Fréttablaðið - 23.07.2020, Síða 32
Gu ð m u n d u r I n g i Markússon er höf-undur skáldsögunn-ar Skuggabrúin en fyrir hana fékk hann á dögunum Nýrækt-
arstyrk Miðstöðvar íslenskra bók-
mennta.
Skuggabrúin er ekki fyrsta sagan
sem Guðmundur skrifar. „Þetta er
þriðja alvarlega tilraunin og annað
handritið sem ég lýk við,“ segir
hann. „Hugmyndina fékk ég fyrir
löngu en það tók tíma að finna réttu
leiðina og læra að hlusta á sjálfan
sig. Þar kemur margt til en það var
ekki síst eftir lestur On Writing eftir
Stephen King að ég öðlaðist trú á
eigin rödd og aðferðum. Þá snerist
þetta um að finna rútínu, sjálfsaga
og tíma.“
Ísilögð veröld
Spurður um söguþráðinn segir
Guðmundur: „Sagan gerist í fjar-
VIÐ FYLGJUM ÞEIM
EFTIR UM ÍSILAGÐA
VERÖLD ÞAR SEM BÆÐI ÖRLÖG
ÞEIRRA OG ÖRLÖG HEIMSINS
ERU UNDIR.
Skáldsaga sem gerist í myrkum heimi
Guðmundur Ingi Markússon fékk Nýræktarstyrk Miðstöðvar íslenskra bókmennta
fyrir skáldsöguna Skuggabrúin. Bók eftir Stephen King gaf honum trú á eigin rödd.
„Hugmyndina fékk ég fyrir löngu en það tók tíma að finna réttu leiðina,“ segir Guðmundur. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
Kolbrún
Bergþórsdóttir
kolbrunb@frettabladid.is
Í dag, fimmtudaginn 23. júlí, frá klukkan 16.00 –19.00, verður boðið upp á ókeypis viðburði
við Hönnunarsafn Íslands og á gras-
flöt á Garðatorgi. Kúluhúsasmiðja
fer fram við Hönnunarsafnið en
það er myndlistarkonan Jóhanna
Ásgeirsdóttir sem leiðir smiðjuna.
Kúluhúsið verður gert úr bambus
og skreytt með blómum og öll fjöl-
skyldan getur tekið þátt en smiðjan
hefst klukkan 16.00.
Klukkan 18.00 koma Ásgeir
Ásgeirsson gítarleikari og félagar
og leika swing-djass fyrir gesti
Garðatorgs. Viðburðirnir eru liður
í tilraun bæjarins til að efla ókeypis
viðburðahald og skapa góðar sam-
verustundir fyrir fjölskyldur, við-
burðirnir fara fram utandyra ef
veður leyfir.
Sumarfjör á
Garðatorgi
Reykjavík Safarí menningar-gangan verðu r haldin í tólfta sinn í dag, fimmtudag,
klukkan 20.00–22.00. Hún hefst í
Borgarbókasafninu Grófinni.
Leiðsagt er á ensku, pólsku,
spænsku, filippeysku, arabísku,
farsi, frönsku eða litháísku þar sem
þátttakendur eru leiddir um helstu
menningarstaði miðborgarinnar.
Markmiðið er að veita nýjum
hópum innsýn í það umfangsmikla
og fjölbreytta menningar- og lista-
starf sem fer fram á söfnunum og
virkja borgarbúa til þátttöku.
– kb
Kvöldganga á átta tungumálum
lægri framtíð, í myrkum heimi. Öll
himintunglin hafa horfið, aðeins
ein stjarna eftir á himninum. Aðal-
persónurnar eru drengur og stúlka
á unglingsaldri, æskuvinir. Þegar
síðasta stjarnan hverfur verða þau
viðskila og lenda í klóm skuggalegra
afla. Við fylgjum þeim eftir um ísi-
lagða veröld þar sem bæði örlög
þeirra og örlög heimsins eru undir.“
Í umsögn bókmenntaráðgjafa um
verkið er Skuggabrúin sögð furðu-
saga sem sé jafnt skrifuð fyrir full-
orðna sem ungmenni. „Ég velti því
lítið fyrir mér hverjum hún væri
ætluð. Ég er hrifinn af höfundum
sem skrifa á mörkum ungmenna-
og fullorðinsbókmennta og þessi
saga er einmitt þar. Það má jafnvel
færa rök fyrir því að slíkar bækur
séu sérstök bókmenntagrein,“ segir
Guðmundur.
Þakklátur fyrir stuðning
Guðmundur er með meistaragráðu
í trúarbragðafræðum og táknfræði.
Hann er spurður hvort trú og tákn-
fræði komi við sögu í bókinni. „Þar
er lýst ákveðnum trúarbrögðum,
sem eru í bakgrunni. Fórnin er
líklega það trúarþema sem helst
kemur fram ásamt heimsmynd-
inni. Annars nálgast ég skrifin ekki
mjög meðvitað eða úthugsað. Þegar
ég geri fyrsta uppkastið dugar mér
að vita í hvaða átt ég er að fara. Svo
móta ég textann þegar ég endur-
skrifa.“
Enn er ekki ljóst hjá hvaða bóka-
forlagi sagan mun koma út. Spurður
hvort Nýræktarstyrkurinn virki
hvetjandi segir Guðmundur svo
vera. „Þótt ég hafi fengið færa yfir-
lesara meðan ég var að vinna verkið
þá er maður einn við skrif borðið.
Að fá utanaðkomandi og opinberan
stuðning skiptir því miklu máli og
eitthvað sem ég get ekki þakkað
nógsamlega fyrir.“
Ásgeir Ásgeirsson gítarleikari.
Leiðsögumennirnir sýna þátttakendum menningarstaði.
VERTU Í RÉTTA PAKKANUM Í SUMAR!
2 3 . J Ú L Í 2 0 2 0 F I M M T U D A G U R24 M E N N I N G ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
MENNING