Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.10.1965, Blaðsíða 4

Íþróttablaðið - 01.10.1965, Blaðsíða 4
fararbroddi. Húsið var fullskip- að. Þá flutti forseti Alþjóða Olympíunefndarinnar ræðu, þakkaði viðtökurnar og minnt- ist hugsjóna Olympíuleikanna og starfsemi í rúm 70 ár, sem væri í þágu allra þjóða, en Al- þjóða-Olympíunefndin var stofnuð 23. júní 1894 í Parísar- borg, að frumkvæði franska íþróttaleiðtogans Pierre de Cou- bertin. Bað hann að lokum Franco, einræðisherra Spán- verja, að sitja Olympíuþingið, sem hann og gerði. Síðar um kvöldið bauð Franco þingfull- trúunum á sinn fund í stjórnar- höllinni. Þar sæmdi hann for- seta Alþjóða Olympíunefndar- innar heiðursmerki. Áður en ræðuhöldin hófust við þingsetn- inguna, lék Symfóníu-hljómsveit Madridar nokkur fögur hljóm- sveitarverk, sem mikil ánægja var að heyra. Að lokum lék hljómsveitin þjóðsöng Spán- verja og Olympíu-hljómkvið- una, en nær 200 manns voru í hljómsveitinni. Væri skemmti- legt ef við ættum svo f jölmenna hljómsveit. Daginn eftir hófust svo þing- fundir, en þeir fóru fram í gisti- húsinu Palaco og stóðu yfir daglega í vikutíma, eins og áð- ur segir. 38 málefni lágu fyrir þinginu, og voru mörg þeirra vandasöm og erfið úrlausnar, eins og um þátttöku Þýzka- lands í leikunum. Eins og áður segir tókst samkomulag um þátttöku Austur- og Vestur- Þjóðverja í Olympíuleikunum á þann hátt, að þeir skyldu keppa sameiginlega, sem EIN þjóð, ganga inn á leikvöllinn undir hinum gamla þrílita þjóðfána þeirra, með Olympíuhringjun- um fimm í miðju fánans, eins og var á Tokyo-leikunum 1964. Heimilt var þeim þó að ganga í tveimur fylkingum inn á leik- völlinn, ef þeir vildu það heldur. Báðir forystumenn Olympíu- nefnda Þjóðverja, lýstu ánægju- sinni yfir þessum úrslitum. Þá var mikið rætt um keppn- isgreinar sumarleikanna, hve margar þær skyldu vera. Áður var búið að samþykkja að þær skyldu vera 18 í Mexico City 1968, auk tveggja sýninga- íþrótta. En nú var samþykkt að keppnisgreinarnar skyldu vera 21 alls á Olympíuleikunum 1972. Hinar nýju íþróttagreinar voru bogskot, handknattleikur og japanska glíman Judo. Munu allir handknattleiksmenn fagna því, að nú loksins er handknatt- leikur Olympíuíþrótt. En í þess- ari flokkaíþrótt hefur Islending- um vaxið ásmegin hin síðari ár- in, eins og alkunnugt er. Þar sem íþróttagreinum er mjög áskipað á sumarleikunum var nokkuð rætt um það, hvort ekki mundi heppilegra að flytja nokkrar íþróttir frá sumarleik- unum á vetrarleikina, eins og blak, handknattleik, körfuknatt- leik o.fl. — þar sem hér væri eiginlega um vetraríþróttir að ræða, sem auk þess færu fram innanhúss. Þó var ekkert end- anlega afráðið um þetta. — Virðist þó hér vera fundin leið til að fækka íþróttagreinum sumarleikanna, sem nú er varla hægt að ljúka á hálfum mánuði eins og vera ber. — Þá hafa nokkur vandamál skapazt vegna knattspyrnunnar. Eins og kunnugt er keppa áhugamenn og atvinnumenn innan Alþjóða- knattspyrnusambandsins (FIF A), en á Olympíuleikunum mega aðeins keppa áhugamenn. Hefur því komið til mála að FIFA yrði aðeins samband á- hugamanna, en að atvinnumenn yrðu að stofna sitt sérstaka samband. Er þetta nú í athug- un fyrir næsta þing þeirra. Þá voru ræddar tillögur um breyt- ingar á Olympíulögunum og flestar þeirra samþykktar, ganga þær í þá átt að fullkomna skipulag Olympíuleikanna, svo að þeir verði sú friðar- og frels- is-hátíð, sem alhr þrá og óska. Um htarhátt keppandans, stjórnmálaskoðun eða trúar- brögð, var ekki deilt, enda hafa þau engin áhrif eða þýðingu á þátttöku keppandans í Olymp- íuleikunum: Þar eru allir jafn réttháir. Og frá því mikils- verða atriði verður aldrei fallið. Olympíuleikirnir standa og falla með þessu ákvæði, um fuht frelsi keppandans á leikvelli, þar sem stjórnmálaskoðun hans, trúmál eða litarháttur hefur ekkert að segja, heldur aðeins afrek hans og ágæti. Af þessum ástæðum er Olympíuleikir nú- tímans mesta frelsis- og friðar- hátíð mannkynsins í verki. Olympíuleikirnir eru haldnir fjórða hvert ár víðsvegar um heim. Á leikvehinum er aðeins spurt um afrek og ágæti keppandans: Hvað hann geti hlaupið hratt, stokkið hátt, glímt glæsilega, synt rösklega eða farið létt á skíðum. Keppandinn á að sanna oss manngildi sitt og mátt, með því að hlaupa hraðar en keppi- nauturinn, stökkva hærra, glíma glæsilegra, synda rösk- legar eða fara léttar á skíðum, hvort sem er í bruni, göngu, stökki eða svigi. Þess vegna er það svo mikilsvert að íþrótta- maðurinn æfi svikalaust. Hann nær aldrei verulega góðum árangri, nema hann æfi daglega 184

x

Íþróttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.