Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.08.1966, Blaðsíða 6

Íþróttablaðið - 01.08.1966, Blaðsíða 6
Sovézki markvörðurinn Jashin sýndi frábæra leikni. ina, og það án þess, að hafa sýnt nokkur veruleg tilþrif í landsleikjum síðustu mánuðina fyrir hana. Og í leikjunum sannaðist aðeins enn betur að menn eldast, og heimsmeistararnir frá 1958 og ’62 voru nú flestir orðnir of gamlir. Pele — sem flestir töldu að myndi vinna keppnina á eigin spýtur fyrir Brazilíu — meiddist strax í fyrsta leiknum gegn Búlgaríu, lék ekki gegn Ungverjalandi, og meiddist svo aftur gegn Portúgal, en ólíklegt er þó, að þessi meiðsli hins fræga leikmanns hafi nokkru breytt — einn maður vinnur ekki heims- meistarakeppni í knattspyrnu. Búlg- arar ráku lestina í þessum riðli — en það var álit margra, að liðið hefði haft möguleika að komast áfram, ef það hefði lent í einhverjum öðrum riðli. Lokastaðan í þriðja riðli varð þessi: Portúgal 3 3 0 0 9—2 6 Ungverjal. 3 2 0 1 7—5 4 Brazilía 3 1 0 2 4—6 2 Búlgaría 3 0 0 3 1—8 0 Jf. riðill. Þátttökulönd voru Sovétríkin, Norður-Kórea, Italía og Chile og var leikið á Roker Park í Sunderland og Ayrsome Park í Middlesborough. Leikirnir fóru þannig: Sovétríkin—N.-Kórea 3—0 Italía—Chile 2—0 Chile—N.-Kórea 1—1 Sovétríkin—Italía 1—0 N.-Kórea—Italía 1—0 Sovétríkin—Chile 2—1 Það ótrúlega skeði, að Italía — eitt af sigurstranglegustu liðum í iokakeppninni —■ komst ekki áfram vegna hins óþekkta liðs frá Norður- Kóreu. Margt óvænt skeði í keppn- inni, en að Kórea skyldi slá Italíu út kórónaði allt. 1 einu blaðinu stóð. „Italir reyndu allt sem þeir gátu til að jafna (gegn N-Kóreu). Aldrei hef- ur ítalskt landslið barizt jafn ákaft og af eins mikilli örvæntingu. Það var betra á öllum sviðum knattspyrn- unnar en kóreanska liðið — en allt kom fyrir ekki, knötturinn vildi ekki í netið. Ákaft hvattir af áhorfendum börðust Kóreumenn af öllum kröftum — öllu, sem Italir köstuðu á þá köstuðu þeir til baka •— og vissulega var dagurinn þeirra. Aldrei hefur er- lent lið á Englandi verið hvatt eins gífurlega... Hinn minni máttar hafði sigrað, og það er nokkuð, sem enskir áhorfendur kunna að meta. Liðið, sem enginn bjóst við neinu af, gerði hið ótrúlega... en sennilega verður þetta einn mesti sorgardagur í Italskri knattspyrnu, þar sem kunn- áttan og leiknin beið lægri hlut fyrir ódrepandi vilja og krafti.“ Sovétríkin áttu í litlum erfiðleik- um í sínum leikjum í riðlinum, og enda þótt, að nær alit varaliðið léki gegn Chile í síðasta leiknum, sigraði sovézka liðið í leiknum. Bronzliðið frá keppninni 1962, Chile, var ekki nema svipur hjá sjón miðað við þá keppni. Lokastaðan í riðlinum varð þannig: Sovétríkin 3 3 0 0 6—1 6 N.-Kórea 3 111 2—4 3 Italía 3 1 0 2 2—2 2 Chile 3 0 1 2 2—5 1 Og þar með voru aðeins átta lið eftir í keppninni, fimm frá Evrópu, tvö frá Suður-Ameríku og eitt frá Asíu. Fyrirfram var ákveðið hvernig liðin mættust í „átta liða úrslitum" eða eftir röð þeirra í riðlunum, nr. 1 I 1. riðli lék gegn nr. 2 í 2. riðli og svo framvegis. Leikirnir fjórir voru háðir sama dag, 23. júlí. eimslið Finn Spanning, Jyllands-Posten valdi þetta heimslið: Jashin — Cohen — J. Charlton — Becken- bauer — Wilson — Coluna — B. Charlton — Bene — Eusebio — Albert — Bakosi. Bezti Ieikmað- ur. Coluna, rétt á undan Bobby Charlton. England—Argentína 1—0. Þetta var leiðinlegur og grófur leikur, sem háður var á Wembley- leikvanginum í Lundúnum. Um tíma leit út fyrir, að dómarinn yrði að flauta leikinn af. Hann vísaði fyrir- liða Argentínu, Rattin, af leikvelli á 30. mín. i fyrri hálfleik fyrir grófan leik, og síendurtekin mótmæli. Leik- urinn tafðist í um 10 mín., þar sem Argentínumenn mótmæltu með því að ganga af leikvelli, en um síðir sneru hinir 10 þó aftur, og leiknum var haldið áfram. Argentína lék mjög sterkan varnarleik — og eftir að Rattin var vísað út af lagðist lið- ið algerlega í vörn í von um að halda jafntefli — en hlutkesti hefði þá ráðið hvort liðið héldi áfram í und- anúrslit. En 13 mín. fyrir leikslok tókst Geoff Hurst frá West Ham að skalla knöttinn í mark eftir send- ingu Martin Peters. Þar með var England komið í undanúrslit — og það var varamaðurinn Hurst — sem kom í stað Jimmy Greaves — sem tryggði þau úrslit. Eftir þennan leik skipaði FIFA — alþjóðaknattspyrnu- sambandið -— nefnd til að rannska 154

x

Íþróttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.