Fréttablaðið - 30.06.2020, Qupperneq 32
Sumartónleikar í Skálholti verða haldnir 2. til 12. júlí. Í kirkjunni verða níu tón-leikar, tvennir fjölskyldu-tónleikar og tónleikaspjall á undan þrennum tón-
leikum.
„Þessi hátíð er í anda fyrri hátíða,
áherslan er á tónlist fyrri alda og
á nýja tónlist,“ segja Ásbjörg Jóns-
dóttir og Birgit Djupedal sem eru
listrænir stjórnendur og fram-
kvæmdastjórar tónleikanna.
Unnið með hljóðfæraleikurum
Von var á erlendum barokkhljóm-
sveitum til landsins en vegna
COVID-19 varð ekki af því en þær
mæta væntanlega á Sumartónleika
að ári. „Við vildum alls ekki aflýsa
Sumartónleikum en brugðum á
það ráð að fresta stærstu viðburð-
unum um ár. Þetta árið eru einungis
innlendir f lytjendur auk þess sem
við vorum búnar undir að allt gæti
breyst með stuttum fyrirvara og að
mögulega þyrftum við að miðla við-
burðunum með öðrum hætti,“ segir
Birgit.
St aða r tón sk á ld Su ma r tón-
leikanna í ár eru Þóranna Björns-
dóttir og Gunnar Karel Másson og
á lokatónleikunum mun KIMI-tríó
frumflytja verk eftir þau sem samin
voru sérstaklega fyrir Sumartón-
leika. „Staðartónskáldin vinna með
hljóðfæraleikurunum í Skálholti í
tvær vikur. Við reynum að leggja
áherslu á að tónlistarfólkið komi og
njóti þess að vera sem mest í Skál-
holti, upplifi staðinn og kirkjuna og
vinni í rýminu,“ segir Ásbjörg.
Fleiri verk verða frumflutt á Sum-
artónleikum, þar á meðal frum-
f lytur Aulos Ensemble verk eftir
Kolbein Bjarnason og Elínu Gunn-
laugsdóttur. Cantoque Ensemble
f lytur Aldasöng eftir Jón Nordal.
„Verkið samdi Jón í Skálholti árið
1986 en hann var fyrsta staðartón-
skáldið þar og Hljómeyki frumflutti
verkið. Núna pantaði Cantoque tvö
ný verk eftir Steinar Loga Helgason
og Hafstein Þórólfsson við önnur
erindi úr Aldasöng,“ segir Birgit.
Fjölskyldur koma saman
Cauda Collective f lytur Þorláks-
tíðir í eigin strengjaútsetningu en
á undan tónleikunum mun Sig-
urður Halldórsson, ásamt Cauda
Collective, ræða um Þorlákstíðir.
Tónleikaspjall verður einnig með
Cantoque Ensemble og Steinari
Loga og sömuleiðis verður rætt við
staðarskáldin á undan lokatónleik-
unum þar sem verk þeirra verða
frumflutt.
Fjölskyldutónleikar verða á
sunnudögum. „Okkur langar til
að bjóða fjölskyldum að koma
saman og dagskráin verður sniðin
að þeim. Börnin fá kynningu um
orgelið og fiðludúett mun segja
sögur af Jóhanni Sebastian Bach
og Önnu Magdalenu Bach og
spila verk eftir þau á milli,“ segir
Ásbjörg og bætir við: „Það verður
fjölbreytt og spennandi dagskrá
á Sumartónleikunum fyrir fólk á
öllum aldri.“
Fjölbreytt og spennandi dagskrá
Sumartónleikar í Skálholti hefjast 2. júlí. Ásbjörg Jónsdóttir og Birgit Djupedal eru
listrænir stjórnendur. Áhersla á hátíðinni verður á tónlist fyrri alda og nýja tónlist.
Guðný Sara Birgisdóttir, myndlist-
arkona og meistaranemi í hönnun
við Listaháskólann, Ýr Jóhanns-
dóttir, textíllistakona og nemi í
listkennsludeild Listaháskólans,
Jóhanna Malen Skúladóttir, jarð-
vísindanemi í HÍ og teiknari, og
Þórhildur Magnúsdóttir, víólunemi
í Tónlistarháskólanum í Kaup-
mannahöfn, eru sumarstarfsmenn
Menningarhúsanna í Kópavogi í
sumar.
