Íþróttablaðið - 01.12.1970, Síða 18
frá íslancli léku í ánni Nið og
voru eigi ánægðir fyrr en full-
reynt var með þeim eftir 3 lot-
ur. Annars var sundið einnig
æft til öryggis í lífsbaráttunni,
sem oft var háð í vötnum, sjó
og við ár. Hernaðurinn mun
þó hafa mátt sín mest, eins og
fyrr er vikið að, eða, ef flýja
þurfti skip, sem óvinur var að
ná á sitt vald. Þá reið á að geta
synt langt í kafi, til þess að kom-
ast úr skotfæri spjóta og örva.
Þó að viðleitnin að halda sér
vel færum til þess að sækja and-
stæðing vopnum eða verjast með
vopnunr hafi mest stuðlað að iðk-
un íþrótta á Landnáms- og Sögu-
öld íslendinga (874—1200), þá
kröfðust atvinnuvegirnir engu
síður styrks, þreks og færni. í
fjöll var ekki lagt nema menn
kynnu að klifra. Til veiða að
vetri var ekki langt, nema kunna
að fara á skíðum eða skautum.
Þau tæki voru á stundum sam-
göngutæki. Víðáttan til lands
varð ekki yfirstigin, nema fætur
væru styrkir og brjóstið hraust
eða menn kynnu að sitja hest.
Yfir vötn, sund, firði og höf varð
eigi komizt, nema kunnátta væri
fyrir hendi að hagræða seglum
eða beita ári. Hvert sem litið
er til lífsvenja þessara forfeðra,
þá er það líkamsstyrkurinn, sem
er undirstaða allra athafna þeirra
og framsækni.
Hið frumstæða líf þeirra, sem
byggðist á því að kunna að nytja
það sem var hendi næst, leiddi
af sér leiki, sem voru samstofna
hinu harðneskjulega lífi. Kapp-
ið og keppnin einkenndu þessa
leiki. Heiðurinn af því að skara
fram úr náunganum varð eftir-
sóttarvert takmark. Knattleikui'-
inn, sem hinir fornu íslending-
ar iðkuðu mjög að haustlagi á
ísdögðum, grunnum vötnum eða
seftjörnum, var ekki raunveru-
legur hópleikur, heldur viður-
eign milli tveggja, þó skipt væri
liði og margir í leiknum í senn.
Knattleikurinn kemur víða við
söguþráð íslendingasagna. Mun
leikurinn hafa flutzt hingað
með Keltum og hafa líkzt þeim
leik, sem írar leika enn og nefna
Hurling. Leikið var með harð-
an knött. Þá voru fangbrögðin
eftirsóttur leikur. Að vísu mun
það hafa verið til, að tveir flokk-
ar kepptu, en oftar mun keppn-
in hafa verið milli einstaklinga.
Landnámsmenn flytja með sér
frá Skandinavíu hryggspennu og
brókartök. Hvort tveggja eru
fangbrögð. Hryggspennan var
meir aflraun, þar sem leitazt er
við að brjóta andstæðinginn á
bak aftur og tökin eru slík að
viðfangsmennirnir grípa hvor
utan um annan. Er menn geng-
ust að í brókartökum gripu þeir
í brækur hvors annars. Með þess-
um föstu gripum hvor á öðrum
leituðust þeir við að fella hvor
annan með fyrirfram ákveðnu
bragði, eins og enn þekkist í
Noregi, Svíþjóð og Finnlandi.
Af ýmsum heimildum má sjá,
að Keltarnir — þrælarnir —
hafa átzt við í fangbrögðum. Á
Bretlandseyjum eru víða til
fangbrögð, þar sem fótunum er
beitt til margs konar bragða. Má
hafa það fyrir satt, að fangbrögð
hinna norrænu manna og Kelt-
anna hafi runnið saman og þar
f--------------------------------------------------------------------------------------------s
Vandlátir bifreiðakaupendur velja sér bíla frá Chrysler-verksmiðjunum.
DODGE og PLYMOUTH
eru bílar hinna vandlátu.
DODGE og PLYMOUTH
eru sterkir og traustir bílar.
DODGE og PLYMOUTH
þola íslenzka staðhætti.
Chrysler-umboðið VÖKULL H.B'.
Hringbraut 121 - Sími 10600
k__________________________________________________________________________________j
250
ÍÞRÓTTARLAÐID