Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.06.1945, Síða 21

Íþróttablaðið - 01.06.1945, Síða 21
ÍÞRÓTTABLAÐIÐ 13 Illurk: Vorhlaupin í Reykjavík. f.R. vann VíðavangshlaupiS, en K.R. átti fyrsta mann. Þritugasta VíSavangshlaup Í.R. fór fram sumardaginn fyrsta, 19. apríl. Keppendur vom 13 talsins, 7 frá Ár- manni og 4 frá I.R., cn aðeins 2 frá K.R. eða ekki full sveit. Hlaupin var ný ieið, byrjað í úthverfi bæjarins eins og í fyrra og endað á Fríkirkju- vegi móts við Bindindishöllina. Úr- slit urðu þau, að Í.R. sigraði, í fyrsta sinn síðan 1920, er önnur félög fóru að tuka þátt í því. Fyrstu 4 árin sendi Í.R. eitt keppendur í hlaupið. Sveit Í.R. fékk 13 stig (2.,5. og 6. mann), A-sveit Ármanns 14 stig (3., 4. og 7. mann) og B-tsveit Ármanns 28 stig (8., 9. og 11. mann). Röðin í mark varð þessi: Sveit Í.R.: Jóhannes, Óskar, Sigur- gísli. 1. Har. Björnsson, K.R. 13:10,8 m. 2. Óskar Jónsson, l.R. 13:11,0 — 3. Hörður Hafliðason, Á. 13:13,2 — 4. Árni Kjartansson, Á. 13:15,0 •— 5. Jóhannes Jónsson, Í.R. 13:17,0 .— 0. Sigurg. Sigurðss., Í.R. 13:24,0 — 7. Reynir Kjartansson, Á. 13:30,0 —• 8. Helgi Óskarsson, Á. 13:30,0 — 9. Gunnar Gíslason, Á. 13:38,0 — 10. Magnús .Björnsson, Í.R. 13:39,0 —- 11. Steinar Þorfinnss., Á. 13:55,0 -—• 12. Oddgeir Sveinss., K.R. 14:09,0 —- 13. Jóhann Vigfússon, Á. 14:17,0 — Eins og tímarnir bera með sér var keppnin afar hörð. Leiddi Óskar hlaupið þegar komið var á Fríkirkju- veginn (af Sóleyjargötunni), en Har- aldur fór svo fram úr rétt við markið. Veður var óhagstætt, hvass vindur mestmegnis á móti og slyddubylur öðru hvoru. Má þvi telja tíma kepp- enda ágætan, en vegalengdin er um 4 km. Að þessu sinni var keppt í fyrsta sinn um nýjan bikar, sem Dagblað- ið Vísir hefur gefið. Ármann vann drengjahlaupið og bikarinn til eignar. 23. Drengjahlaup Ármanns fór fram sunnudagínn 22. apríl s.l. kl. 10)4 f. h. Úrslit urðu þau að Ármann sigr- aði með 6 stigum, átti 3 fyrstu menn. Sveit Í.R. fékk 17 stig (4., 0. og 7.) og sveit K.R. 27% stig (5., 10., 11. Haraldur og Óskar við mnrkið. Drengjasveit Ármanns: Stefán, Gunnar og Jón.

x

Íþróttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.