Fréttablaðið - 23.07.2020, Blaðsíða 14
2 3 . J Ú L Í 2 0 2 0 F I M M T U D A G U R14 S P O R T ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
SPORT
Biðin eftir þeim stóra hefur verið löng og ströng fyrir stuðnings-menn Liverpool, eða þrjátíu ár. Eftir að hafa hampað titlinum 1990,
endaði Liverpool í öðru sæti tíma-
bilið á eftir, en Arsenal, sem tapaði
aðeins einum leik allt tímabilið,
lyfti meistaratitlinum. Það ár setti
Microsoft MS Dos 5.0 á markaðinn,
Nevermind kom út og vinsælustu
myndirnar voru Terminator 2: Judg-
ment Day og Anthony Hopkins sem
Hannibal Lecter í The Silence of the
Lambs.
Eftir að Úrvalsdeildin var sett á
laggirnar árið 1992 var Liverpool
töluvert langt á eftir grönnum
sínum í Manchester United og end-
uðu 25 stigum á eftir þeim. Áður en
EM fór fram í Englandi 1996 endaði
Liverpool 11 stigum á eftir Manc-
hester United og tapaði fyrir þeim
í bikarúrslitum. Stan Collymore
kom fyrir metfé og skoraði sigur-
mark gegn Newcastle í einum besta
leik sögunnar sem endaði 4-3. James
Bond sneri aftur á hvíta tjaldið og
Playstation kom á markað.
30 stig í Arsenal
Um aldamótin kom Emile Heskey í
framlínuna fyrir 11 milljónir punda
Þrjátíu ára þjáningarsögu loks lokið
Liverpool fékk enska meistaratitilinn afhentan í gærkvöldi eftir tímabil sem fer, fyrir ýmsar sakir, í sögubækurnar. Sé sögubókin
opnuð má sjá að ýmislegt hefur gerst á þessari þrjátíu ára leið Liverpool að titlinum. Til dæmis Facebook, fjármálahrun og YouTube.
Það hefur margt gerst á þeim þrjátíu árum sem stuðningsmenn Liverpool hafa beðið eftir enska meistaratitlinum.
og Slumdog Millionaire sló í gegn.
En liðið tók skref aftur og endaði í
sjöunda sæti árið 2010 og Carlsberg
hvarf af búningunum eftir 18 ára
veru. Benitez kvaddi einnig.
Brendan Rodgers birtist fyrir
átta árum og þótt hann hafi byrjað
rólega var ljóst að það var eitthvað
að gerast á Anfield. Sir Alex Fergu-
son kvaddi með titli og var Liver-
pool 28 stigum á eftir. Tímabilið
2013–2014 var árið sem Liverpool
átti að vinna en Steven Gerrard
klúðraði því með því að renna á
rassinn gegn Chelsea og endaði
Liverpool aðeins tveimur stigum á
eftir Manchester City.
Fullkomið púsluspil
Áttunda október 2015 var svo til-
kynnt að Jurgen Klopp hefði tekið
við stjórnartaumunum. Alls fylgd-
ust 35 þúsund með f lugferðinni
hans á f lightradar.com og þó byrj-
unin hafi verið hæg þá var ljóst að
eitthvað var í pípunum. Í fyrra mun-
aði aðeins einu stigi eftir æsilegasta
endasprett síðari tíma. Liðið lyfti
Meistaradeildarbikarnum og hefur
tekið þetta tímabil nánast í nefið.
Enginn hefur ógnað þeim og Liver-
pool eru svo sannarlega verðugir
meistarar.
benediktboas@frettabladid.is
en liðið endaði í fjórða sæti. Gerard
Houllier stýrði sínu fyrsta tímabili
og átta leikmenn komu en þrett-
án fóru. Liðið endaði 24 stigum á
eftir Manchester United. Ári síðar
lyfti liðið þremur bikurum, meðal
annars Evrópubikar eftir 17 ára bið.
Liðið vann Alaves 5-4 í stórkost-
legum úrslitaleik.
Árið 2004 fagnaði Arsenal titl-
inum með því að fara taplaust í
gegnum tímabilið og var Liverpool
heilum 30 stigum á eftir þeim. Rafa
Benitez kom inn og Michael Owen
fór til Madrídar eftir að hafa skorað
158 mörk í 297 leikjum.
Grikkland vann EM, Mark Zuck-
erberg stofnaði vefsíðu og Halle
Berry fékk Óskarinn.
Fjármálahrun og forsetar
Liverpool vann AC Milan í úrslita-
leik Meistaradeildarinnar eftir
vítaspyrnukeppni í trúlega eftir-
minnilegasta úrslitaleik sögunnar.
Ljóshærði Spánverjinn Fernando
Torres var keyptur og tímabilið 2007
byrjaði af krafti og var liðið efst eftir
sex leiki. Það hélt þó ekki út og end-
aði liðið ellefu stigum á eftir Man.
United. Fjármálahrun varð svo ári
síðar með alls konar ógæfu fyrir
marga en það tímabil endaði Liver-
pool aðeins fjórum stigum á eftir
Manchester United. Barack Obama
var kjörinn forseti Bandaríkjanna
Eðlilega var gleðin gríðarleg þegar Jordan Henderson, fyrirliði Liverpool, handlék bikarinn sem stuðningsmenn hafa beðið eftir í slétt þrjátíu ár. Þegar Fréttablaðið fór í prentun var gleðin mikil
fyrir utan Anfield, þótt lögregla og yfirvöld hafi biðlað til stuðningsmanna um að fagna heima í stofu. Sumir réðu einfaldlega ekki við sig. Eðlilega. Þrjátíu ára bið er nú loks lokið. MYND/GETTY