Fréttablaðið - 30.06.2020, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 30.06.2020, Blaðsíða 4
Gæðaeftirlitið er ekki í lagi og það er ekki farið eftir uppskrift- inni. Ólafur Guð- mundsson ÞJÓNUSTUVERKSTÆÐI, VARA- OG AUKAHLUTAVERSLUN Pallbílahús frá ARE á alla USA pallbíla Varahlutaverslun ÍSBAND býður upp á gott úrval vara- og aukahluta og íhluta til breytinga. Allir helstu varahlutir í okkar vörumerkjum eru til á lager. Sérpöntum varahluti í aðra USA bíla. Úrval af felgum fyrir Jeep® og RAM Upphækkunarsett í Wrangler Upphækkunarsett í RAM Falcon demparar ÍSLENSK-BANDARÍSKA EHF • VERKSTÆÐI OG VARAHLUTAVERSLUN • SMIÐSHÖFÐA 5 • 110 REYKJAVÍK SÍMI 590 2323 • THJONUSTA@ISBAND.IS • WWW.ISBAND.IS • OPIÐ VIRKA DAGA KL. 07:45 - 18:00 ALMENNT BÍLAVERKSTÆÐI OG SMURÞJÓNUSTA FYRIR ALLA BÍLA ALLIR VINNA - ENDURGREIÐSLA VSK. FIAT HÚSBÍLAR - ÁBYRGÐAR OG ÞJÓNUSTUVERKSTÆÐI BREYTINGAR Á JEEP®, RAM OG ÖÐRUM USA PALLBÍLUM ALLIR BÍLAR SÓTTHREINSAÐIR STUTTUR BIÐTÍMI SÍMI 590 2323 UMBOÐSAÐILI SAMGÖNGUR „Ég held að þetta sé vitlaust blandað, það er of mikið bik í þessu. Þetta er úti um allt, á Reykjanesbrautinni, við Smára- lindina, á Gullinbrú. Það oft búið að kvarta undan þessu,“ segir Ólafur Guðmundsson umferðar- öryggissérfræðingur um malbikið á vegarkaf lanum á Kjalarnesi þar sem banaslys varð á sunnudag. Hann segir að um léleg vinnu- brögð sé að ræða og að margoft sé búið að benda á hættuna sem skapist við malbikun af þessu tagi. „Gæðaeftirlitið er ekki í lagi og það er ekki farið eftir uppskriftinni. Þetta eru að mínu viti léleg vinnu- brögð. Þetta verður eins gler,“ segir Ólafur. „Þegar það blotnar þá verður þetta glerhált. Þetta verður mjög lúmskt. Þetta er gert þegar menn búa til hálkusvæði í tengslum við ökuskóla erlendis, þá setja menn extra mikið bik og úða svo vatni og þá verður þetta f lughált,“ bætir hann við. Malbikun á vegarkaf lanum sem um ræðir var í höndum Loftorku og unnið var með efni frá Mal- bikunarstöðinni Höfða. Ásberg K. Ingólfsson, framkvæmdastjóri Malbikunarstöðvarinnar Höfða, segir að rétt efni hafi verið afgreitt frá stöðinni. „Við uppfylltum þær kröfur sem komu frá verkkaupa og hann óskaði eftir. Framleiðslu- niðurstöður okkar sýna það,“ segir hann. Steinefnastærð hafi verið breytt frá hinu hefðbundna en það eigi þó ekki að hafa teljandi áhrif. „Þetta á að vera stöðluð uppskrift,“ segir Ásberg. Hvorki náðist í fram- kvæmdastjóra né forstjóra Loft- orku við vinnslu þessarar fréttar. G. Pétur Matthíasson, upp- lýsingafulltrúi Vegagerðarinnar, segir það nú í rannsókn hvað fór úrskeiðis. „Mér skilst að allar mæl- ingar í malbikunarstöðinni hafi verið innan marka. Eigi að síður er malbikið of hált þegar það er lagt út. Það er ekki hægt að segja á þessari stundu hvort eitthvað hafi brugðist í framleiðslunni og það er eitt af því sem þarf að skoða gaum- gæfilega,“ segir hann. Ýmsir þættir geti spilað inn í, svo sem hvernig völtunin var gerð. „Við erum veghaldarinn og endanlega berum við ábyrgðina,“ segir G. Pétur. „En verktakinn skilar ekki því sem við viljum fá samk væmt útboðssk ilmálu m þannig að þeir bera ábyrgð á því. Við þurfum hins vegar að vita af hverju þetta verður svona,“ segir hann. Þá segir hann Vegagerðina ekki farna að nálgast málið með kröfur á hendur Loftorku í huga. En Loftorka muni sjá um að leggja nýtt malbik yfir kaf lann á Kjalar- nesi og aðra hála kaf la þar sem sama var uppi á teningnum, til dæmis við Gullinbrú. „Við vitum um þessa kaf la og fylgjumst með þeim,“ segir G. Pétur og nefnir til dæmis kaf la við Vífilsstaði. Kaf l- arnir séu merktir og séu ekki jafn slæmir og á Kjalarnesi. birnadrofn@frettabladid.is  kristinnhaukur@frettabladid.is Segir malbiksblönduna vera notaða við gerð hálkusvæða Umferðaröryggissérfræðingur telur malbikið á vegarkaflanum á Kjalarnesi, þar sem banaslys varð á sunnudag, ekki hafa verið rétt blandað. Oft hafi verið varað við hættu á vegarkaflanum. Rannsókn er hafin á hvað fór úrskeiðis og segir upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar ábyrgðina endanlega liggja þar. Vegarkaflinn sem um ræðir er á Kjalarnesi, á milli Grundarhverfis og Hvalfjarðarganga. