Fréttablaðið - 25.07.2020, Side 8

Fréttablaðið - 25.07.2020, Side 8
Gunnar ÚTGÁFUFÉLAG: Torg ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Helgi Magnússon FORSTJÓRI OG ÚTGEFANDI: Jóhanna Helga Viðarsdóttir RITSTJÓRI: Jón Þórisson jon@frettabladid.is, FRÉTTASTJÓRAR: Aðalheiður Ámundadóttir adalheidur@frettabladid.is Ari Brynjólfsson arib@frettabladid.is, Garðar Örn Úlfarsson gar@frettabladid.is MARKAÐURINN: Hörður Ægisson hordur@frettabladid.is FRÉTTABLAÐIÐ.IS: Kristjón Kormákur Guðjónsson kristjon@frettabladid.is. Fréttablaðið kemur út í 80.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 FRÉTTABLAÐIÐ Kalkofnsvegur 2, 101 Reykjavík Sími: 550 5000, ritstjorn@frettabladid.is HELGARBLAÐ: Björk Eiðsdóttir bjork@frettabladid.is MENNING: Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrunb@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Anton Brink anton@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is Í rökræðu um dánaraðstoð er stutt í tilfinningar og þegar svo er, víkja rökin oft. Jón Þórisson jon@frettabladid.is Mín skoðun Lára G. Sigurðardóttir Af og til ratar í fjölmiðla hérlendis umræða um dánaraðstoð. Slík aðstoð er möguleg í nokkrum ríkjum heims en er ekki hér á landi. Alla vega ekki fyrir opnum tjöldum.Gerðar hafa verið atlögur að því að fá Alþingi til að afgreiða þingsályktunartillögu um dánaraðstoð, þar sem heilbrigðisráðherra væri falið að draga saman gögn um dánaraðstoð og lagaramma um hana í löndum þar sem hún er leyfð, ástæður og skilyrði aðstoðarinnar. Tekið er fram í tillögunni að hún feli ekki í sér álit á hvort ástæða sé til að breyta lögum hér á landi, heldur sé markmið flutningsmanna tillögunnar að styrkja grundvöll umræðu um viðkvæmt mál. Í rökræðu um dánaraðstoð er stutt í tilfinningar og þegar svo er, víkja rökin oft. Til er félagsskapur fólks hér á landi, Lífsvirðing, um dánaraðstoð, sem hefur að markmiði að stuðla að uppbyggilegri umræðu, vinna að því að sett verði lög um dánaraðstoð að tilgreindum skilyrðum upp- fylltum og fræða og upplýsa um efnið. Á vef félagsins kemur fram að dánaraðstoð sé þegar veitt hér á landi. Það sé þó sjaldan viðurkennt. Vísað er til erlendra rannsókna í löndum sem banna dánaraðstoð og fullyrt að niðurstöður sýni að læknar veiti aðstoðina með of stórum lyfjaskömmtum, í því skyni að lina þjáningar sjúklinga sinna. Þetta geri þeir þó fyrir liggi að skammturinn muni leiða til dauða. Öllum þeim sem hafa leyfi til að ávísa og gefa lyf ætti því að vera hugarhægð í því að dánaraðstoð verði leyfð, hvort sem þeir veita hana eða ekki. Umræða um dánaraðstoð er komin stutt á veg hér á landi og hún er tilviljanakennd. Meðal helstu and- stæðinga dánaraðstoðar eru heilbrigðisstarfsmenn. Þeir benda á að hún sé andstæð siðferðis- og faglegum skyldum þeirra. Öll menntun þeirra og þjálfun miði að áframhaldandi lífi sjúklings, en ekki dauða. Hlutverk þeirra sé því lækning en ekki dauði. En það eru aðrar siðferðilegar og trúarlegar hliðar á málinu. Lífið er heilagt og sjónarmiðið um að rangt sé að taka líf, í hvaða skilningi sem er, vegur þungt í mál- flutningi þeirra sem mótfallnir eru dánaraðstoð. Ekki má þó mikla málið um of fyrir sér. Verði dán- araðstoð leyfð, yrði hún að sjálfsögðu valkvæð og þeir sem eiga erfitt siðferðislega með að þiggja hana, gera það þá ekki. Og þeir sem ekki vilja veita hana, gera það heldur ekki. Það er auðvelt að skilja lækna sem vilja ekki þurfa að standa frammi fyrir sjúklingi sínum og ræða við hann möguleikann á að bundinn verði endi á líf hans. Það er þá líklega betri staða að sú leið sé ekki fær. En það er líka erfið staða fyrir sjúkling sem á enga batavon og býr við þjáningar, takmörkuð lífsgæði og á hraðri afturför, að hafa enga leið út úr þeim aðstæðum nema bíða síns náttúrulega dauðdaga. Umræðan um dánaraðstoð þarf að fara fram og þroskast. Fyrsta skrefið í því