Íþróttablaðið - 01.10.1965, Blaðsíða 16
Vlðavangshlaup I.R. 1916.
Talið frá vinstri: Guðm. Kr. Guðjónsson, Tómas Þorsteinsson, Ottó
B. Arnar, Öl. Sveinsson, Jón Kaldal, Ágúst Ármann, Jón Þorkelsson.
sigurvegari í þessu sama hlaupi,
tekur forustuna á Vatnsmýrar-
túnunum, þó með Jón Kaldal
rétt á eftir sér. Á Laufásveg-
inum fara þessir tveir að
greikka sporið og eru hlið við
hlið þar til Kaldal pressar sig
fram fyrir Ólaf, áður en komið
er í Waagessundið, sem nú er
byggt, en það var síðasti sprett-
urinn, áður en komið var að
marki við Austurvöll. Þess má
geta, að fyrrnefnt sund var svo
þröngt, að ekki var hægt að
mætast þar án þess að ská-
skjóta sér framhjá þeim sem
mætti manni, var því enginn
möguleiki fyrir þá, sem eftir
komu, að fara fram hjá Jóni
án slysa.
Jón vinnur einnig hlaupið
1917, en sama daginn og hlaup-
ið fer fram 1918, hverfur Jón
af landi burt til náms í Ijós-
myndagerð og dvelur erlendis
um 7 ár, og tekur þar þátt í
fjölmörgum hlaupum og í-
þróttamótum, þar til hann
verður að leggja hlaupaskóna á
hilluna vegna sjúkdóms 1923.
Helztu afrek hans í hinum
ýmsu hlaupum á erlendum
vettvangi eru þessi, tekin upp
úr A. I. K.’s Medlemsblad 1925
í kveðjuskyni til hans frá félag-
inu, en þar var hann félagi, um
leið og hann hverfur aftur til
íslands og gerist virkur félagi í
I.R. og lætur mikið til sín taka
um ýms félagsmál er varða
íþróttir og íþróttamál.
Nokkur afrek í hlaupum unn-
in af Jóni Kaldal 1918—23:
1918 varð hann fyrstur í
3000 metra víðavangshlaupi.
Sama ár tekur hann þátt í 5000
metra hlaupi og sigrar á tím-
anum 16,40 mín.
1919 verður Jón nr. 1 í víða-
vangshlaupinu í Limnham og
hleypur 3000 m. á tímanum 9,18
mín.
1920 vinnur Jón í annað sinn
Marseliborgarhlaupið og einnig
Limnhamhlaupið og verður
meistari í 5000 m. hlaupi á
tímanum 15,32,2, tekur sama
ár þátt í Olympíuleikunum í
Antwerpen í 5000 m. hlaupi.
1921 vinnur Jón í 3ja sinn
Marseliborgarhlaupið og vinnur
þar með þann bikar til eignar.
Verður nr. 1 í Fælledparks-
hlaupinu í Höfn og aftur bezti
maður á 5000 m.
1922 vinnur Jón aftur 5000
m. hlaupið og þar með Spartas-
bikarinn til eignar eftir harða
keppni, og nær þar með sínum
bezta tíma í 5000 m., 15,23,0
mín., sem lengi stóð sem Islands-
met. — Eins og áður er
sagt, hættir Jón 1923, en áður
en það verður, vinnur hann enn
Limnhambikarinn til eignar.
Vms önnur afrek, sem ekki eru
talin, vinnur hann fyrir félagið
sitt, A. I. K., enda þakka félag-
ar hans honum með eftirfarandi
orðum, þýddum upp úr A. I. K.’s
Medlemsblad 1925, og finnst
mér þau lýsa manninum vel,
eftir þeim kynnum, sem ég hefi
af honum:
,,— — Með gleði minnumst
við ennþá kappmótanna, sem
hann tók þátt í, og alltaf kom
sigursæll frá, ef aðeins hann
væri í æfingu.
En meir og meir þvingaði
sjúkleiki hann frá leikvangin-
um — en áhugi hans fyrir okk-
ur eða hlaupunum var ekki bú-
inn — langt frá því.
Enginn virkaði eins upplífg-
andi á keppendur okkar, áður
en keppnin byrjaði, eins og
Kaldal. Þegar hann, með einu
orði, sagt af viljaþreki og skiln-
ingi, snéri sér til eins keppand-
ans okkar fyrir keppnina, — og
eftir á var eitt hrósyrði sem
smyrsl fyrir þann sigraða, og
aftur var höfðum lyft og vonin
196