Fréttablaðið - 23.07.2020, Síða 12

Fréttablaðið - 23.07.2020, Síða 12
Frá degi til dags Halldór ÚTGÁFUFÉLAG: Torg ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Helgi Magnússon FORSTJÓRI OG ÚTGEFANDI: Jóhanna Helga Viðarsdóttir RITSTJÓRI: Jón Þórisson jon@frettabladid.is, FRÉTTASTJÓRAR: Aðalheiður Ámundadóttir adalheidur@frettabladid.is Ari Brynjólfsson arib@frettabladid.is, Garðar Örn Úlfarsson gar@frettabladid.is MARKAÐURINN: Hörður Ægisson hordur@frettabladid.is FRÉTTABLAÐIÐ.IS: Kristjón Kormákur Guðjónsson kristjon@frettabladid.is. Fréttablaðið kemur út í 80.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 FRÉTTABLAÐIÐ Kalkofnsvegur 2, 101 Reykjavík Sími: 550 5000, ritstjorn@frettabladid.is HELGARBLAÐ: Björk Eiðsdóttir bjork@frettabladid.is MENNING: Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrunb@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Anton Brink anton@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrunb@frettabladid.is Æstur lýður fær reglulega nánast taugaáfall vegna orða annarra. Aðrir sjá síðan ekkert athugavert við að hóta ofbeldi. Hér er á ferðinni kjörið tækifæri til efnislegrar umræðu um innihald stjórnar- skrárinnar. Hætt er við því að sá einstaklingur sem tekur sér dágóðan tíma á netinu til að skoða helstu frétta- og umræðu-síður verði nokkuð ringlaður því þar eru svo margar fréttir af fólki sem er í uppnámi vegna þess að einhver annar hefur misboðið því. Ef einstaklingurinn, sem fer á netið til að leita frétta, er í eðli sínu fremur geðgóður og lítið fyrir ofstopa, þá verður hann æði dasaður af að lesa svo margar frásagnir sem lýsa fólki í gríðar- legu tilfinningauppnámi. Það er eins og það hafi fátt annað fyrir stafni en að vakta það hvort einhver hafi ekki örugglega látið út úr sér orð sem það getur froðufellt yfir. Í nýlegri frétt mátti lesa að mikil gremja ríkti á ýmsum bæjum vegna þess að leikkona, Þórdís Björk Þorfinnsdóttir, lýsti skoðun sinni á Raufarhöfn og Kópaskeri á Instagram. „Jæja þá erum við búin að koma á helv.. Kópasker. Keyrðum á Kópasker og Raufarhöfn bara til að geta krossað það út af listan- um, mæli alls ekki með að koma hingað, bara alls alls ekki gera það,“ sagði leikkonan. Það mun hafa verið tveggja gráðu hiti á þessum slóðum, hvínandi rok og rigning og orð leikkonunnar áttu víst ekki síst að beinast að þeirri eymd. Viðbúið var að þessi Instagram-færsla yrði til þess að hópur fólks myndi móðgast gríðarlega fyrir hönd Kópaskers og Raufarhafnar. Leikkonan fékk yfir sig holskeflu viðbjóðslegra svívirðinga með tilheyrandi líf látshótunum, og af því að hún er kona bættust nauðgunarhótanir þar við. Sú sem þetta skrifar man eftir því að skólasystir hennar var á sínum tíma ekki hrifin af Djúpavogi, horfði á staðinn og sagði af sannri fyrirlitningu: Hver getur eiginlega hugsað sér að búa hér?! Sem var náttúrlega alls ekki sanngjarnt, enda hefur Djúpi- vogur löngum verið sjarmerandi. En þar sem þetta var löngu fyrir tíma Instagram hafði skólasystirin ekki tök á að lýsa þessari skoðun sinni opinber- lega og slapp því við holskeflu formælinga. Hún hefur því aldrei þurft að biðjast afsökunar og iðrast opinberlega. Sjálfsagt slapp hún þar billega, svona á nútímamælikvarða. Sjálfur hefur pistlahöfundur sína skoðun á Garðabæ og skiptir þá engu hvernig þar viðrar hverju sinni. Þessari skoðun kýs pistlahöf- undur þó að halda fyrir sig, eins og ýmsu öðru. Í samtíma okkar er rík hneigð hjá fólki til að láta aðra vita hvað það er að hugsa og hvað það er að aðhafast hverju sinni. Þetta borgar sig svo sannarlega alls ekki alltaf, eins og ótal dæmi sanna. Æstur lýður fær reglulega nánast taugaáfall vegna orða annarra. Aðrir sjá síðan ekkert athugavert við að hóta of beldi. Leikkonan lætur ekki buga sig. Hún sér enga ástæðu til að sætta sig við þetta, lætur ofstopafólk ekki stöðva sig og ætlar að kæra hótanirnar til lögreglu. Hinir þolinmóðu segja gjarnan