Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.10.1965, Blaðsíða 14

Íþróttablaðið - 01.10.1965, Blaðsíða 14
Ellert Schram, fyrirliði KR, skorar eina mark KR í leiknum gegn Rosenborg á Laugardalsvelli. hefur gífurlega mikið að segja í keppni sem þessari. Norðmenn skoruðu strax á 8. mín. (Kjeve- land), en fleiri mörk voru ekki skoruð í fyrri hálfleik. Um miðjan síðari hálfleikinn tókst KR að jafna (Ellert Schram) og næstu mín. á eftir fengu KR- ingar mjög góð marktækifæri, sem þeim tókst ekki að nýta. Undir lokin voru kraftarnir búnir hjá KR-ingum og á stuttu millibili skoruðu Norðmenn tví- vegis (Kleveland og Petersen). Síðari leikur félaganna var í Þrándheimi 11. september og var mjög líkur hinum fyrri — yfirburðir Norðmanna greini- legir. Ekkert mark var skorað í fyrri hálfleik — en fljótlega í þeim síðari skoruðu Norð- menn tvívegis. Hinn ungi inn- herji, Einar Isfeld, lagaði markatöluna í 2—1 fyrir KR, en rétt fyrir leikslok skoruðu Norðmenn þriðja mark sitt. I þessum leikjum hlaut Heimir Guðjónsson, markvörð- ur KR, mest lof, en í leiknum í Reykjavík átti Ellert Schram einnig mjög góðan leik, og í Þrándheimi Hörður Felixson, sem kom þá aftur í liðið eftir nokkurra mánaða fjarveru. Iþróttasamband Islands. Ritstjórar: Hallur Símonarson og Örn Eiðsson. Blaðstjórn: Þorsteinn Einarsson, Benedikt Jakobsson, Sigurgeir Guðmannsson. Afgreiðsla: Skrifstofa lSl, Iþróttamiðstöðinni Sími 14955. Gjalddagi 1. maí. Steindórsprent h.f. 194

x

Íþróttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.