Fréttablaðið - 25.07.2020, Síða 10
ENSKI BOLTINN Það er stundum
sagt að sagan endurtaki sig, en slíkt
má svo sannarlega segja um niður-
stöðuna í tveimur efstu deildum
ensku knattspyrnunnar á keppnis-
tímabilinu sem er að ljúka. Þannig
er að sömu lið báru sigur úr býtum
í efstu og næstefstu deild árið 1990
og gerðu það að þessu sinni.
Leeds United fór upp úr B-deild-
inni og Liverpool varð enskur meist-
ari, vorið 1990. Liverpool þurfti svo
að bíða í 30 ár eftir því að vinna
enska meistaratitilinn á nýjan leik
og Leeds United hefur síðan þá
flakkað á milli deilda. Leeds United
hafði verið utan efstu deildar í 16
ár, þegar Marcelo Bielsa kom liðinu
loksins aftur upp í efstu deild, en
honum tókst það í annarri atrennu.
Eftir góðan tíma undir stjórn
David O'Leary, frá haustinu 1998 til
sumarsins 2002, þar sem Leeds Un-
ited hafnaði aldrei fyrir neðan fimm
efstu sæti deildarinnar og komst í
undanúrslit í Evrópukeppni félags-
liða vorið 2000 og svo í undanúrslit
Meistaradeildar Evrópu ári síðar,
fór að halla undan fæti fjárhagslega.
Fram undan voru erfiðir tímar.
Peter Ridsdale, stjórnarformaður
Leeds United, hafði skuldsett félag-
ið mikið og treyst á að fá greiðslur
fyrir sjónvarpsrétt og fyrir þátt-
töku í Meistaradeildinni, til þess
að greiða þær skuldir. Þegar ljóst var
að félagið væri að fara inn í annað
tímabil í röð utan Meistaradeildar-
innar sumarið 2002, þurfti félagið
að selja sína stærstu bita.
Ridsdale lenti í deilum við
O'Leary út af sölunni á Rio Fer-
dinand til Manchester United, sem
varð til þess að knattspyrnustjór-
Löng bið á enda hjá tveimur liðum
Sama sviðsmynd var í ensku knattspyrnunni fyrir 30 árum og er núna. Liverpool var þá á toppi veraldarinnar,líkt og um þessar
mundir, og Leeds United var að fikra sig upp í fremstu röð að nýju. Stuðningsmenn liðanna svífa um á bleiku skýi þessa stundina.
John Barnes og Peter Beardsley
voru lykilleikmenn Liverpool.
Leikmenn Leeds United hylla stjóra sinn Marcelo Bielsa sem er í guðatölu.
Það var afar
glatt á hjalla hjá
leikmönnum og
forráðamönn-
um Liverpool
þegar bikarinn
fyrir enska
meistaratitilinn
fór á loft fyrr í
þessari viku.
MYND/GETTY
Sumarfrí
27. júlí - 3. ágúst
Skrifstofur Orkustofnunar verða lokaðar
frá mánudeginum 27. júlí til og með mánudagsins 3.
ágúst næstkomandi vegna sumarleyfa starfsmanna.
inn var látinn taka pokann sinn.
Skömmu síðar hurfu fleiri lykilleik-
menn á braut, en Jonathan Wood-
gate var meðal annars seldur til Real
Madrid. Næstu misserin héldu verð-
mætustu leikmenn liðsins áfram að
yfirgefa herbúðir þess og vorið 2004
féll liðið úr efstu deild.
Haustið 2004 voru fjárhagsvand-
ræði Leeds United orðin svo mikil
að félagið neyddist til þess að selja
bæði heimavöll sinn, Elland Road,
sem og æfingasvæði sitt. Vorið 2007
var svo félagið sett undir óháða fjár-
málastjórn og af þeim sökum voru
10 stig dregin af félaginu, sem geir-
negldi það að liðið féll niður í C-
deild í fyrsta skipti í sögu félagsins.
Dennis Wise, sem var knattspyrnu-
stjóri liðsins, var ekki í öfundsverðri
stöðu þar sem hann var að safna liði
skömmu fyrir mót sumarið 2007 og
félagið var í raun í tætlum.
Undir stjórn Wise og aðstoðar-
manns hans, Gus Poyet, byrjaði
Leeds United leiktíðina 2007 til
2008 með 15 stig í mínus, en tókst
samt sem áður að komast í umspil
um að komast upp um deild. Þar
tókst þeim ekki að koma liðinu yfir
línuna og þegar tímabilinu lauk fór
Wise til Newcastle United og Poyet
til Tottenham Hotspur. Kallað var á
Leeds-goðsögnina Gary McCall ister
sem kom liðinu sömuleiðis í umspil
vorið 2009, en tapaði fyrir Don-
caster Rovers í úrslitaleik um sæti í
B-deildinni.
Vorið 2010 fór svo Leeds United
upp í B-deildina með Simon Grayson
í brúnni. Grayson, Neil Redfearn,
Neil Warnock, Brian McDermott,
Dave Hockaday, Darko Milanič,
Uwe Rösler, Steve Evans, Garry
Monk, Thomas Christiansen og
Paul Heckingbottom, fengu allir
tækifæri til þess að spreyta sig á því
að koma Leeds United aftur í deild
þeirra bestu. Það var svo hinn litríki
Argentínumaður sem kom sér á háan
stall hjá stuðningsmönnum Leeds
United, með því að binda enda á 16
ára eyðimerkurgöngu liðsins.
Skömmu fyrir fjármálahrun, það
er í byrjun árs 2007, keyptu banda-
rísku fjársýslumennirnir George
Gillet og Tom Hicks meirihlutann
í Liverpool, en stuðningsmönnum
félagsins hrýs hugur þegar nöfn
þessara mætu manna ber á góma.
Eftir að hafa lent í öðru sæti ensku
úrvalsdeildarinnar árið 2009, þrátt
fyrir stöðugar deilur eigendanna
við Rafael Benitez, knattspyrnu-
stjóra liðsins, var liðið nálægt
því að vera tekið til gjaldþrota-
skipta haustið 2010.
Liverpool lenti í sjöunda sæti
deildarinnar 23 stigum á eftir Chels-
ea, sem varð enskur meistari vorið
2010 og nokkrum mánuðum síðar
var félagið á hengiflugi vegna skuld-
setningar Gillet og Hicks. Banda-
ríski auðmaðurinn John W. Henry
og fjárfestahópur í kringum hann
kom eins og riddari á hesti og skar
samlanda sína úr snörunni.
Tíu árum síðar er Liverpool hand-
hafi titilsins í Meistaradeild Evrópu,
heimsmeistaratitilsins og enska
meistaratitilsins. Þá er Liverpool
ansi verðmætt félag eins og sakir
standa og fjármál félagins standa á
traustum fótum. Jürgen Klopp
hefur skuldbundið sig til þess að
stýra skútunni næstu fjögur árin
og allt er í blóma. Á næsta keppnis-
tímabili mun Þjóðverjinn etja kappi
við sérvitringinn Bielsa, sem Pep
Guardiola, knattspyrnustjóri Manc-
hester City, hefur lýst sem besta
þjálfara heims.
Hér heima hafa fjölmargir stuðn-
ingsmenn Leeds United komið fram
úr skúmaskotum. Blómaskeið Leeds
United á sjötta og sjöunda áratug
síðustu aldar bjó til nokkuð stóran
stuðningsmannahóp liðsins hér á
landi. hjorvarolafsson@frettabladid.is
Liverpool var að rjúfa 30
ára bið sína eftir enska
meistaratitlinum og Leeds
United endurheimti sæti sitt
í efstu deild eftir 16 ára bið.
Opin fræðsla fyrir alla sem nýlega
hafa greinst með krabbamein fer
fram í Ljósinu, Langholtsvegi 43,
næstu mánudaga milli 10:30 -
12:00:
6. júlí: Líðan, virkni og stuðningur
13. júlí: Þreyta - Orkusparandi
aðferðir
20. júlí: Sjálfstyrkur, sjálfsmynd
27. júlí: Slökun
10. ágúst: Streita og bjargráð
17. ágúst: Fjölskyldan og
samskipti
24. ágúst: Markmiðasetning
2 5 . J Ú L Í 2 0 2 0 L A U G A R D A G U R10 S P O R T ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
SPORT