Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.10.1965, Side 18

Íþróttablaðið - 01.10.1965, Side 18
Islandsmeistarar í... Framh. af bls. 189. lega síðari hluta þess, þótt sig- urmöguleikar liðsins yrðu að engu eftir tapleik á Akureyri — og það voru raunverulega Akureyringar, sem settu Kefl- víkinga út af laginu að þessu sinni — sigruðu í báðum leikj- unum. Akureyringar höfðu einnig sigurmöguleika allt fram á síðasta leik sinn í mótinu — en tap á Akranesi kom í veg fyrir fyrsta sigur þeirra í mót- inu. Um einstaka leikmenn eða lið verður ekki rætt hér frekar, en þess má geta, að miðherji KR, Baldvin Baldvinsson, sem hóf að leika með KR í vor, eftir að hafa leikið nokkur ár í Fram, varð lang markhæstur í mótinu með 12 mörk. Næstur var Eyleifur Hafsteinsson, Akranesi, með 7 mörk. Eins og áður segir er þetta 19. sigur KR í Islandsmótinu og hefur félagið sigrað mun oftar en nokkuð annað félag. Fram hef- ur sigrað 14 sinnum, Valur 12 sinnum, Akranes 6 sinnum, Vík- ingur tvívegis og Keflavík einu sinni. Þetta er í áttunda sinn, sem keppt er í 1. deild, en íslands- mótinu var breytt 1959 og þá tekin upp tvöföld umferð. Hér á eftir fer heildarárangur þeirra níu liða, sem leikið hafa í 1. deild frá byrjun. K.R. 70 43 13 14 204-93 : 100 Akranes 70 40 11 19 177-115 91 Valur 70 28 15 27 125-140 71 Pram 70 22 18 30 105-125 62 Keflavík 50 17 9 24 90-119 43 Akureyri 50 18 6 26 98-117 42 Þróttur 20 2 5 13 34-61 9 Hafn.fj. 10 0 1 9 5-34 1 Isafj. 10 0 1 9 2-36 1 Af þessu sést að fjögur lið hafa verið í deildinni frá byrj- un, en nú heltist eitt þeirra úr lestinni, Fram. — hsím. Þetta er kvennalandsliðið, sem lék við Dani í undankeppni heimsmeistaramótsins í handknattleik. Danir unnu báða leikina, þann fyrri með 16:9 og síðari leikinn með 15:6. Nánari frásögn af leikjunum verður í næsta blaði. 198

x

Íþróttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.