrir eindregna áeggján Jóns Pálssonar, sem hvatti mjög til þess og sagði, að mig mundi aldrei iðra þess. Grunur minn er sá, að Jón bafi þá vitað meira en iiann sagði, því að úrslit þessa sunds komu bæði mér og öðrum á ó- vart. Ég vann þetta sund og munaði aðeins tæpri sek. að ég næði meti. Við þennan sigur fór ég all- ur hjá mér, en komst loks heim með bikarinn á- samt félaga mínum. Er lieim kom, gat ég rétt stam- að út úr mér, að ég befði orðið hlutskarpastur, en fósturmóðir mín var ekki alveg á að trúa mér. Hún fullyrti, að ég blyti að geyma bikarinn fyrir sigurveg- arann og trúði hreint ekki sögunum fyrr en hún fékk frekari sönnur á þvi. Þetta var Islandsbikar- inn, og vann ég hann alls fjórum sinnum, eða þar til sundið var lagt niður árið 1934. Eftir þetta rak hver keppnin aðra og yrði of langt mál að skýra frá þeim öllum, enda hef ég keppt talsvert á annað hundrað sinnum og sett 53 met. Beztu met mín tel ég 100 m. baksund á 1 mín. 16.2 sek., 400 m. frj. aðf. á 5 mín. 10,7 sek. og 1500 m. frj. aðf. á 21 mín. 30,2 sek. Minnisstæðasta keppnin. Margur gæti lialdið, að minnisstæðasta keppni mín væri frá þeim sundmótum, sem ég setti beztu metin, en svo er ekki. Sú keppni, sem mér er alltaf minnisstæðust er frá Islandssundinu við Örfirisey árið 1933, en þá keppni háði ég við Hafliða Magn- ússon. Hafliði var þá upprehnandi sundmaður, og liafði ég af lionum talsvérðan beyg, enda lá það í loftinu þennan dag, að ég mundi ekki þurfa að hú- ast við sigri. Þetta sund var 500 m. frjáls aðferð. Sjórinn var talsvert ókyrr og i kaldara lagi. Allt frá Jónas í 50. metsundi sínu. byrjun sundsins og þar til 400 m. voru húnir, vor- um við því sem næst jafnir, en þá lienti mig tals- verð ólieppni í snúningi, og við það tapaði ég einni lengd minni. Við þetta var engu Iíkara en Hafliða yxi ásmegin, því að nú herti Iiann ákaft sundið og dró enn i sundur með okkur. Er ég sneri við á síðustu 50 m., leit ég upp og sá, að Hafliði var kominn svo langt á undan, að lítil von væri um sig- urinn. Hinsvegar var ég ákveðin í að gera mitt ítrasta til þess, að honum yrði sigurinn ekki of auðunninn, og tók ég nú á öllu, sem ég átti til. Bil- ið á milli okkar styttist nú óðum, en að sama skapi stvttist leiðin að endamarkinu. Þessu lauk þó svo, að mér auðnaðist að laka í endamarkið augna- hliki á undan, en tími okkar var sá sami. Utanfarir. Mér hefur lilotnazt sú ánægja að vera þátttakandi í tveim ferðum ísl. íþróttamanna, til keppni á er- lendum vettvangi. Sú fyrri var á Olympíuleikana í Berlín árið 1936, en þangað fór flokkur sundmanna til keppni I sundknattleik. Sú síðari var ferðin til London, á Evrópumeistaramótið, árið 1938. I þetta sinn vorum við aðeins tveir keppendur frá Islandi, Ingi Sveinsson, sem tók þátt I 200 m. bringusundi og ég, sem tók þátt I 400 m. frjáls aðferð og 1500 m. frjáls aðferð. í þessum ferðum vorum við reynd- ar ekki sigursælir, og kemur þar eðlilega þrennt til greina. Fyrst og fremst kom hin langa sjóferð okkur úr æfingu. Þá má og telja loftlagsbreyting- una og brevtt mataræði. Allt þetta varð til þess, að

x

Íþróttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.