Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.10.1965, Qupperneq 18

Íþróttablaðið - 01.10.1965, Qupperneq 18
Islandsmeistarar í... Framh. af bls. 189. lega síðari hluta þess, þótt sig- urmöguleikar liðsins yrðu að engu eftir tapleik á Akureyri — og það voru raunverulega Akureyringar, sem settu Kefl- víkinga út af laginu að þessu sinni — sigruðu í báðum leikj- unum. Akureyringar höfðu einnig sigurmöguleika allt fram á síðasta leik sinn í mótinu — en tap á Akranesi kom í veg fyrir fyrsta sigur þeirra í mót- inu. Um einstaka leikmenn eða lið verður ekki rætt hér frekar, en þess má geta, að miðherji KR, Baldvin Baldvinsson, sem hóf að leika með KR í vor, eftir að hafa leikið nokkur ár í Fram, varð lang markhæstur í mótinu með 12 mörk. Næstur var Eyleifur Hafsteinsson, Akranesi, með 7 mörk. Eins og áður segir er þetta 19. sigur KR í Islandsmótinu og hefur félagið sigrað mun oftar en nokkuð annað félag. Fram hef- ur sigrað 14 sinnum, Valur 12 sinnum, Akranes 6 sinnum, Vík- ingur tvívegis og Keflavík einu sinni. Þetta er í áttunda sinn, sem keppt er í 1. deild, en íslands- mótinu var breytt 1959 og þá tekin upp tvöföld umferð. Hér á eftir fer heildarárangur þeirra níu liða, sem leikið hafa í 1. deild frá byrjun. K.R. 70 43 13 14 204-93 : 100 Akranes 70 40 11 19 177-115 91 Valur 70 28 15 27 125-140 71 Pram 70 22 18 30 105-125 62 Keflavík 50 17 9 24 90-119 43 Akureyri 50 18 6 26 98-117 42 Þróttur 20 2 5 13 34-61 9 Hafn.fj. 10 0 1 9 5-34 1 Isafj. 10 0 1 9 2-36 1 Af þessu sést að fjögur lið hafa verið í deildinni frá byrj- un, en nú heltist eitt þeirra úr lestinni, Fram. — hsím. Þetta er kvennalandsliðið, sem lék við Dani í undankeppni heimsmeistaramótsins í handknattleik. Danir unnu báða leikina, þann fyrri með 16:9 og síðari leikinn með 15:6. Nánari frásögn af leikjunum verður í næsta blaði. 198

x

Íþróttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link til dette eksemplar: 8. tölublað (01.10.1965)
https://timarit.is/issue/408338

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.

8. tölublað (01.10.1965)

Iliuutsit: