Fréttablaðið - 25.07.2020, Qupperneq 4
ÞJÓNUSTUVERKSTÆÐI, VARA- OG AUKAHLUTAVERSLUN
Pallbílahús frá ARE á alla USA pallbíla
Varahlutaverslun ÍSBAND býður upp á gott úrval vara- og aukahluta og
íhluta til breytinga. Allir helstu varahlutir í okkar vörumerkjum eru til á
lager. Sérpöntum varahluti í aðra USA bíla.
Úrval af felgum fyrir
Jeep® og RAM
Upphækkunarsett
í Wrangler
Upphækkunarsett
í RAM
Falcon demparar
ÍSLENSK-BANDARÍSKA EHF • VERKSTÆÐI OG VARAHLUTAVERSLUN • SMIÐSHÖFÐA 5 • 110 REYKJAVÍK
SÍMI 590 2323 • THJONUSTA@ISBAND.IS • WWW.ISBAND.IS • OPIÐ VIRKA DAGA KL. 07:45 - 18:00
ALMENNT BÍLAVERKSTÆÐI OG
SMURÞJÓNUSTA FYRIR ALLA BÍLA
ALLIR VINNA - ENDURGREIÐSLA VSK.
FIAT HÚSBÍLAR - ÁBYRGÐAR OG
ÞJÓNUSTUVERKSTÆÐI
BREYTINGAR Á JEEP®, RAM
OG ÖÐRUM USA PALLBÍLUM
ALLIR BÍLAR SÓTTHREINSAÐIR
STUTTUR BIÐTÍMI SÍMI 590 2323
UMBOÐSAÐILI
KÓPAVOGUR Íbúar í nágrenni lóðar
í Hvarfahverfi eru orðnir lang-
þreyttir á aðgerðarleysi Kópavogs-
bæjar varðandi húsgrunn, sem talið
er að hætta stafi af.
Málið á sér langa forsögu. Í lok árs
2015 var tillaga að nýju deiliskipu-
lagi kynnt, þar sem til stóð að skipta
lóðinni Brekkuhvarfi 20 í tvennt og
koma fyrir öðru húsi á lóðinni.
Magnús Alfreðsson, sem býr
í Brekkuhvarfi 22, segir að þær
fyrirætlanir hafi strax verið gagn-
rýndar af eigendum nærliggjandi
lóða. „Ég kom því strax á framfæri
að málsetningar væru rangar en
það hunsuðu starfsmenn bæjarins.
Það var greinilegt að lóðin var ekki
mæld upp og því var þetta eitt alls-
herjar klúður,“ segir Magnús.
Þrátt fyrir mótmælin var deili-
skipulagið samþykkt og að endingu
hófst eigandi lóðarinnar handa við
að grafa húsgrunn undir nýtt hús.
„Þá voru hafðar hraðar hendur og
fékkst lögbann frá sýslumanni á
framkvæmdirnar. Það lögbann
stendur enn,“ segir Magnús.
Tæp þrjú ár eru frá því að lög-
bannið var sett, en í millitíðinni
hafa Kópavogsbær og eigandi lóðar-
innar tapað dómsmáli í héraði. Þar
var deiliskipulagið úrskurðað ógilt.
„Nágrannar mínir höfðuðu þetta
mál og höfðu sigur, enda um borð-
leggjandi mál að ræða. Þetta var vit-
laust mælt frá byrjun og því passaði
húsið ekki á lóðina,“ segir Magnús.
Hann segist hafa vonast til þess
að bærinn sæi að sér í kjölfarið og
viðurkenndi að mistök hefðu verið
gerð. „Við vonuðumst að minnsta
kosti til þess að bærinn myndi
moka ofan í grunninn, eða að lág-
marki girða hann af. Það hefur ekki
verið gert og skýlir bærinn sér á
bak við þá staðreynd að lögbannið
sé enn í gildi. Það gildir þó aðeins á
framkvæmdirnar og ætti að mínu
mati ekki við, ef lóðinni verður
komið í samt horf eða hún gerð
hættuminni,“ segir Magnús.
