Íþróttablaðið - 01.06.1945, Page 14
6
ÍÞRÓTT ABL AÐIÐ
hann þá út í vatnið upp í axlir
og gat náð í bróður sinn og dreg-
ið hann á land. Síðan dró hann
upp netið og kom prestur þá
upp með djúptoginu, er flækst
hafði um hann. Virtist þeim
bræðrum liann dáinn og lögðu
hann til, án þess að hafa tilraun-
ir nokkrar honum til endurlífg-
unar, því að þá skorti ráðdeild
og kunnáttu til þess. Fóru þeir
siðan heim og sögðu tíðindin. Lík-
ið var tafarlaust sótt, flutt að
Hrauni og þaðan húið til greftr-
unar“.
Þessi er frásagan um dauða
Hallgríms föður Jónasar. Jónas
var þá 9 ára og mjög hændur
að föður sínum. Söknuður lians
mun hafa verið sár og oft verð-
ur lians vart í Ijóðum Jónasar,
t. <i. í þessum erindum:
„Ungur var ég forðum
fór ég einn saman
föður sviftur,
er fremst mér unni;
þannig liðu
langir dagar
meini blandnir
á marga lund.
Þá var ég ungur,
er unnir luku
föðuraugum
fyrir mér saman;
man ég þó missi
minn í heimi
fyrstan og sárstan,
er mér faðir hvarf“.
Þessi atburður mun ávallt
hafa verið Jónasi minnisstæður.
Jónas var fæddur náttúrufræð-
ingur, sem leitaði að orsökum.
Sú gáfa mun hafa sýnt honum
snemma hvað sundknnnáttan
getur skirrt miklum vandræð-
Um.
Hann hefur því áreiðanlega
mjög, vegna ])ess viljað stuðla
að því,að sundkunnáttan fækk-
aði slíkum slysum.
Hin sérstaða Jónasar, kynni
hans af starfi Jóns Þ. Kjærne-
steðs, hefur fært honum heim-
sanninn um nauðsyn leiðbein-
inga um byggingu sundstaða,
starfrækslu þeirra og' að menn
gætu lært sund af sjálfum sér
með skriflegri fyrirsögn og síð-
ast en ekki sizt ýmsar varúðar-
ráðstafanir.
V.
Áhrif sundreglanna á sundiðk-
anir íslendinga eru mikil. Þau
eru sum sýnileg. Þar á ég við
fyrirhleðslur og sundhylji, sem
enn ájást sem grasigrónar lautir
víða um land og eru frá þessum
sundörvunarárum. Víða er illt
að segja með vissu um tilveru
þessara gömlu sundstaða. Einn
er til frá dögum Guðbrandar
biskups Þorlákssonar, svo eru
enn aðrir frá upphafsárum ung-
mennafélaganna.
Fjölnismenn hrifu landsmenn
úr „holtaþokunni“ með eggjun-
arorðum sínum jafnt í bimdnu
og óbundnu máli. Þeir hrifu
æskulýðinn til þess að endur-
vekja íþróttir feðra sinna. Ör-
uggt er, eins og Ólafur Davíðs-
sön getur um, að Sund-Gestur
var fenginn til kennslu til ýmsra
byggðarlaga fyrir áhrif frá sund-
reglum Fjölnismanna.
VI.
Björn Jónsson ritstjóri gaf
sundreglurnar út í annarri útgáfu
sumarið 1891, i tilefni af því, að
þá var í 4. eða 5. sinn tekin upp
sundkennsla við Laugarnar í
Reykjávík. Sundkennslan bafði
lagst þar niður 1887 við drukkn-
un Björns Blöndals sundkenn-
ara, en 1891 hefur Páll Erlings-
son sundkennslu. Með honum
hefst nýr þáttur í sundsögu Is-
lendinga. Við eignumst sund-
kennara sem helgar sig sund-
kennslunni og við getum sagt
að það stofnist sundskóli, sem
enn starfar og hefur haft víð-
tæk álirif á sundmennt okkar.
Það er einnig annar atburður
sundsögunnar tengdur við árið
1891, en hann er sá, að stiptsyf-
irvaldið gengst fyrir því, að
skólapiltar úr einum bekk Lat-
ínuskólans taka þátt í sundnám-
inu og með því var stigið fyrsta
sporið af hálfu þess opinbera að
gera alla skólagengna menn
synda.
Björn Jónsson mun hafa átt
frumkvæðið að báðum þessum
ráðstöfunum. Fyrst að Páll Er-
lingsson var fenginn til sund-
kennslu og námskeiðinu hrint á
á stað og svo í öðru lagi að
námssveinunum var gefinn kost-
ur á sundnámi.
Björn Jónsson lagfærði ýms
atriði í sundreglunum, sem
reynslan hafði sýnt að betur
bentaði og eins ritaði bann
mjög fróðlegan viðbætir um búð-
ina, sjóböð, volgar sundlaugar,
steypuböð og gufuböð og þar á
meðal ágætar reglur varðandi
öryggi og hreinlæti.
1932 gaf ísafoldarprentsmiðja
h/f. í Rvik út II. hefti 1 af Rit-
um Jónasar Hallgrímssonar og
þar voru sundreglur Fjölnis-
manna prentaðar í 3. sinn.
Nú er í prentun kennslubók í
sundi aðallega ætluð skólum
vegna sundskyldunnar. Sú bók
mun tileinkuð Jónasi Hallgríms-
svni og kallast Sundreglur.