Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.08.1966, Blaðsíða 10

Íþróttablaðið - 01.08.1966, Blaðsíða 10
Hið umdeilda þriðja mark Englands. Geoff Hurst sést ekki á myndinni. skaliaði í mark eftir aukaspyrnu fyr- irliðans Bobby Moore. Þjóðverjar voru heldur ágengari í fyrri hálfleik, en þegar leið á s. hálfleik. náði enska liðið yfirtökunum og nær stöðug sókn að þýzka markinu hlaut að gefa uppskeru. En Tilkowski varði mjög vel og það var ekki fyrr en eftir hálftíma leik, að Martin Peters tókst að skora. Mínúturnar snigluðust á- fram og allt virtist benda til að Eng- land myndi sigra. En á síðustu mín. leiksins var dæmd aukaspyma á England — mjög strangur dómur að áliti enskra blaðamanna — og upp úr henni tókst bakverðinum Weber Heimslið Italski blaðamaðurinn Walter Ravazzolo valdi þetta heimslið. Banks — Ponomarev — Stiles — Sjesternes — Wilson — B. Charl- ton — Moore — Emmerich — Malafejev — Eusebio — Porku- jan. Bezti leikmaður: Bobby Moore. að jafna fyrir Þýzkaland. Framleng- ing var því nauðsynleg. Enska liðið sótti miklu meira framan af og á 11. mín. átti liðið gott upphlaup, Hurst spyrnti knettinum að marki og hann fór undir þverslána og niður á völl- inn. Ensku leikmennirnir réttu upp hendurnar og fögnuðu marki -— dómarinn flautaði þó ekki — en línu- vörður veifaði. Hann taldi knöttinn hafa farið inn fyrir línuna, þegar hann kom niður og sannfærði dóm- arann, sem benti á miðjuna þrátt fyrir áköf mótmæli þýzku leik- mannanna. Síðari rannsóknir hafa þó leitt í ljós, að línuvörðurinn hafði rétt fyrir sér. Þetta var hið raun- verulega úrslitamark leiksins. Eftir það lagði enska liðið áherzlu á vörn- ina, og tókst að halda marki sínu hreinu. Síðustu mínúturnar lögðu Þjóðverjar allt í sóknina —■ og það varð til þess, að vörnin opnaðist illa. Á síðustu mínútunni náðu Englend- ingar snöggu upphlaupi og Hurst skoraði mjög fallegt mark — fjórða mark Englands og þriðja mark sitt í leiknum — fyrsti leikmaðurinn, sem skorar þrennu í úrslitaleik. Enska liðið vann verðskuldaðan sigur og það er ekki vafi á því, að 158 það var traustasta liðið í keppninni. Leikir þess voru að visu misjafnir -—■ en tveir þeir síðustu frábærir. Þjálf- ari liðsins er Alf Kamsey — hinn kunni fyrirliði Tottenham um 1950, enskur landsliðsmaður, og síðar framkvæmdastjóri Ipswich, sem hann tók við í þriðju deild og þrem- ur árum síðar vann það lið ensku deildakeppnina. Einstakur hæfileika- maður í sinni grein — og alger ein- valdur um val og þjálfun landsliðsins enska, sem hann tók við fyrir þrem- ur árum — fastur fyrir, en hélt sín- um leikmönnum hvað sem hver sagði, enda enska landsliðið undir hans stjórn eins og samæft félagslið. Hann á því mikinn heiður af því, að England sigraði, en í úrslitaleiknum léku þessir menn fyrir England. Banks (Leicester), Cohen (Fulham), Wilson (Everton), Stiles (Manch. Utd.) —- J. Charlton (Leeds) Moore (West Ham), Ball (Blackpool), Hunt (Liverpool), B. Charlton (Manch. Utd.), Hurst og Peters (West Ham). Auk þess léku fjórir aðrir leikmenn með liðinu í keppninni þeir Jimmy Greaves (Tottenham), Conneliy (Manch. Utd.) Paine (Southamton) og Callaghan (Liverpool). — hsím.

x

Íþróttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.