Fréttablaðið - 23.07.2020, Síða 8

Fréttablaðið - 23.07.2020, Síða 8
Ef hlýnunin verður nærri efri mörk- unum höfum við nánast enga möguleika á því að ná markmiðum Parísarsam- komulagsins Steve Sherwood, prófessor SMÁRATORGI | KRINGLAN | GLERÁRTORGI | LINDESIGN.IS LOKADAGAR ÚTSÖLU ENN MEIRI VERÐLÆKKUN UNGVERJALAND Aðalritstjóri helsta óháða fréttavefs Ungverjalands, index.hu, hefur verið rekinn úr starfi sínu. Ákvörðunin var tekin um mánuði eftir að ritstjórinn, Szabolcs Dull, sagði að sjálfstæði miðilsins gagnvart stjórnvöldum væri í hættu. Fyrir tæpum tveimur árum setti index.hu upp sérstakan mæli, sem mælir hversu frjáls fréttaflutning- urinn er. Þann 21. júní síðastliðinn var ákveðið að færa nálina frá því að miðillinn væri frjáls og yfir í að frelsið væri í hættu. Fyrr á árinu komst viðskipta- maðurinn Miklos Vaszily til áhrifa á miðlinum í gegnum fjármögnun hans. Vaszily er hliðhollur ungversk- um stjórnvöldum og forsætisráð- herranum Victor Orban, en index. hu er langstærsti miðillinn í landinu sem er gagnrýninn á stjórnvöld. Í yfirlýsingu frá stjórnarformanni sjóðsins, sem á útgáfufélag index. hu segir, að ritstjóranum hafi mis- tekist að ná stjórn á innri átökum á miðlinum í kjölfar aðkomu Vas- zily. Það hafi komið niður á tekjum þar sem auglýsendur héldu að sér höndum. Sjálfstæði index.hu væri ekki í hættu. – sar Ritstjóri rekinn fyrir gagnrýni Barist við gróðurelda í Grikklandi Gróðureldar geisa í þorpinu Kechries í Grikklandi en eldarnir hafa ágerst vegna sterks vinds á svæðinu. Þrjú hverfi og sumarbúðir barnahóps voru rýmd í gær en 77 slökkviliðsmenn, með 26 slökkviliðsbíla að vopni, tvær f lugvélar og fimm þyrlur, hafa verið við slökkvistörf. MYND/EPA COVID-19 Lyfjafyrirtækið AstraZe- nece, sem er í samstarfi við vísinda- menn hjá Oxford-háskólanum að þróa bóluefni gegn kórónuveir- unni, gerir ráð fyrir að efnið verði komið  á alþjóðamarkað fyrir lok þessa árs. „Við erum að stefna að því að allir geti fengið bóluefnið á kostn- aðarverði. Við vonumst til þess að geta byrjað að framleiða efnið fyrir árslok,“ segir Pascal Soriot, fram- kvæmdastjóri AstraZeneca. Fyrsti og annar fasi tilrauna með bóluefnið gekk vel og kallaði bólu- efnið fram ónæmi gegn veirunni. Þriðji fasinn verður svo fram- kvæmdur næsta haust. Miðað er við að einn skammtur af bóluefninu muni kosta sem nemur um það bil 400 íslenskar krónur. Lyfjafyrirtækin Johnson & Johnson, Pfizer, Merck og Modena eru einnig að þróa bóluefni gegn veirunni. – hó Þróun bóluefnis gengur afar vel LOFTSLAGSMÁL Ný alþjóðleg rann- sókn bendir til þess að hægt sé að útiloka bæði bestu og verstu sviðs- myndir áhrifa losunar gróðurhúsa- lofttegunda á hlýnun jarðar. Millir ík janef nd Sameinuðu þjóðanna um loftslagsmál hefur frá árinu 2013 miðað við að tvöföldun losunar frá því fyrir iðnbyltingu myndi líklega leiða til hækkunar hitastigs um 1,5 til 4,5 gráður. Samkvæmt rannsókninni sem birtist í gær í vísindaritinu