Íþróttablaðið - 01.03.1944, Side 11
ÍÞRÓTTABLAÐIÐ
íslenzkir íþróttamenn:
Jónas Halldórsson
Jónasi Halldórssyni sundgarpi er að þessu sinni
yefið orðið í 1þróttablaðinu uin íþróttaferil sinn til
þessa dags.
Það er óþarfi að taka það fram.að Jónas er ö-
umdeiianlega bezti og fjölhæfasti sundmaður, sem
nið íslendingar höfum átt frá því að sundíþróttin
var vakin til nýs lífs hér á landi. Hann hefur alls
sett 53 sundmet og hlotið á 2. hundrað verðlaun,
nær allt fyrstu verðlaun. Árið 1932 var Jónas sæmd-
ur Álafoss-gullorðunni, en 1938 gullorðu I.S.Í. fyrir
að setja 11 íslandsmet á einu ári. Er það i fyrsta
og seinasta skipti, sem nokkur íþróttamaður hefur
verið sæmdur þeirri orðu. Árið eftir hlaut hann
gullhúðaða silfurorðu frá Í.S.Í. fyrir að setja 8 met.
Jónas er fæddur 13. júní 1915 að Hnausum í Vill-
ingaholtshreppi í Árnessýslu. Árið 1928 gekk hann
i sundfélagið Ægi og hefur ávalit keppt fyrir það
félag.
Ég læri skriðsund.
Það er upphaf þessa máls, að ritnefnd fþrótta-
blaðsins kom að máli við mig, og bað mig að segja
lesendum blaðsins eittlrvað um sjálfan mig og
íþróttaferil minn.Flestum mun þykja þetta ó-
skemmtilegt verk og svo er um mig, en samt mun
ég reyna.
Fyrstu kynni mín af sundíþróttinni fékk ég
j)egar ég var 7 ára. Ég fór með fósturföður mín-
um niður á steinbryggju til að borfa á „Nýárs-
sundið“. Það var árið 1922. Þegar flokluir sund-
manna gekk niður á bryggjuna og lúðrasveitin
lék „Táp og fjör og frískir menn“ var ég ákaf-
lega hrifinn. Er heim kom, trúði ég fósturfor-
eldrum mínum fyrir jiví, að mig langaði til að
læra að synda liið fyrsta og verða kappsunds-
maður. Ekki man ég hvort þessi áhugi minn fyr-
ir sundinu varði lengi, en sumarið eftir fór ég
þó að skvampa i Sundlaugunum með félögum
mínum úr Vesturbænum, en þar átti ég þá heima.
Er ég var 10 ára fluttist ég með fósturforeldrum
mínum að Laugalæk við Kleppsveg. Nú batnaði
aðstaða mín til að skvampa í vatni til mikilla
muna. Á þessu skvampi lærði ég að synda, en
um reglulega æfingu var sannarlega elcki að ræða.
Jónas Halldórsson.
Mig langaði mjög mikið til jæss að láta innrita
mig í eitthvað af sundfélögum bæjarins til að
læra skriðsund, en sökum feimni sótti ég ekki um
inngöngu í neitt þeirra. Ég tólc j)ví j)að ráð að reyna
að æfa mig sjálfur. I hvert sinn, er Jón Pálsson
sundkennari var að kenna skriðsund, faldi ég mig
undir brúnni í laugunum og fylgdist með j)ví af
mikilli atbygli, bvernig liann lét nemendur sína
æfa sig. Er ég þóttist svo öruggur að hann sæi
ekki til mín, brá ég fyrir mig skriðsundinu. En
eitt sinn fór svo þessi leyniæfing mín út um j)úf-
ur. Ég hafði ekki farið nógu gætilega. Jón bafði
komið auga á mig og tók mig tali og bað mig að
synda fyrir sig skriðsund. Ég færðist ákaft undan
og sagðist ekkert kunna. Endirinn varð j)ó sá, að
engar undanfærslur dugðu. Ég man enn glöggt livað
bann sagði, er ég loks bafði synt fyrir hann. „Þú átt
endilega að æfa skriðsund, Jónas. Ég ætla ekki að
gefa þér neinar tálvonir, en því skal ég lofa j)ér,
að j)ú verður góður sundmaður, ef j)ú æfir vel.“
Þetta var uppbafið að j)ví, að ég fór að æfa undir
bandleiðslu hans, og hef ég aldrei iðrast þess, þvi
að honum á ég fyrst og fremst að j)akka þann á-
rangur, sem mér tókst að ná, því að auk j)ess, að
Jón hafði alltaf brennandi ábuga fyrir að æfa
mig, var hann sívakandi yfir því, að áhugi minn
dofnaði ekki á þeim árum, sem unglingum bættir
mest til að bvarfla úr einu i annað.
Fyrstu kappsundin.
Árið 1928 gekk ég i Sundfélagið Ægi og tók árið