Fréttablaðið


Fréttablaðið - 30.06.2020, Qupperneq 1

Fréttablaðið - 30.06.2020, Qupperneq 1
— M E S T L E S N A DAG B L A Ð Á Í S L A N D I * —1 4 4 . T Ö L U B L A Ð 2 0 . Á R G A N G U R Þ R I Ð J U D A G U R 3 0 . J Ú N Í 2 0 2 0 + www.hekla.is/audisalur Rauði þráðurinn Sannkallað blíðviðri var á höfuðborgarsvæðinu í gær og fór hiti vel yfir 20 gráður þegar sólin skein sem hæst. Það var því kærkomið fyrir þessa stelpur að kæla sig í gosbrunni við Gerðar- safn í Kópavogi, líkt og sjá má skemmtu þær sér mjög vel. Í dag má búast við hæglætisveðri í borginni með lítils háttar skúrum og hita á bilinu 8-13 stig. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK DÓMSMÁL Mannréttindadómstóll Evrópu (MDE) hefur fallist á að taka til efnislegrar meðferðar kæru Magnúsar Guðmundssonar, fyrr- verandi bankastjóra Kaupþings í Lúxemborg, sem var sakfelldur fyrir aðild að markaðsmisnotkun og umboðssvik í svokölluðu Mark- aðsmisnotkunarmáli Kaupþings í Hæstarétti árið 2016. Með sakfellingunni var dómi hér- aðsdóms snúið við að hluta en þar var tveimur ákæruliðum á hendur honum vísað frá dómi en hann sýknaður af öðrum ákærum. Kæra Magnúsar byggir á því að Ingveldur Einarsdóttir og Þorgeir Örlygsson, dómarar við Hæstarétt, hafi verið vanhæf til að fella dóm á mál hans vegna starfa sona þeirra. Sonur Ingveldar var aðstoðarsak- sóknari hjá Sérstökum saksóknara og sonur Þorgeirs var yfirlögfræð- ingur hjá slitastjórn Kaupþings. Í niðurstöðu MDE um Al Thani- málið var komist að þeirri niður- stöðu að hæfi dómarans Árna Kol- beinssonar hefði ekki verið hafið yfir vafa en sonur hans starfaði fyrir bankann bæði fyrir fall hans og eftir að hann varð gjaldþrota. Í kæru Magnúsar er einnig byggt á hlutafjáreign dómara í föllnu bönkunum og vísað til Viðars Más Matthíassonar, Ingveldar Einars- dóttur, Ólafs Barkar Þorvaldssonar og Markúsar Sigurbjörnssonar. Ekki er vitað til þess að aðrir í hópnum en Ingveldur hafi átt hluta- bréf í Kaupþingi fyrir fall bankans. Af niðurstöðu MDE í Al Thani-mál- inu má draga þá ályktun að dóm- arar verði ekki taldir vanhæfir í málum sem vörðuðu aðra banka en þá sem þeir áttu fjárhagslega hags- muni í og að þeir hagsmunir hafi þurft að vera umtalsverðir. Niðurstaða um meðferðarhæfi kæru Magnúsar var birt á vef MDE 22. júní síðastliðinn. Þegar hefur verið kveðinn upp áfellisdómur í máli Elínar Vigfúsdóttur vegna hlutafjáreignar dómara í Lands- bankanum og í Al-Thani málinu eins og áður sagði. Fleiri íslensk mál um hluta- fjáreign dómara bíða meðferðar í Strassborg. – aá MDE fjallar um mál Magnúsar Mál Magnúsar Guðmundssonar, fyrrverandi bankastjóra Kaupþings í Lúxemborg, fær efnislega umfjöllun við Mannréttindadómstól Evrópu. Málið varðar meint vanhæfi tveggja dómara vegna starfa sona þeirra. SAMGÖNGUR Ólafur Guðmundsson umferðaröryggissérfræðingur segir malbikið á vegarkaflanum á Kjalar- nesi, þar sem banaslys varð á sunnu- dag, ekki rétt blandað. Þá segir hann vegarkafla með sama malbiki vera víða á höfuðborgarsvæðinu og að varað hafi verið við hættunni þar. „Þetta er gert þegar menn búa til hálkusvæði í tengslum við ökuskóla erlendis, þá setja menn extra mikið bik og úða svo vatni og þá verður þetta flughált,“ segir hann. Malbikun á vegarkaflanum sem um ræðir var í höndum Loftorku og unnið var með efni frá Malbikunar- stöðinni Höfða. Upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar segir endanlega ábyrgð liggja hjá Vegagerðinni og rannsókn sé hafin á því hvað fór úrskeiðis. – bdj, khg / sjá síðu 4 Malbikið ekki rétt blandað Sonur Ingveldar starfaði hjá Sérstökum saksóknara en sonur Þorgeirs hjá slitastjórn Kaupþings.

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.