Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.12.1970, Side 23

Íþróttablaðið - 01.12.1970, Side 23
nokkrum sveitum unglingafélög, eða framfarafélög, sem unnu meðal annars að eflingu íþrótta. Voru félög þessi mörg hver stofn- uð fyrir áhrif frá bændaskólum, sem stofnaðir voru á seinustu tveim tugum 19. aldar. Þessi starf- serni tók mikinn fjörkipp með stofnun ungmennafélaganna upp úr 1906. Ungmennafélagsskapur- inn átti rætur sínar að rekja til hliðstæðrar félagshreyfingar í Noregi og lýðháskólanna í Dan- mörku. Létu þessi félög sig allt varða, sem viðkom andlegum og líkamlegum þroska hinnar ís- lenzku þjóðar. íþróttir skipuðu öndvegis sess og urðu fljótt tengi- liður félagsskaparins. Þegar 1907 mynda þessi félög landssamband, sem enn starfar. Reistu þessi fé- lög sundlaugar og samkomuhús, þar sem iðkuð var glírna og leik- fimi. Fyrstu stóru íþróttamótin voru haldin á vegum sambands þeirra og það sendi flokk glímu- manna til þess að sýna glímu á Olympíuleikunum í London 1908. Einn glímumannanna tók þátt í keppni í grísk-rómversk- um fangbrögðum. Félög þau, sem einvörðungu voru starfrækt til þess að iðka íþróttir og voru einkum í kaup- stöðum og kauptúnum, mynd- uðu með sér Iþróttasamband Is- lands 1912. Á vegum þessa sam- bands tóku íslendingar þátt í Olympíuleikunum í Stokkhólmi 1912. Síðan hefur þátttaka ís- lands bæði í sumar- og vetrar- Olympíuleikunum verið skipu- lögð af þessu sambandi. íslandi er skipt í 29 íþróttahéruð. Inn- an hvers héraðs mynda öll þau félög, sem starfa að íþróttum samband, sem annast sameigin- leg málefni. Ungmenna- og íþróttafélög landsins eru nú hátt á þriðja hundrað. Slík félög eru í öllurn kaupstöðum og kauptún- um og næstum í hverri sveit. í dag er íþróttahreyfingin öfl- ugasta félagshreyfingin í landinu. Innan íþróttasambandsins eru nú mörg sérsambönd, sem vinna að eflingu íþrótta sinna. Alls munu virkir íþróttaþátttakendur á land- inu vera um 35 þúsund talsins. 1ÞROTTABLAÐIÐ 255

x

Íþróttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.