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI SJÁVARÚTVEGUR Alls veiddu 315 strandveiðibátar umfram veiði- heimildir í maí á þessu ár. Þetta kemur fram á vef Fiskistofu. Strand- bátar hafa heimild til að fara tólf veiðiferðir í hverjum mánuði og veiða 650 þorskígildiskíló í hverri veiðiferð. Þegar veitt er umfram heimilaðan afla verður sá afli ólög- mætur og á sama tíma frádreginn heildaraflaheimildum strandveiði- báta. Þeir 315 bátar sem veiddu umfram heimild veiddu samtals rúmlega 37 þúsund tonn umfram og munu útgerðir bátanna greiða rúmar 8,6 milljónir króna í ríkis- sjóð. Sá bátur sem veiddi mestan ólögmætan afla í maí var Bára BA 30, 676 umframkíló og því næst Hrólfur AK 29, 589 umframkíló. – bdj Hundruð báta veiddu ólögmætan afla Alls veiddu 315 bátar rúmlega 37 þúsund tonn umfram heimildir. NORÐURLÖND Gengið er út frá því að þing Norðurlandaráðs verði haldið í Hörpu í lok október. Ákvörðun þess efnis var tekin á fundi forsætisnefndar ráðsins í síð- ustu viku. Sá fundur var rafrænn eins og aðrir fundir ráðsins undan- farna þrjá mánuði vegna COVID-19. „Þó að tæknin hafi oftast virkað sem skyldi hefur þessi reynsla stað- fest hve óumræðilega mikilvægt er að við hittumst reglulega í raun- heimum, augliti til auglitis. Því gleð- ur það okkur mjög að eins og staðan er í dag getum við haldið áfram að skipuleggja þingið í Reykjavík,“ segir Silja Dögg Gunnarsdóttir, for- seti Norðurlandaráðs. Fari svo að önnur bylgja COVID- 19 skelli á Norðurlöndum eða hluta svæðisins í haust er hugsanlegt að aflýsa verði öllu þinginu,“ segir hún. Engin óþarfa áhætta verði tekin. Á þinginu koma saman 87 þing- menn sem eiga sæti í Norðurlanda- ráði en þar að auki taka fjölmargir norrænir ráðherrar þátt í ýmsum viðburðum. – sar Þing óbreytt í Hörpu í haust STJÓRNMÁL Þingheimur var í óða- önn að ljúka afgreiðslu síðustu þingmála vorþingsins þegar Frétta- blaðið fór í prentun í gærkvöldi. Þótt sjaldan ríki sérstök spenna um afgreiðslu þingmála var óvissa í loftinu í gær um afdrif þingmanna- frumvarps Pírata um afnám refsinga við vörslu neysluskammta. Ekki var ljóst hvernig þingmenn hygðust greiða atkvæði um málið en skiptar skoðanir hafa verið um stefnu í fíkniefnamálum þvert á flokka. Meðal annarra mála sem afgreidd voru í gær voru samgönguáætlanir og frumvarp um stofnun opinbers hlutafélags um samgönguinnviði á höfuðborgarsvæðinu. Þingmenn Miðf lokksins héldu uppi málþófi vegna andstöðu sinnar við málið og skiptar skoðanir hafa verið um það innan stjórnarmeirihlutans. Tveir þingmenn Sjálfstæðis- f lokksins, Guðlaugur Þór Þórðar- son utanríkisráðherra og Sigríður Á. Andersen, formaður utanríkismála- nefndar, kölluðu inn varamenn sína í atkvæðagreiðslurnar. Aðspurður sagðist Guðlaugur Þór vera á löngu ákveðnu ferðalagi um Snæfellsnes með utanríkisráðherra Færeyja. Fyrirspurn blaðsins um forföll Sig- ríðar var ekki svarað. Meðal mála sem döguðu uppi við þinglok voru mál um skipun sendi- herra, frumvarp um bætur fyrir meiðyrði, margumrætt fjölmiðla- mál og frumvarp um þjóðarsjóð. Þing kemur aftur saman á stutt- um þingstubbi í lok ágúst til að ræða fjármálastefnu en ljóst varð snemma í COVID-faraldrinum að forsendur gildandi stefnu væru brostnar. – aá Spennuþrungnar atkvæðagreiðslur í þinginu í gær 3 0 . J Ú N Í 2 0 2 0 Þ R I Ð J U D A G U R4 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.