Kópavogsbær áfrýjaði niðurstöðu
í héraði til Landsréttar, sem Magnús
segir að hafi verið vonbrigði. „Það
er að mínu mati útilokað að Lands-
réttur komist að annarri niðurstöðu
í málinu.“
Á meðan málið velkist um í dóms-
kerfinu stendur enn gapandi sárið í
lóðinni við Brekkuhvarf. „Þetta er
stórhættulegt að mínu mati, sem og
að verið er að skemma aðrar lóðir.
Þarna er leiksvæði skammt frá og
það er talsvert fall fyrir börn ofan
í grunninn. Á öðrum árstímum er
vatn í grunninum sem getur einn-
ig verið hættulegt. Þá er byrjað að
hrynja úr minni lóð og hellur farnar
að gliðna,“ segir Magnús.
Hann segist hafa verið í miklum
samskiptum við Kópavogsbæ und-
anfarin misseri og meðal annars átt
fund með Ármanni Kr. Ólafssyni,
bæjarstjóra, fyrir nokkrum vikum.
„Mér var vel tekið á fundinum en
fékk engin vilyrði fyrir því að eitt-
hvað yrði gert í málinu. Að mínu
mati er Kópavogsbær að nota vald
sitt og skattpeninga til þess að beita
íbúa of beldi,“ segir Magnús.
bjornth@frettabladid.is
Kópavogsbær ekkert aðhafst
vegna hættulegs húsgrunns
Íbúi við Brekkuhvarf í Kópavogi telur að bærinn fari fram með ofbeldi, varðandi hættulegan húsgrunn
sem hefur staðið opinn í þrjú ár. Bærinn tapaði deiliskipulagsmáli í héraðsdómi en áfrýjaði til Lands-
réttar. Íbúar í hverfinu eru langþreyttir á aðgerðarleysi bæjaryfirvalda og telja hættu stafa af grunninum.
Húsgrunnurinn við Brekkuhvarf 20 hefur staðið opinn í tæp þrjú ár. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR
30 1.700keppendur taka þátt í Rey Cup á Íslandi í ár. seldust af nef-tóbaki í ÁTVR milli janúar og júlímánaða. 3,5prósenta atvinnuleysi var í júní samkvæmt Hagstofunni.
78
atvinnuflugmenn út-
skrifuðust úr Flugaka-
demíu Íslands í vor.
TÖLUR VIKUNNAR 19.07.2020 TIL 25.07.2020
14
tonn
þúsund tonn
af makríl hafa
veiðst á yfir-
standandi fisk-
veiðiári.
Þórdís Björk Þorfinns-
dóttir,
leikkona
olli usla á sam-
félagsmiðlum
vegna ummæla
um Kópasker
og Raufarhöfn.
Auk almennrar
gagnrýni fékk hún
fjölmargar morð- og nauðgunar-
hótanir í einkaskilaboðum. Hún
hyggst kæra athæfið til lögreglu.
Kári Orrason,
aðgerðasinni
er ákærður fyrir
að óhlýðnast
fyrirmælum
lögreglu í and-
dyri dóms-
málaráðuneyt-
isins í fyrra þar
sem hann, ásamt
félögum sínum í samtökunum
No Borders, krafðist fundar með
ráðherra um aðbúnað flótta-
manna í landinu. Hann skrifaði
opið bréf til Höllu Bergþóru
Björnsdóttur, lögreglustjóra
höfuðborgarsvæðisins, á vef
Fréttablaðsins á fimmtudaginn.
Alda Hrönn Jóhannsdóttir,
yfirlögfræðingur hjá Lögreglu-
stjóranum á Suðurnesjum
hefur ásamt öðrum
fengið yfir sig
kvartanir
vegna eineltis
frá starfs-
mönnum
Lögreglunnar
á Suðurnesjum.
Samkvæmt heim-
ildum fóru þeir yfirmenn sem
kvartað var undan í veikinda-
leyfi, tveimur dögum eftir að
kvartað var til fagráðs, án þess að
tilkynna lögreglustjóranum það.
Málið er nú á borði dómsmála-
ráðuneytisins.
Þrjú í fréttum
Morðhótanir,
opið bréf og
eineltismál
Að mínu mati er
Kópavogsbær að
nota vald sitt og skattpen-
inga til þess að beita íbúa
ofbeldi.
Magnús Alfreðsson
2 5 . J Ú L Í 2 0 2 0 L A U G A R D A G U R4 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð