Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.12.1970, Side 4

Íþróttablaðið - 01.12.1970, Side 4
. . . hafa Almennar tryggingar haslað sér völl. Félagið hefur starfað á annan aldarfjórðung og jafnan leitast við að uppfylia þarfir íslenzkra tryggingartaka. ALMENNAR TRYGGINGAR" POSTHÚS8TRÆTI O 8ÍMI 17700 . ! ________________________________'J sjónvarpinu, Ómar, hvaða íþróttaefni er vinsælast? — Það er erfitt að dæma um það, en þó hygg ég, að enska knattspyrnan sé vinsælust. Knatt- spyrnan er langvinsælasta íþrótta- greinin hérlendis, ef marka má aðsókn að leikjum, og þess vegna er ekki óeðlilegt, að sjónvarpið verji miklum tíma til að sýna knattspyrnu. Hins vegar er það mín persónulega skoðun, að sjón- varpið megi ekki einblína um of á eina íþróttagrein, enda þótt dagblöðin hafi sínar „óskagrein- ar“. Blöðin seðja fréttaþorsta fólks í þessum efnum, en ég álít sjónvarpið vera meira heimilis- tæki. Þannig geta ýmsar íþrótta- greinar, sem ekki eiga upp á pallborðið hjá íslenzkum íþrótta- áhugamönnum, verið skemmti- legt sjónvarpsefni fyrir fjöldann, t. d. get ég nefnt fimleika, sem eru geysivinsælt efni. -— Nú hefur verið kvartað undan því, að sjónvarpið sé ekki alltaf með á nótunum og verði sér ekki úti um vinsælt íþróttaefni frá erlendum stór- mótum. Hvað viltu segja um það? — Eg neita því ekki, að íslenzk- ir sjónvarpsáhorfendur verða af ýmsu góðu íþróttaefni. En sök- in er ekki alltaf okkar. Vanda- málið er það, að íslenzka sjón- varpið er lítið og fjárvana, ef bor- ið er saman við erlendar sjón- varpsstöðvar. Við höfum hrein- lega ekki fjárhagslegt bolmagn til að greiða fyrir ýmis konar efni, sem á boðstólum er, því að í mörgum tilfellum eru skil- málarnir þannig, að gert er að skilyrði, að keypt sé mikið magn í einu. Ég get nefnt sem dæmi, að íslenzka sjónvarpið hafði áhuga á að fá þætti úr Evrópu- meistaramótinu í sundi, sem haldið var í Barcelona í sumar. En þá var gert að skilyrði, að við keyptum allt efnið — eða ekkert. Nú var það svo, að við höfðum hvorki efni á að kaupa sjónvarpsmynd frá öllu mótinu eða aðstöðu til að sýna það allt, því að það hefði tekið 2—3 daga. Ég get nefnt ótal fleiri dæmi hliðstæð þessu. —- Meta forráðamenn sjón- varpsins íþróttaefni sem skyldi? — Ég held, að mér sé óhætt að segja, að það sé sívaxandi skilningur á því, að íþróttaefni sé vinsælt dagskráratriði. Með Bifreiða- tryggingar ^ S Slysa- ^ tryggingar /\ Bruna- tryggingar TRYGGINGAMIÐSTOÐIN P AÐALSTRÆTI 6 - SÍM119460 236 ÍÞRÓTTABLAÐIÐ

x

Íþróttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.