æsingafólkinu til afsökunar að það eigi eftir að læra á samskiptamiðla og þegar það gerist muni það tileinka sér siðaðra manna framkomu. Ljóst er að biðin eftir því mun engan enda taka. Hótanir Tillögur um breytingar á II. kafla stjórnarskrár-innar hafa nú um nokkurt skeið legið frammi á samráðsgátt stjórnvalda. Þarna er um að ræða breytingar sem varða handhafa framkvæmdavalds- ins; forseta, ríkisstjórn og tengd efni. Umsagnarfrestur rann út í gær en þess má vænta að talsverð umfjöllun eigi eftir að eiga sér stað um innihald tillagnanna áður en þær verða lagðar fram á Alþingi. Full ástæða er til málefnalegrar umræðu um þessi ákvæði, jafnt þau sem fela í sér raunverulegar breytingar og þau sem gera ráð fyrir óbreyttri skipan. Sjálfur er ég þeirrar skoðunar að breytingar á forseta- kaflanum eigi fyrst og fremst að færa orðalag og fram- setningu ákvæða til samræmis við framkvæmdina á lýðveldistímanum. Þannig finnst mér ástæðulaust að gera ráð fyrir formlegri aðkomu forseta að ákvörð- unum, sem alfarið eru í höndum ráðherra og á þeirra ábyrgð. Að þessu leyti hefðu tillögurnar í samráðsgátt- inni mátt ganga lengra. Eins tel ég þörf á að fjalla nánar um nýjar tillögur um stjórnarmyndun og þingrof, sem ég efast um að séu til bóta. Loks verð ég að geta þess að ég hef ekki enn séð rökin fyrir þeim breytingum, sem varða lengd og fjölda kjörtímabila forseta. Ég hef hér nefnt nokkur atriði í frumvarpsdrögun- um, sem tilefni er til að rökræða frekar. Færa má ágæt rök fyrir mismunandi sjónarmiðum um hlutverk for- setaembættisins og valdmörk þess gagnvart öðrum handhöfum ríkisvaldsins. Skoðanaskipti um þessi mál eru mikilvæg og ekkert að því að ólík sjónarmið komi fram. Mestu skiptir hins vegar að sem víðtækust sátt náist um útkomuna og að breytingar – verði þær gerðar – skili skýrum og ótvíræðum niðurstöðum. Hvað sem öðru líður er hér kjörið tækifæri til efnis- legrar umfjöllunar um innihald stjórnarskrárinnar. Vonandi munu sem flestir fræðimenn, stjórnmála- menn og aðrir áhugamenn um stjórnskipunarmál leggja sitt af mörkum. Það væri kærkomin tilbreyting frá þeim skotgrafahernaði og stagli, sem einkennt hefur stjórnarskrárumræðuna, frá því að umdeildar tillögur stjórnlagaráðs sigldu í strand veturinn 2012 til 2013. Upp úr skotgröfunum? Birgir Ármannsson þingmaður Sjálfstæðis- flokksins Tímapantanir á opticalstudio.is og í síma 511 5800 SMÁRALIND • HAFNARTORG • KEFLAVÍK Sjónmælingar eru okkar fag Gjafir virkjunar Eitt vinsælasta náttúruundur landsins þetta sumarið er Stuðlagil í Jökuldal á Fljótsdals- héraði. Þangað halda Íslendingar í hrönnum enda loksins nægt rými þar sem engir erlendir ferðamenn sitja um dýrðina. Áhugi náttúruunnenda á þessum einstaka stað helgast ekki síst af því að fegurð hans kom bara nýlega í ljós að fullu og því hafa ekki margir upplifað hana. Það er eiginlega kaldhæðni örlaganna að þegar Kárahnjúkavirkjun var tekin í notkun snarminnkaði vatnsmagnið í Jöklu og perlan kom í ljós. Stuðlagil gæti því verið sterkt áróðursvopn virkj- anasinna. „Drekkjum þessum dal og uppgötvum næstu perlu“, gæti slíkt slagorð hljómað. Fárviðri í netheimum Nýjasta fárviðrið á samfélags- miðlum virðist hafa fjarað út. Oft hafa Íslendingar rifist um heimskulega hluti en þarna var líklega sett nýtt landsmet. Net- verjar með móðgunarþrá rifu lélegan brandara úr samhengi. Í einni hendingu helltu Raufar- hafnarbúar í tjörubað á meðan þorparar úr Kópaskeri fóru ráns- hendi um varplönd í leit að fiðri. Heykvíslarnar námu við himin á meðan hin opinbera hirting átti að eiga sér stað. Í öllum æsingnum duttu þó einhver þorpsfíf l ofan í pottinn, f lóðalda myndaðist og eftir stóðu bæjarbúar tjargaðir og fiðraðir. Enginn kom samt út úr þessu fárviðri sem sigurvegari. 2 3 . J Ú L Í 2 0 2 0 F I M M T U D A G U R12 S K O Ð U N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð SKOÐUN

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.