Íþróttablaðið - 01.12.1970, Síða 11
landi, og fluttist að nokkru með
bók Guts Muths, sem þýdd var
1799 (Gymnastik frir die Jugend).
Vivat Vistorius Franziskus
Nachtegall (1777-1847)
Naghtegall er talinn vera upp-
hafsmaður dönsku leikfiminnar.
Hann stundaði nám í guðfræði.
Á skólaárunum var hann mjög
áhugasamur um íþróttir, en varð
að hætta námi vegna fjárhags-
skorts, og tók hann upp kennslu-
störf.
Hann las bók Guts Muths, og
hafði lesturinn þau áhrif á hann
að hann ákvað að gerast íþrótta-
kennari. Hann safnaði saman
nokkrum drengjum í Konges-
have, og kenndi þeim líkamsæf-
ingar og leiki.
Friðrik VI. prins veitti þess-
ari hreyfingu eftirtekt er hann
gekk um garðinn. Hann hvatti
drengina og kennara þeirra og
er talið að áhugi Friðriks á íþrótt-
um hafi stutt Nachtegall til að
einbeita sér að uppbyggingu
þeirra í Danmörku. Brátt urðu
nemendur hans svo margir, að
hann varð að fá sér aðstoðar-
mann. Skólamenn fóru að gefa
gaum að leikfimi.
Arið 1801 hófst leikfimikennsla
við fyrsta danska lýðháskólann.
Árið 1804 var íþróttakennara-
skóli stofnaður fyrir herinn.
Nachtegall var skólastjóri. Fyrstu
kennararnir brautskráðust 1806.
Nachtegall gaf út bók sem inni-
hélt æfingar, bæði eftir hann og
Guts Muths. Bók þessi var leiðar-
vísir í hart nær eina öld. Nachte-
gall lagði mikla áherzlu á sund-
námið og árið 1838 hóf hann að
kenna stúlkum leikfimi.
Nachtegall var einn helzti
íþróttafrömuður Dana á sinni
tíð.
Árið 1898 var stofnaður íþrótta-
Guts Muths
kennaraskóli, sem deild við
Kennaraskóla ríkisins. Forstöðu-
maður deildarinnar, var K. A.
Knudsen.
Árið 1909 var hafin íþrótta-
kennsla í nokkrum tengslum
við háskóla. Prófessor J. Linhard
var skipaður kennari við skól-
ann og annaðist kennslu í líffæra-
og fimleikafræði. Hann ritaði
drög að fimleikafræði og athug-
anir við æfingar, í því sambandi.
Þessi skóli þróaðist svo áfram og
heitir nú Danmarks höjskole for
legemsövelser.
Upp úr aldamótunum kernur
læknirinn Salone fram á sjónar-
sviðið. Hann ritar bók um leik-
fimi barna, og beitir sér tynr
skipulagningu leikfiminnar.
Hann vill flokka æfingar eft-
ir aldri nemenda, og leggst gegn
hernaðarleikfimi. Leikfimin
breytist smátt og smátt.
í stað stellingar-leikfimi kem-
ur hreyfingarleikfimi. Mest unnu
að þessu: Elin Falk (sænsk), Ellí
Björksten (finnsk) og fimleika-
kennarinn A. Ottar.
Leiðbeinendaskólar eru mikil
lyftistöng fyrir dönsku íþrótta-
hreyfinguna. Kennsla fer fram
í námskeiðum. Nemendur frá
þessum skólum kenna margir hjá
félögum, en ekki í skólum. Einn
þessara skóla er Ollerup, hann
IÞROTTABLAÖIÐ
243