Fréttablaðið - 23.07.2020, Side 6

Fréttablaðið - 23.07.2020, Side 6
Það selst allt jafn- óðum um leið og það kemur inn Kristín Anný Jónsdóttir, sölustjóri Víkurverks FERÐALÖG Öll framleiðsla þessa árs er uppseld hjá íslenska sporthýsa­ framleiðandanum Mink Campers, að sögn Arnar Ingva Jónssonar, framkvæmdastjóra fyrirtækisins. Þrátt fyrir að kórónuveirufarald­ urinn hafi haft ýmis vandræði í för með sér fyrir Mink Campers, eins og f lest önnur framleiðslu­ fyrirtæki, urðu forsvarsmenn fyrir­ tækisins varir við mikla aukningu í fyrirspurnum og pöntunum, segir Örn. Fyrirhugað er að framleiða 60 sporthýsi á þessu ári hjá Mink Campers að sögn Arnar. Um þessar mundir stendur fjármögnunarferli fyrirtækisins yfir á hópfjármögn­ unarsíðunni Funderbeam. Að fjár­ mögnunarferli loknu er áætlað að f lytja framleiðslu fyrirtækisins til Lettlands, þar sem afkastagetan er áætluð 450–500 sporthýsi á næsta ári og allt að 1.500 eintök á ári frá árinu 2022. Mink Campers leitar sér nú fjár­ mögnunar fyrir að minnsta kosti 500 þúsund evrur, en yfir 92 pró­ sent af þeirri fjármögnun hefur þegar verið tryggð. Fyrir þá fjár­ hæð er 13% hlutur í fyrirtækinu til sölu, sem þýðir að verðmæti þess er metið á um 3,3 milljónir evra sem stendur, eða sem nemur um 528 milljónir króna. „Kórónuveirufaraldurinn reynd­ ist okkur erfiður, erlendir birgjar lokuðu margir hverjir og við gátum hreinlega ekki fengið íhluti. Við þorðum ekki öðru en að hefja fram­ leiðsluna hér heima núna í haust en hún mun færast alfarið til Lettlands í september og október,“ segir Örn, sem bætir við að fyrirtækið hafi þegar tryggt sér starfsstöð og ráðið lykilstarfsfólk þar eystra. Fjölmargir landsmenn hafa nýtt sumarfríið til að ferðast innanlands þetta sumarið. Örn segir að Mink Campers hafi ekki farið varhluta af þeirri þróun, enda hafi eftirspurn ferðahýsa af ýmsu tagi aukist mikið í kjölfarið: „Fólk virðist kjósa að ferðast meira á eigin vegum þessi misserin. Við teljum að COVID­ faraldurinn muni styrkja okkar rekstur til lengri tíma þó auðvitað hafi þetta verið mjög óheppilegt til skemmri tíma.“ Aukinnar eftirspurnar hefur orðið vart víðar í sama geira. Kristín Anný Jónsdóttir, sölustjóri Víkurverks, sem selur tjald­ og ferðahýsi, tekur í sama streng og Örn. „Það selst allt jafnóðum um leið og það kemur inn,“ segir hún. Kristín telur að söluaukning á ferðahýsum fyrirtækisins sé um 40% frá síðasta ári. thg@frettabladid.is  Öll framleiðsla þessa árs þegar uppseld Sporthýsaframleiðandinn Mink Campers hefur þegar selt alla framleiðslu þessa árs. Eftirspurn ferðahýsa af ýmsu tagi hefur aukist eftir kórónuveirufar- aldurinn. Sölustjóri Víkurverks telur að söluaukning þessa árs sé um 40%. FERÐAMENNSKA Hótel Holt mun verða opnað aftur þann 1. septem­ ber næstkomandi og er þegar byrjað að taka við bókunum. Viðræður við nýja rekstraraðila fyrir veitingastað hótelsins eru yfirstandandi, en ekki er víst hvort takist að opna veitinga­ staðinn á sama tíma og gistirýmið. Bókanir eru þegar farnar að berast fyrir haustið, segir Hrönn Greips­ dóttir, stjórnarformaður hótelsins. Holtið skellti í lás í byrjun apríl á þessu ári, eftir að COVID­19 farald­ urinn hóf innreið sína á Íslandi. Nær öllu starfsfólki hefur verið sagt upp, en að jafnaði voru um 25–30 starfs­ menn í vinnu hjá hótelinu. Hluti starfsliðsins verður ráðinn aftur þegar hótelið verður opnað í september.  Þjónustustig hótels­ ins  verður þó með breyttu sniði, í það minnsta framan af. Til að mynda verður ekkert morgunverð­ arhlaðborð til að byrja með, segir Hrönn. Innréttingar Hótel Holts eru friðaðar og eðli málsins samkvæmt verður útlit hótelsins óbreytt við opnun þess í haust. Rekstur Hótel Sögu hefur haldið áfram í breyttri mynd frá því í vor, en herbergi hafa meðal annars verið boðin út í langtímaleigu. Veitinga­ staðnum Grillinu var hins vegar lokað fyrripartinn í apríl. Nýlega sótti félagið um greiðsluskjól frá kröfuhöfum sínum. Sigurður Kári Kristjánsson lög­ maður er umsjónarmaður Hótel Sögu í því ferli. Að sögn Sigurðar Kára er fjárhagsleg endurskipulagn­ ing bæði rekstrarfélags hótelsins og fasteignafélagsins til skoðunar í heild sinni, og er veitingastaðurinn Grillið þar með talinn. Sem stendur eru engar viðræður í gangi við hugs­ anlega rekstraraðila. Frestur Hótel Sögu til að klára fjárhagslega endur­ skipulagningu rennur út þann 7. október næstkomandi. – thg Hótel Holt opnað aftur í september Allar innréttingar sem prýða Hótel Holt eru friðaðar. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Örn Ingvi Jónsson, framkvæmdastjóri Mink Campers, segir að COVID-19 gæti styrkt reksturinn. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR Afgreiðslutímar á www.kronan.is Abra- kadabr ... ANANAS! GRILLAÐUR Á T EI N I ANANA S Fáðu töfra innblástur á kronan.is/ töfrar griað sumar Þe a verður DAG HVERN LESA 93.000 ÍSLENDINGAR FRÉTTABLAÐIÐ AÐ MEÐALTALI HEIMILD: PRENTMIðLAMÆLING GALLUP OKT-DES 2019, 12-80 ÁRA, ALLT LANDIð HAGSTOFA ÍSLANDS, MANNFJÖLDATÖLUR, 2019 2 3 . J Ú L Í 2 0 2 0 F I M M T U D A G U R6 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.