Íþróttablaðið - 01.06.1950, Blaðsíða 6
90
IÞRÓTTABLAÐIÐ
Jafntefli
3inna og Jslcndinga
í landsleiknum
íþróttum fyrir Kanada. I kringlu-
kasti varð hann þriðji maður á mót-
inu. Auk þessa hefur Sveinn lagt
stund á aðrar íþróttir s. s. þrístökk
og hástökk. Hann hefur tekið þátt
í mörgum landsmótum Kanada og
orðið stigahasstur í 7 skipti á þeim
mótum. Þá hefur hann nokkrum
sinnum tekið þátt í íslendingadags-
keppninni, sem árlega er haldin að
Gimli. Landsmót var haldið í Kan-
ada í júlí sl. til þess að velja menn
á Auckland mótið. Var Sveinn sá
eini, sem vann þar í tveimur íþrótt-
um. — Sveinn er 38 ára gamall,
mjög hár vexti, beinvaxinn og þrek-
legur. Hann er hæglátur í fram-
komu, heldur fátalaður um hagi
sína, vill ekki gera mikið úr afrek-
um sínum. Hann kveðst ekki hafa
byrjað á kringlukasti fyrr en 22 ára
að aldri og ekki æfa að staðaldri,
aðeins nokkrar vikur fyrir mót.
Telur hann það reyndar ófullnægj-
andi, en sá er háttur í Kanada, að
þar eru haldin tvö aðalmót á ári
og búi menn sig undir þau sérstak-
lega. Telur hann íslendinga standa
framar Kanadamönnum í mörgum
greinum á sviði íþrótta.
Sveinn er vegagerðarmaður og
tekur ásamt bróður sínum verk í
ákvæðisvinnu fyrir ríkisstjórn Kan-
ada. Hafa þeir bræður vélakost
mikinn og starfsmenn marga, enda
afkasta þeir miklu á hverju sumri.
Sveinn er fæddur í Kanada og
hefur aldrei séð ísland fyrr. En
foreldrar hans eru fæddir hér
heima, faðirinn Skúli Sigfússon er
frá Nesi í Norðfirði og móðirin
Guðrún Guðmundsdóttir frá Hraða
stöðum í Mosfellssveit. Eiga þau
hjónin heima í Lundar. Hefur Skúli
verið þingmaður í 25 ár. Þau eiga
7 börn. Dóttir þeirra, María, er gift
Birni Halldórssyni lögfræðing á
Það var talsverð eftirvænting,
þegar fyrsti landsleikurinn í hand-
knattleik hófst á Iþróttavellinum í
Reykjavík 23. maí sl. Áhorfendur
streymdu inn á völlinn í blíðviðrinu,
og skipuðu sér þétt beggja vegna.
Keppendur, Finnar og Islendingar,
gengu fylktu liði inn á völlinn,
þannig, að Finni gekk við hlið Is-
iendings, en í fararbroddi dómari,
Halldór Erlendsson. Finnar voru
klæddir hvítum búningum, en Is-
lendingar bláum.
Var flokknum vel fagnað á göng-
unni. Staðnæmdust leikmenn fyrir
framan stúkusæti. Flutti þá Er-
lingur Pálsson, varaforseti ISl, á-
varp og bauð gesti velkomna til
leiks og minntist Finnlands og
finnskra íþrótta. Þá voru leiknir
þjóðsöngvar landanna.
Því næst hófst leikurinn. Finnar
voru liprir og léttir í samspili, og
Islendingar virtust ekki fullkom-
lega búnir að átta sig á aðstæð-
um, svo að Finnar runnu með
Akureyri. Kom Sveinn hingað aðal-
lega til þess að finna hana. Þegar
Sveinn er spurður, hvernig honum
lítist á Island, svarar hann: Það
er nú svo, að flestum mun finnast
fallegast á æskustöðvunum. Eftir
frásögn foreldra minna er hvergi
eins fallegt og á íslandi. En mér
finnst nú ekki eins fallegt hér og
þau létu af, — fer mér því svipað
og þeim. En hér er margt aðlaðandi
fyrir ferðamenn, ekki sízt Þingvell-
ir og aðrir sögustaðir.
knöttinnn tvisvar að marki á fyrstu
mínútunum, og þegar fjórar mín-
útur voru liðnar af leik, voru Finn-
ar búnir að skora 2 mörk, annað
af löngu færi.
íslendingar höfðu að visu gert
upphlaup, en mistekizt. Það leit
því ekki vel út eftir fyrstu mínút-
urnar. En brátt tóku Islendingar vel
á móti og gerðu margar atrennur
að marki Finna, en þær mistókust
allar. Var eftirtektarvert, að fjögur
skot Isl. í þessum hálfleik fóru í
markstangir Finna. Leikurinn var
ekki harður, en þó áttu báðir mark-
verðir í vök að verjast annað veifið.
Markmaður Finna, E. Spring, varði
markið með ró og af mikilli kunn-
áttu, Sólmundur Jónsson, mark-
maður Isl. var einnig ágætur, þótt
hann virtist skorta öryggi til jafns
við Finnann. En hann varði oft
mjög hættuleg skot frá Finnum.
Fyrir hálfleik lauk með 2:0, Finn-
um í hag.
1 seinni hálfleik færðist meira
fjör í tuskurnar, einkum er líða
tók að leikslokum. Islendingar voru
nú hraðsæknari og móðmeiri, enda
tókst þeim að rétta hlaut sinn að
fullu. Settu þeir 3 mörk á Finna,
en Finnar aðeins eitt, svo að úrslit
urðu jafntefli 3:3. Mörk Islendinga
settu Valur Benediktsson á 4. mín.,
Birgir Þorgilsson á 18. mín., og á
19. mín. setti Orri Gunnarsson
þriðja markið. En á 20 mín. skor-
uðu Finnar eitt mark.
Að leikslokum létu báðir flokkar
vel yfir úrslitum. Finnar létu þau