er að safna upplýsingum um reynslu þeirra þjóða sem hana leyfa. Líf og dauði Ég rumskaði við að rúmið gekk til og hugsaði með mér hvort konan væri nú að bylta sér, sagði viðkunnanlegur viðmælandi í útvarpsviðtali í vikunni. Ekki fylgdi sögunni hvort byltur eigin- konunnar eigi það til að hafa viðlíka áhrif í rúminu og jarðskjálfti af stærðargráðu fimm! Skjálftahrina á Reykjanesi hefur farið mikinn undanfarna daga. Á Vísindavef Háskóla Íslands kemur fram að jarðskjálfti myndast í kjölfar mikillar spennu í bergi, sem brotnar þegar spennan fer yfir brotaþol þess. Það er nátengt flekahreyfingum jarðskorp- unnar, þar sem þeir nuddast saman og troðast hver á öðrum. Mikil orka losnar svo þegar bergið brotnar og dreifist orkan í allar áttir með bylgjum. Talið er að sumir jarðskjálftar geti valdið eldgosum. Brotaþol mannsins er kannski ekki ósvipað. Þegar spenna mannsbrjóstsins brýst í gegnum þolmörk fara af stað bylgjur reiði, örvæntingar og ótta, sem treður á öðrum. Spenna móður og mannsbarna Þetta er ekki í fyrsta sinn sem móðir jörð spennist og skelfur í kjölfar neyðarástands, óróleika og spennu hjá okkur mannsbörnunum. Árið 1918 hófst með fimbul- kulda og í júlí sama ár barst skæðasta heimsfarsótt allra tíma, spænska veikin, til landsins. Fyrri heims- styrjöldin hafði geisað í fjögur ár og þá á vitorði sem versta stríð sem mannkynið hafði upplifað. Maður getur vart ímyndað sér hvernig ástatt var í sálarlífi samtímamanna. Síðar sama ár gaus Katla, með einu mesta hlaupi frá landnámi. Stökkvum til ársins 2008. Bankarnir hrundu og í janúar 2010 neitaði þáverandi forseti vor, hr. Ólafur Ragnar Grímsson, að skrifa undir hinn umdeilda Ice- save-samning. Reiði og ólga kraumaði í samfélaginu og aðeins tveimur vikum eftir að við gengum til þjóðarat- kvæðagreiðslu um örlög skuldsetningar þjóðarinnar, gaus Eyjafjallajökull sínu stærsta gosi frá landnámi. Í bók sinni „Man's search for meaning“ veltir geð- læknirinn Viktor E. Frankl, sem var fangi í útrým- ingarbúðum nasista, upp hvernig þjáning mótar lífið. Hægt sé að svipta manninn öllu nema einu, sem er að velja eigið viðhorf í öllum aðstæðum. Það sé þetta andlega frelsi – sem ekki er hægt að taka í burtu – sem gefur lífinu merkingu og tilgang. Ef það er tilgangur með lífinu, þá hljóti að vera tilgangur með þjáningu því þjáning er órjúfanlegur þáttur tilverunnar. Þeir fangar sem töpuðu andlega neistanum og hættu að lifa fyrir framtíðina, urðu senn bráð búðanna. Fangar með undirliggjandi taugaveiki sem var ekki að hrjá þá, sátu skyndilega uppi með minna mótvægi eftir að þeir glötuðu voninni. Lífið laut í lægra haldi. Viktor vitnaði í orð þýska heimspekingsins Nietzsche: „Sá sem hefur ástæðu til að lifa getur þolað næstum hvaða lífsins þjáningu.“ Fangarnir þurftu að hafa ástæðu – markmið – fyrir tilveru sinni. Þeir urðu að skilja að það skipti ekki máli hverju þeir bjuggust við af lífinu, heldur hverju lífið bjóst við af þeim. Von Árið 1918 var ekki alslæmt. Þá lauk fyrri heims- styrjöldinni og við öðluðumst sjálfstæði frá Dönum. Ferðasamgöngur bættust til muna og læknisfræðin tók stórt stökk fram á við. Frá 2010 fjölgaði ferðamönnum sem heimsóttu landið með hverju árinu til 2019, sem hjálpaði okkur að rétta úr efnahagnum og skapaði fjölda nýrra starfa, eftir hámark atvinnuleysis í kreppunni. Ferðapara- dísir byggðust upp um allt land sem nú bíða okkar til að njóta. Árið 2020 er áskorun og kennir okkur mikilvæga lexíu. Það er enn von til að bjarga móður okkar allra, jörðinni, frá útrýmingu af okkar völdum. En ef við- kunnanlegi viðmælandinn væri minn maður, ætti sá allavega von á skjálftahrinu af mínum völdum næstu daga. Lífsins skjálftar Hefurðu smakkað? 2 5 . J Ú L Í 2 0 2 0 L A U G A R D A G U R8 S K O Ð U N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð SKOÐUN

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.