Fréttablaðið - 30.06.2020, Page 36

Fréttablaðið - 30.06.2020, Page 36
KVIKMYNDIR Eurovision Song Contest: The Story of Fire Saga Netflix Leikstjórn: David Dobkin Aðalhlutverk: Will Ferrell, Rachel McAdams, Dan Stevens, Pierce Brosnan Netf lix skrúfaði á föstudaginn loksins frá streymi margumtalaðs og langþráðs Eurovision-gríns gamanleikarans Will Ferrell, Euro- vision Song Contest: The Story of Fire Saga, og myndin skaust beint í fyrsta sæti yfir vinsælasta Netflix- efnið á Íslandi. Eðlilega, þar sem my ndin fjallar um stórfenglegar hrakfarir íslenskra Eurovision-fara og er að hluta tekin upp hérna, með Húsa- vík sem miðju hallærislegrar sögu- heimsmyndarinnar. Þá fer hala- rófa íslenskra leikara með misstór aukahlutverk þannig að land og þjóð setja vægast sagt sterkan svip á myndina. The Story of Fire Saga er eitthvað svo undarlega „íslensk“ að maður þarf af og til að minna sig á að hér er um fokdýra ameríska framleiðslu að ræða en ekki fjórðu myndina í Lífs-flokki Þráins Bertelssonar þar sem Vestmannaeyjar hafa breyst í Húsavík og Þór og Danni vikið fyrir þeim Lars og Sigrit í Júróvisjónlífi. Hallærismet Myndin hefst í Húsavík 1974 þar sem Lars Erickssong litli sér Abba sigra í Eurovision í beinni útsend- ingu í lit í krafti djarfrar söguföls- unar. Draumur drengsins um að syngja sig til sigurs í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva vaknar um leið og örlög hans ráðast og allt sem hann og æskuvinkona hans, Sigrit, gera í framtíðinni miðast við þetta eina takmark. Þegar Pierce Brosnan hefur for- dæmt Abba-bröltið á skemmtilega bjagaðri íslensku, í hlutverki föður Eriks, víkur sögunni til vorra daga þar sem Lars og Sigrit hafa full- orðnast sem Will Ferrell og Rachel McAdams. Allt annað virðist frosið í tíma og Ísland í dag er enn skrumskæld Húsavík 1974 og því þarf engan að undra að þegar æskuvinirnir fá tækifæri til þess að keppa í Euro- vision fyrir Íslands hönd þá þurfa þau ekkert að hafa fyrir því að setja alveg ný viðmið í hallærislegheitum í margrómaðri Evrópumeistara- keppninni í hallærislegheitum og lélegum tónsmíðum. Einhverjir hafa tekið að sér að móðgast fyrir hönd Íslendinga vegna þess hvernig mörlandinn birtist í myndinni en það er vita- skuld fullkominn óþarfi. Íslend- ingar vita þjóða best að öll athygli er betri en engin og þjóðin er vita- skuld löngu orðin svo hipp og kúl á vettvangi alþjóða að geta vel staðið hlæjandi undir þessu góðlátlega skensi. Þá þurfum við hvorki að skamm- ast okkar fyrir álfana okkar né leikarana sem koma sveitó stemn- ingunni fullkomlega til skila með Hannes Óla Ágústsson fremstan meðal senuþjófa í hlutverki digur- barkans Olaf Yohansson sem heldur til streitu þeirri fullkomlega eðli- legu kröfu að við fáum að heyra Jaja Ding Dong sem oftast. Kunnuglegt stef The Story of Fire Saga sver sig full- komlega í ætt við allar aðrar gaman- myndir sem hverfast um Will Fer- rell og þroskasögu einhvers konar lúða eða hrokagikks sem þarf að hlaupa á nokkra múrveggi til þess að sjá villur síns vegar og rísa upp sem góðmennið sem hann er í raun og veru er. Ferrell reynir þarna ekki einu sinni að finna upp hjólið, þótt hann fari mikinn í hamsturshjóli þegar myndin tekur almennilega f lugið. Hann er bara Will Ferrell og lætur sér, að því er virðist, bara lynda ágætlega að standa sem slíkur í skugga Rachel McAdams sem setur miklu meiri dýpt og tilfinninga- trukk í túlkun sína á Sigrit. Handrit Ferrells og Andrews Steele er hriplek hrákasmíð þar sem þeir hirða varla um að hnýta nokkra enda saman og teygja jafn- vel lopann með samsöng þekktra Eurovision-keppenda í senu sem gæti verið beint úr Baywatch-þætti. Höfundarnir hafa ekki einu sinni fyrir