Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.10.1965, Blaðsíða 9

Íþróttablaðið - 01.10.1965, Blaðsíða 9
Sigurvegarar Þróttar í 2. deild. voru bornir út af, enda má segja, að síðasti vonarneisti Akraness til að jafna hafi slokknað, þegar þessir leikmenn yfirgáfu völlinn með svo svip- legum hætti. Eftir voru 9 Skagamenn á móti 11 KR-ing- um, og ekkert gat breytt úrslit- unum. Þegar Hannes Þ. Sigurðsson, dómari, flautaði til leiksloka, þusti múgur og margmenni inn á sjálfan völlinn og er það í fyrsta skipti í sögu Laugardals- vallarins, að slíkt gerist. Hér var mestmegnis um unglinga að ræða, sem vildu með marg- víslegum hætti votta leikmönn- um KR lítilsvirðingu. Svo voru lætin mikil, að það var með naumindum, að Björgvin Sehram, formaður Knatt- spyrnusambands Islands, gat afhent KR-ingum íslandsbikar- inn, sem þeir unnu nú í 19. sinn. Og þegar formaðurinn bað menn að hrópa ferfalt húrra fyrir sigurvegurunum kafnaði það í ólátum áhorfenda og aldr- ei hafa nýbakaðir Islands- meistarar fengið aðrar eins við- tökur.“ Þrátt fyrir þessi leiðinlegu lok mótsins var mótið í heild mjög vel heppnað — og þó enn liggi ekki lokatölur fyrir um aðsókn er þó nær öruggt, að fjárhagsávinningur af mótinu hefur aldrei verið meiri. Loka- staðan í mótinu varð þessi: K.R. 10 5 2 3 23-15 13 Akranes 10 6 1 3 24-16 13 Keflavík 10 4 3 3 18-15 11 Akureyri 10 5 1 4 14-19 11 Valur 10 3 1 6 19-24 7 Fram 10 2 1 7 10-19 5 Aðeins einu sinni áður hefur Islandsmótið unnizt á 13 stig- um — en það var 1962, þegar Fram og Valur urðu jöfn með þá stigatölu og Fram sigraði síðan í aukaleik eins og KR nú. Þó Fram hafi orðið að bíta í það súra epli að verða í neðsta sæti í mótinu var liðið þó lítið lakara en önnur félög, eins og bezt sést á því, að Fram sigraði Akurnesinga á Akranesi og töp- uðu fyrir sama liði með einu marki í Reykjavík eftir að hafa haft yfirtökin í leiknum allan síðari hálfleikinn og Fram tap- aði báðum leikjunum gegn Is- landsmeisturum KR með eins marks mun — sigurmark KR í báðum tilfellum skorað úr vítaspyrnu. En Fram á ungu, efnilegu liði á að skipa og því ólíklegt, að dvöl félagsins í 2. deild verði löng. En þó mótið hafi verið sorglegt fyrir Fram var það ekki síður sorglegt fyr- ir Val, sem stóð sig með mikl- um ágætum fjóra fyrstu leiki mótsins og var að þeim lokn- um í efsta sæti með sjö stig. En fleiri stig hlaut Valur ekki í mótinu — tapaði öllum sex síð- ustu leikjum sínum í mótinu. Þetta var ótrúlegt — og skýr- ing vandfundin — því Valur hefur ágætu liði á að skipa, en einhverjir þverbrestir í skap- gerð sumra leikmanna liðsins, virðast hafa verið afdrifaríkir. Keflvíkingum gekk illa fram- an af mótinu, en stóðu sig ágæt- Framh. á bls. 198. 189

x

Íþróttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.