Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.08.1966, Blaðsíða 7

Íþróttablaðið - 01.08.1966, Blaðsíða 7
mál argentísku leikmannanna með tilliti til næstu heimsmeistarakeppni. V.-Þýskaland—Uruguay 4—0. Ekki var þessi leikur betri — og þar var einnig skapofsi Suður- Ameríkumanna — sem allt setti á annan endann. Að vísu eiga þeir nokkra afsökun, því enski dómarinn Pinney sá ekki augljósa vítaspyrnu (sjá mynd) Þjóðverjans Schnellingar fljótlega í leiknum, og það kom þeim úr jafnvægi — og þegar leið á leikinn var tveimur leikmönnum liðsins vísað af leikvelli. Þá fyrst náðu Þjóðverjar yfirtökunum, en þeir höfðu þó skor- að mark á 11. mínútu — og í síðari hálfleik var aðeins spurning hve mörg mörk Þjóðverjar skoruðu. Portúgál—N.-Kórea 5—3. Þetta var skemmtilegasti leikurinn 1 þessari umferð — og enn voru það hinir smávöxnu Kóreumenn, sem komu á óvart — þeir skoruðu strax á fyrstu mínútu leiksins og eftir 25 min. stóð 3—0 fyrir Kóreu! Áhorf- endur á Goodison Park í Liverpool vissu ekki sitt rjúkandi ráð - en þetta setti þó portúgölsku leikmennina ekki úr jafnvægi — að minnsta kosti ekki „svörtu perluna“ Eusebió og á næstu 35 mín. leiksins skoraði hann fjögur mörk og sneri taflinu alveg við og 10 mín., fyrir leikslok skoraði Augusto fimmta mark Portúgal. Það var greinilegt, að Kóreumenn höfðu „sprengt sig“ á hinum gífurlega hraða fyrst í leiknum — og þegar leið á leikinn dofnaði mjög leikur liðsins. En í heild var leikurinn þó mjög skemmtilegur — sennilega skemtilegasti leikurinn í keppninni — enda átta mörk í leik ekki dag- legur viðburður í HM — og auk þess prúðmannlega leikinn. Kóreumenn stóðu virkilega fyrir sinu í þessari keppni og féllu með sóma — og það er meira en hægt var að segja um mörg önnur lið í keppninni. Sovétríkin—Ungverjaland 2—1. „Bezta liðið i keppninni féll úr vegna þess, að það átti ekki mark- verði, sem höfðu getu eða kunnáttu til að keppa á HM“, sagði hinn frægi leikmaður, nú blaðamaður hjá Ex- press, Danny Blanchflower, eftir þennan leik. Tvívegis urðu markverði Ungverja á hin herfilegustu mistök í leiknum, sem sovézku leikmennirnir notfærðu sér vel og skoruðu. Þó Ung- verjar ættu miklu meira í leiknum tókst þeim illa að finna leið gegnum sovézku vörnina — og þegar það tókst var Jashin markvörður á sínum stað og varði frábærlega. Honum tókst þó ekki að hindra Bene að skora á 58. mín. og við það komst spennan í hámark og eins marks munur. En fleiri urðu mörkin ekki, þrátt fyrir stöðugar sóknarlotur Ungverja. Þeir máttu því halda heim við svo búið — en óhætt er að reikna með miklu af ungverska liðinu í framtiðinni, því flestir liðsmenn eru ungir leikmenn — reyndar það ungir, að fyrirfram var álitið að liðið hefði litla möguleika til að ná nokkrum árangri vegna reynsluleysis. Og þá var komið að undanúrslit- um og fjögur Evrópulið eftir. Þýzki bakvörourinn Scnneumger siær knotunn frá á marklinu í leiknum gegn Uruguay 155

x

Íþróttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.