Fréttablaðið - 23.07.2020, Page 16
Elskulegur eiginmaður minn,
Þórður Guðmundur
Sæmundsson
sem varð bráðkvaddur þann
11. júní síðastliðinn, verður jarðsunginn
frá Hafnarfjarðarkirkju þann 28. júlí
næstkomandi, kl. 15.00.
Fyrir hönd aðstandenda
Drífa Sigurbjarnardóttir
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir,
amma og langamma,
Helga Gestsdóttir
Garðatorgi 17, Garðabæ,
lést á Landspítalanum, þann 17. júlí.
Útför hennar fer fram frá Garðakirkju,
mánudaginn 27. júlí, klukkan 13.00.
Jóhann Þórir Gunnarsson Herdís Hermannsdóttir
Gestur Þorsteinn Gunnarsson Helga Skúladóttir
Elísabet Gunnarsdóttir
Guðrún Gunnarsdóttir Einar Sigurður Björnsson
Dagmar Gunnarsdóttir Jóhann Áki Björnsson
barnabörn og barnabarnabörn.
Okkar ástkæra sambýliskona, móðir,
tengdamóðir, amma og langamma,
Jóhanna (Stella)
Halldórsdóttir
Hjarðarhaga 38, Reykjavík,
lést mánudaginn 20. júlí, á
Landspítalanum í Fossvogi. Útförin fer fram
frá Lindakirkju, Kópavogi, miðvikudaginn 29. júlí, kl. 13.
Magnús Þ. Jónsson
Guðmundur Guðbjörnsson Friðbjörg Blöndahl
barnabörn og barnabarnabörn.
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir, afi og langafi,
Sigþór Sigurðsson
netagerðarmeistari,
Sóleyjarima 3,
lést mánudaginn 20. júlí sl. á
Landspítalanum við Hringbraut.
Útför auglýst síðar.
Ingigerður Anna Guðmundsdóttir
Ragnheiður Guðrún Sigþórsdóttir
Bjarki Sigþórsson Björk Valdimarsdóttir
Sigríður Sigþórsdóttir Hilmar K. Lyngmo
barnabörn og barnabarnabörn.
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda
samúð við fráfall og útför
móður okkar og tengdamóður,
Bryndísar Þorsteinsdóttur
sem lengst af bjó að
Laugarásvegi 63, Reykjavík.
Sérstakar þakkir færum við starfsfólki
hjúkrunarheimilisins Grundar, fyrir
frábæra umönnun, nærgætni og hlýju.
Dagný Helgadóttir Gunnar H. Egilson
Árni B. Helgason Rósa Guðný Jónsdóttir
Guðrún Helgadóttir Atli Rúnar Halldórsson
Þorsteinn Helgason Jónína Á. Steingrímsdóttir
og fjölskyldur.
Ástkær faðir okkar,
tengdafaðir, afi og langafi,
Jón Sigurðsson
bifreiðastjóri,
frá Sleitustöðum í Skagafirði,
sem lést á heimili sínu, mánudaginn
13. júlí, verður jarðsunginn frá
Hóladómkirkju, föstudaginn 24. júlí, kl. 14.00.
Þeim sem vilja minnast hans er bent á sælureit ættarinnar,
Fagralund, sem honum var einkar hugleikinn.
Reynir Þór Jónsson Ingibjörg Jónsdóttir
Íris Hulda Jónsdóttir Björn Gunnar Karlsson
Gísli Rúnar Jónsson
Lilja Magnea Jónsdóttir Skúli Hermann Bragason
barnabörn og barnabarnabörn.
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir og afi,
Ólafur Halldór Garðarsson
lést í faðmi fjölskyldunnar,
á líknardeild Landspítalans
í Kópavogi, sunnudaginn 19. júlí.
Útförin fer fram frá Keflavíkurkirkju,
miðvikudaginn 5. ágúst, kl. 13.
Óli Haukur Mýrdal Ína Hrund Ísdal
Sunna Dís Ólafsdóttir Daníel Árnason
Hanna Þurý Ólafsdóttir
Garðar Ólafsson Thelma Guðlaug Arnardóttir
og afabörn.
Kæru ættingjar og vinir.
Þökkum öllum sem sýndu okkur
samúð og hlýhug við andlát og útför
yndislegrar eiginkonu minnar, móður
okkar, tengdamóður og ömmu,
Bryndísar Ottósdóttur
Kópavogstúni 12,
sem varð bráðkvödd fimmtudaginn 2. júlí og jarðsungin
frá Hallgrímskirkju 15. júlí. Sérstakar þakkir eru færðar
starfsfólki Gjörgæsludeildar í Fossvogi.