Reviews of Geophysics er nú talið að hækk- unin yrði á bilinu 2,6 til 4,1 gráða. Hópur vísindamanna hefur unnið að rannsókninni undanfarin fjögur ár. Í grein sem fjórir höfundanna skrifuðu á breska vefmiðilinn CarbonBrief, sem sérhæfir sig í umfjöllun um loftslagsmál, segja þeir að þrátt fyrir aukna þekk- ingu og fjölda rannsókna hafi mat á þessum áhrifum á hitastigið lítið breyst síðustu 40 árin. Þeir segja að niðurstöðurnar þýði að mannkyn geti ekki treyst á að það sem áður voru talin lægri mörk hlýnunar raungerist. Góðu frétt- irnar séu hins vegar þær að verstu sviðsmyndirnar séu nú taldar mjög ólíklegar. Hlutfall koldíoxíðs í andrúms- loftinu er nú um 416 milljónarhlutar (ppm) en var 280 ppm fyrir iðnbylt- ingu. Ef ekki verður gripið til frekari aðgerða til að draga úr losun mun hlutfallið frá því fyrir iðnbyltingu tvöfaldast í kringum árið 2060. Einn vísindamannanna, Zeke Hausfather hjá Berkley-háskóla í Kaliforníu, segir í samtali við The Guardian að niðurstöðurnar þýði að meira þurfi að gera til að draga úr hlýnun jarðar. „Við erum ekki nálægt því að vera á réttri leið þar.“ Aðalhöfundur rannsóknarinnar, Steve Sherwood, sem er prófessor við Háskólann í Nýja Suður-Wales í Ástralíu, segir að gríðarlega mikil- vægt sé að auka skilning á áhrifum losunar á hlýnun. „Ef hlýnunin verður nærri efri mörkunum höfum við nánast enga möguleika á því að ná markmiðum Parísarsamkomulagsins og þyrftum að fara í yfirgír til að koma í veg fyrir hamfarir,“ segir Sherwood við The Guardian. Samkvæmt Parísarsamkomulag- inu á að takmarka hlýnun jarðar við 2 gráður miðað við hvernig það var fyrir iðnbyltingu. sighvatur@frettabladid.is Draga í land varðandi spár um hitastig jarðar Tvöföldun hlutfalls koldíoxíðs í andrúmslofti miðað við hlutfallið fyrir iðnbylt- ingu mun hækka hitastig jarðarinnar um 2,6 til 4,1 gráðu en ekki 1,5 til 4,5 gráður eins og áður var talið. Þetta benda niðurstöður nýrrar alþjóðlegrar rannsóknar til. Frá loftslagsmótmælum í þýsku borginni Datteln á dögunum. MYND/EPA BANDARÍKIN Sendiherra Bandaríkj- anna í Bretlandi, Woody Johnson, hefur verið sakaður um að hafa viðhaft rasísk og niðrandi ummæli um konur og fólk af afrísku bergi brotnu. Í ítarlegri umfjöllun CNN um málið koma fram mörg meint ummæli hans frá ónafngreindum heimildarmönnum sem vart sæma manni í hans stöðu. CNN heldur fram að Johnson hafi sætt rannsókn í bandaríska innanríkisráðuneytinu fyrir meint athæfi sitt sem og vegna ásakana um að hann hafi nýtt stöðu sína til þess að ýta undir rekstur fyr- irtækja sem Donald Trump Banda- ríkjaforseti tengist með einhverjum hætti. Johnson var tilnefndur í hina mik- ilvægu sendiherrastöðu af Trump og er afar hliðhollur honum. Hann er vellauðugur enda einn af erfingjum Johnson & Johnson-veldisins. – bþ Sendiherrann í basli í Bretlandi Woody Johnson. MYND /EPA 2 3 . J Ú L Í 2 0 2 0 F I M M T U D A G U R8 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.