því að magna upp almenni- lega ógn í glysgjörnum höfuðand- stæðingnum, fulltrúa Rússlands. Það kemur þó vart að sök þar sem hann er, í meðförum Dans Stevens, bara svo fullkomlega dásamlegur og yfirkeyrður í glamúrnum og glimmerinu. Kostuleg þvæla Í raun má segja það sama um mynd- ina alla. Hún er hálfgert drasl. Laus- beisluð og þvæla þar sem runu af kostulegum uppákomum og vissu- lega vænum slatta af góðum og fyndnum bröndurum er klastrað saman með ómótstæðilega grípandi „júróvisjón-lögum“ með tilheyrandi sviðsetningum og diskóglimmeri. Kannski er sú staðreynd að það er ómögulegt að paródera paródíu stærsti galli og um leið helsti kostur myndarinnar. Vissulega er gert góð- látlegt grín að Eurovision en, að því er virðist, af talsverðri væntum- þykju og virðingu fyrir fyrirbærinu þannig að Will Ferrell og hans lið hlær hér með Eurovision miklu frek- ar en að henni. Mögulega eina vitið í þessari vitleysu þar sem Eurovision er svo mikill skrípaleikur í eðli sínu að það er varla hægt að gera sann- færandi grín að henni. Í það minnsta ekki ljótt grín. Það yrði alltaf glatað. Betra Eurovision en Eurovision Köf lótt og losaraleg sagan gerir það að verkum að framan af þarf að beita sig dálitlum aga til þess að halda athyglinni sem er að vísu alveg í anda Eurovision sem hefur allt of langan aðdraganda að flug- eldasýningu í söng og dansi sem þyrfti í raun ekki að taka mikið meira en klukkustund. Þegar The Story of Fire Saga tekur loks flugið á stóra sviðinu neglir hún þetta fullkomlega og verður betra Eurovision en Eurovision. Lögin sem samin eru fyrir myndina eru öll þvottekta og grípandi „júróvisjón- lög“ og jafnvel mun betri en gengur og gerist. Sama má segja um svið- setninguna. Allt 100% Eurovision. Bara aðeins betra. Ekkert toppar samt vinsælasta lag Sigritar og Lars á barnum í Húsavík, Jaja Ding Dong, sem kjarnar í raun myndina og boðskap hennar. Þetta er einföld og innantóm þvæla, ómót- stæðilega grípandi og yndisleg í ein- lægum hallærislegheitum sínum. Alveg eins og þessi mynd og alveg eins og Eurovision. Þórarinn Þórarinsson NIÐURSTAÐA: Eurovision-myndin hans Wills Ferrell er undarlegt furðu- verk sem er í grunninn illa skrifað drasl en fangar um leið fyrir grunnrista galdra anda viðfangsefnisins svo fullkomlega að um einhvers konar meistaraverk hlýtur að vera að ræða. Jaja Ding Dong! Will Ferrell og Rachel McAdams syngja sig í gegnum ósköp einfalda og hugljúfa sögu sem er pakkað saman í leiftrandi Eurovision-umgjörð þar sem kjarni málsins er ekki flóknari en jaja ding dong. MYND/NETFLIX Sumar útsala Frábær útsala í fjórum búðum verslaðu á dorma.is eða í DORMA verslun og við sendum þér vörurnar frítt Holtagörðum, Reykjavík Smáratorgi, Kópavogi Dalsbraut 1, Akureyri Skeiði 1, Ísafirði Frábær útsala í fjórum búðum verslaðu á dorma.is eða í DORMA verslun og við sendum þé r vörurnar frítt STYTTU ÞÉR LEIÐ GEGN UM ÚTSÖLUBÆKLINGIN N OKKAR Dýna og hjól 2-3 | Mjúkva ra og dúnn 4–11 | RÚM 12–2 1 | Svefnsófar 22–23 | Sófa r 24–34 | Stólar 35–39 | Bo rð og smávara 40–55 Hv er ni g frí se nd in g h já D OR M A vi rk ar www.dorma.is V E F V E R S LU N SENDUM FRÍTT Sumar útsala ALLT AÐ 60% AFSLÁTTUR Þú kaupir Oakley eða Everly heilsudýnu eða heilsurúm sem afhent er í boxi á hjólum og færð innifalið glæsilegt Aspen fjallahjól* RENNDU ÞÉR INN Í SUM ARIÐ! * á meðan birgðir endast Sjá nánar bls. 2–3 DÝ N A Góður svefn Hjólreiðatúr Þú finnur nýjan útsölu- bækling á dorma.is www.dorma.is V E F V E R S LU N SENDUM FRÍTT ALLT AÐ 60% AFSLÁTTUR 3 0 . J Ú N Í 2 0 2 0 Þ R I Ð J U D A G U R24 L Í F I Ð ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð LÍFIÐ

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.