Kristján Árni Baldvinsson
Ingigerður Guðmundsdóttir Haraldur Eiríksson
Edda Guðmundsdóttir Angus Brown
Rannveig Ása Guðmundsd. Ármann Davíð Sigurðsson
Magnús Ari Guðmundsson
Jake Alexander, Goði, Kári, Bryndís Aría og Viktor Breki
Ástkær eiginmaður minn
og besti vinur, faðir,
tengdafaðir, afi og langafi,
Skúli Guðmundsson
Hjallahlíð 25, Mosfellsbæ,
lést á æðaskurðlækningadeild
Landspítalans, þ. 17. júlí, 2020.
Útförin fer fram frá Bústaðakirkju,
miðvikudaginn 29. júlí, kl. 13.00.
Björg Guðnadóttir
Álfheiður Arnardóttir
Guðni Þór Skúlason Sigurbjörg Ámundadóttir
Ragnheiður Linda Skúladóttir
barnabörn og barnabarnabörn.
Hálfrar aldar afmælið átti bara að líða í kyrrþey en ég gaf dóttur minni Snærós og kærustunni Sigrúnu leyfi til að halda upp á það ef þær vildu.
Það var eins og við manninn mælt, mér
skilst að hér verði hátt í hundrað manns
og tjaldað í garðinum,“ segir hinn fimm-
tugi Sindri Freysson. Hann kveðst svo
klókur að skipta sér ekkert af undir-
búningi veislunnar en vinna þó þau verk
sem honum eru falin. „Ég veit ósköp lítið
nema að ég ætla að mæta,“ segir hann.
Sindri stefnir norður á ættaróðalið
Haga í Aðaldal eftir helgi. „Þangað fer
ég til að hlaða batteríin og skrifa, enda
liggja ræturnar þar og frá þeim streymir
góð orka. Svo er stutt þaðan í náttúru-
perlur eins og Mývatn og Hljóðakletta.“
Þegar Sindri var barn var nafnið hans
sjaldgæft. „Ég held ég hafi verið sjötti eða
sjöundi Sindrinn á landinu og fólk hváði
þegar ég sagði til nafns. Nú heita margir
Sindri. Pabbi vill meina að það skýrist af
því að ég hafi unnið samkeppnir í smá-
sagnagerð þegar ég var ungur og komið
nafninu á kortið. Ég er ekki jafn sann-
færður.
Föðurafi Sindra var heillaður af goða-
fræðinni og skírði öll börn sín eftir per-
sónum í henni, að sögn Sindra, þau
eru Dagur, Hringur, Hugi, Völundur,
Snær, Freyr, Heiður og Fríður. „Þegar
ég var krakki lét ókunnugt fólk mig
þylja nöfnin upp eins og það væri sirk-
usatriði en þau hafa flotið greiðlega inn
í íslenska málvitund og nafnaheim en
ég þurfti í gegnum mannanafnanefnd
þegar ég valdi nöfn á börnin mín þrjú
og rótburstaði hana í öll skiptin. Snæ-
rós var fyrst, í dag bera nokkrar stúlkur
það nafn en enginn hefur enn tekið upp
nöfn sona minna. Seimur er að verða
átján ára og Skær er nýorðinn tólf ára.
Sumir héldu fyrst að Sindri Freysson
væri bara skáldanafn, fannst það ekta
dulnefni. En í dag hefur nafnið fest sig
nægjanlega í sessi til að ég geti sleppt
áhyggjum af því.“
Sindri er með tvær bækur í smíðum.
Hann segir hugmyndir stöðugt poppa
upp, galdurinn sé að fanga þær áður
en klukkan ýti þeim út. „Það dugar
ekki að ætla að muna eitthvað daginn
eftir,“ útskýrir hann og segir næturnar
drýgstar til skrifta. „Stundum er talað
um A- og B-manneskjur en ég er C-
manneskja sem geng til náða þegar
annað fólk er að fara á fætur. Móðir mín
og systir eru svona líka. Okkar tími er
nóttin. Það er gríðarlegur kraftur í nótt-
inni.“
Önnur áhugamál en skriftir? „Ég
hlusta á tónlist, horfi á kvikmyndir og
fer í veiði í laxá þegar tækifæri gefast.
Það fellur undir núvitund í dag að
standa úti í streymandi á í endalausri
náttúrufegurð.“ gun@frettabladid.is
Ætlar að mæta í afmælið
Sindri Freysson rithöfundur er fimmtugur. Þegar hann fæddist voru fáir Sindrar í
landinu. Faðir hans rakti fjölgun þeirra til velgengni sonarins í smásagnakeppnum.
„Sumir héldu fyrst að Sindri Freysson væri bara skáldanafn, fannst það ekta dulnefni,“ segir afmælisbarnið. FRÉTTABLAÐIÐ/VALGARÐUR
Stundum er talað um A og B
manneskjur en ég er C mann-
eskja sem geng til náða þegar
annað fólk er að fara á fætur.
2 3 . J Ú L Í 2 0 2 0 F I M M T U D A G U R16 T Í M A M Ó T ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
TÍMAMÓT