Þær sjá um smiðjur sem miða
við aldurinn 10-14 ára, en verða
opnar fyrir alla með áhuga á list-
rænni sköpun. Leikið verður með
bókmenntir, náttúru, sögu, tónlist
og myndlist. Smiðjurnar hefjast í
dag, 30. júní, eru ókeypis og verða
alla þriðjudaga, miðvikudaga og
fimmtudaga klukkan 13-15.
Þriðjudagur 30. júní
á Náttúrufræðistofunni:
Tetris þrautasmiðja með Malen.
Í smiðjunni er föndrað með
Soma-kubb úr afgangspappír
frá Svansprenti og við litum og
skreytum kubbana að vild. Allir fá
svo að taka sinn kubb með heim,
og geta þá leyft foreldrum sínum
og fleirum að spreyta sig á lausn
gestaþrautarinnar.
Miðvikudagur 1. júlí
á Gerðarsafni:
Klippimyndasmiðja með Guðnýju.
Fallegir litir, form, möguleikar og
uppröðun verða í fyrirrúmi í þess-
ari smiðju. Skoðaðar klippimyndir
Gerðar Helgadóttur myndhöggv-
ara, sem safnið er kennt við.
Fimmtudagur 2. júli
á Gerðarsafni:
Skapandi útsaumur og endur-
vinnsla með Ýri. Í smiðjunni er
unnið með strigaefni úr kaffi-
pokum en efnin henta vel til
útsaums en einnig verður unnið
með efnivið frá fatasöfnun Rauða
krossins á Íslandi. Form smiðj-
unnar er frjálst þar sem efni, litir
og áferð leiða för.
Sumarspírur
Menningarhúsanna
Birgit og Ásbjörg eru listrænir stjórnendur og framkvæmdastjórar tónleikanna. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI.
Kolbrún
Bergþórsdóttir
kolbrunb@frettabladid.is
VIÐ REYNUM AÐ
LEGGJA ÁHERSLU Á AÐ
TÓNLISTARFÓLKIÐ KOMI OG
NJÓTI ÞESS AÐ VERA SEM MEST
Í SKÁLHOLTI, UPPLIFI STAÐINN
OG KIRKJUNA OG VINNI Í
RÝMINU.
Sumarspírurnar eru starfsmenn
menningarhúsanna í Kópavogí.
Atvinnubílar
E
N
N
E
M
M
/
S
ÍA
/
N
M
0
0
1
4
6
5
4
x
A
tv
in
n
u
b
í
l
a
5
x
x
0
j
n
i
Verð frá: 3.701.161 kr. án vsk. Verð frá: 4.969.677 kr. án vsk. Verð frá: 2.540.400 kr. án vsk.Verð frá: 5.390.000 kr. m. vsk.
100% RAFBÍLL/drægi 200 km*
RENAULT TRAFIC DACIA DOKKERNISSAN e-NV200
4.590.000 kr. m. vsk. 6.150.000 kr. m. vsk. 3.150.000 kr. m. vsk.
ÞRIGGJA ÁRA ÞJÓNUSTUPAKKI FYLGIR
ÖLLUM NÝJUM ATVINNUBÍLUM Í JÚNÍ
Kynnið ykkur rekstrarleigukjör á nýjum sendibíl
Við bjóðum bíla í öllum stærðum til að takast á við fjölbreytt verkefni
BL ehf Sævarhöfða 2 / 110 Reykjavík 525 8000 / www.bl.is*U
p
p
g
ef
na
r
tö
lu
r
um
d
ræ
g
i t
ak
a
m
ið
a
f
ný
ju
m
W
LT
P
p
ró
fu
nu
m
.
A
ks
tu
rs
la
g
,
hi
ta
st
ig
o
g
á
st
an
d
v
eg
a
he
fu
r
af
g
er
an
d
i á
hr
if
á
d
ræ
g
i r
af
b
íla
.
RENAULT MASTER
3 0 . J Ú N Í 2 0 2 0 Þ R I Ð J U D A G U R20 M E N N I N G ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
MENNING