Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.06.1945, Page 10

Íþróttablaðið - 01.06.1945, Page 10
2 ÍÞRÓTTABLAÐIÐ Þorsteinn Einarsson: Þjóðskáldið Jónas Hallgrímsson og sundmennt íslendinga. i. Þann 28. maí s. 1. minntust íslendingar 100 ára dánardægurs þjóðskáldsins og brantryðjandans Jónasar Hallgrímssonar. Einn þátturinn í endurreisnar- starfi Jónasar Hallgrímssonar og félaga iians, Fjölnismanna, var að örva landsmenn til sundiðk- ana. Jónas Hallgrímsson þýddi, jók við og lagfærði danskar sundreglur og lauk því verki 1. raarz 1836 með þessuni einkunn- arorðum: Öllum vöskum og efni- legum unglingum á íslandi, sem unna góðri menntun og íþrótt- um feðra sinna, eignum við þessi blöð vinsamlega. íslenzkir íþróttamenn vilja því lieiðra Jón- as á þessum minningardegi. Hann var einn í hópi þeirra ágætu námssveina frá Bessa- staðaskóla, sem tömdu sér íþrótt- ir feðra sinna, urðu syndir sem selir, táglímnir og fimir til stökkva. Hann taldi iþróttirnar í hópi menntagreinanna. Hann samdi fyrstur ísl. kennslu- bókina í íþróttum. Fvrir þetta þrennt hljótum við isl. íþróttamenn að lialda á loft minningu Jónasar, auk þess, sem við heiðrum hann sem skáld, náttúrufræðing og brautryðj- anda. II. Hvernig var sundmennt Is- lendinga.á dögum Jónasar? Jónas getur þess í formálan- um fyrir sundreglunum (1836), að varla sé ofhermt, að fyrir 14 eða 15 árum (1821—1822) hafi ekki verið fleiri en svo sem 6 menn á öllu landinu, sem voru sjálfbjarga, ef þeir lentu í polli, sem þeir náðu ekki niðri í. Það, að hann miðar við 14 eða 15 ár aftur í tímann, stafar af því, að 1821 byrjar Jón Þorláks- son Kjærnested frá Skriðu í Hörgárdal að kenna sund. Fyr- ir 1821 mun bvergi hafa farið fram skipulag sundkennsla und- ir stjórn og tilsögn vel sundlærðs manns. Frá því er byggð hófst á Islandi eru frá öllum ölduni til heimildir fyrir sundkunnáttu íslendinga, þó að fjöldi sund- færra íslendinga fari fækkandi eftir því sem frá dregur Sögu- öldinni og fram lil 1821, þá er Nachtegall. öruggt að á öllum öldum, frá því að land byg'gist, hafa verið liér á landi uppi góðir sund- menn, sem lært hafa sund hér heima. I Annálum 19. aldar I. hefti, eftir séra Pétur Guðmunds- son, er þess getið, að í lok 18. aldar voru fremstir sundmenn taldir: Jón Vídalín, bróðir Geirs biskups, Sæmúndur prestur Hólm, er nam sund erlendis og Snorri prestur að Húsafelli, sem bafði verið orðlagður sundmað- ur. Tveir þessara manna eru lif- andi 1821 og samkvæmt Annál- um 19. aldar og endurminning- um Páls Melsteðs, voru þeir Dr. Hallgrímur Scheving, Björn Gunnlaugsson, Árni Thorlacius kaupmaður, dr. Gísli Brynjólfs- son allir góðir sundmenn. Þessir eru líkast til þeir 6 Islendingar, sem Jónas telur vel sundfæra 1821. I byrjun aldarinnar liinnar 19. er vitað að nokkrir landsmanna væru syndir, samanber bls. 11 i I. hefti Annála 19. aldar, þar sem aðeins eru taldir fremstu sundmenn landsins. Um aldamótin eru biskups- setraskólarnir fluttir til Reykja- víkur. Vitað er um heimildir fvrir sundiðkunum í Hólaskóla og í Skálholtsskóla, en hvergi verður séð að skólasveinar Hóla- vallaskólans í Reykjavík hafi iðkað sund, en þegar eftir flutn- ing skólans að Bessastöðum 1805 hefja piltar sundiðkanir. Sá er var einna sundhæfastur náms- sveina á fyrstu starfsárum Bessa- staðaskóla var dr. Gísli Brynjólfs-

x

Íþróttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.