Fréttablaðið - 25.07.2020, Page 12
VIÐ MUNUM REYNA Á
JAFNVÆGI, SAMHÆFINGU,
ÖNDUN OG ALLS KONAR
JÓGASTÖÐUR OG PRÓFA
AÐ HUGLEIÐA AÐEINS.
MARAÞON
Veglegt sérblað Fréttablaðsins um maraþon
kemur út föstudaginn 31. júlí nk.
Í sérblaðinu Maraþon er tilvalið fyrir hin ýmsu
góðgerðarfélög að kynna sig og benda hlaupurum
um leið á frábært málefni til að styrkja.
Tryggðu þér gott auglýsingapláss í langmest lesna
dagblaði landsins.
FERMINGARGJAFIR
Fimmtudaginn 15. mars gefur Fréttablaðið út
bráðsniðugt aukablað sem innheldur ótal
hugmyndir að fjölbreyttum fermingargjöfum.
Allir sem hafa fermst vita að dagurinn og ekki síst
gjarnar lifa í minningunni um aldur og ævi.
Tryggðu þér gott auglýsingapláss
í langmest lesna dagblaði landsins.
Upplýsingar hjá auglýsingadeild Fréttablaðsins í síma 512 5402
eða sendu okkur póst á netfangið serblod@frettabladid.is
Nánari upplýsingar um blaðið veitir:
Jón Ívar Vilhelmsson, markaðsfulltrúi fréttablaðsins.
sími 5505654 / jonivar@frettabladid.is
Eyjan er svo stórkostleg. Ég elska Viðey og er rosalega spennt og það verður gaman að kynna þetta,“ segir jógakennarinn og leiðsögukonan
Arnbjörg Kristín Konráðsdóttir,
sem ætlar að leiða fjölskyldujóga
úti í Viðey klukkan 13.30 á sunnu
daginn.
Hún segir eyjuna sannarlega fall
egan stað til að hugleiða og stunda
jóga í fersku sjávarlofti, og næsta
víst að þar talar hún ekki alveg út
í bláinn. „Ég er búin að vinna lengi
í Viðey, skal ég segja þér. Þetta er
örugglega sjötta eða sjöunda sum
arið mitt þar.“
Kristín hefur á þessum árum
boðið bæði upp á sérstakar jóga
göngur og svo fjölskyldujógað sem
hefur notið stöðugra vinsælda frá
byrjun. „Við ákváðum að prófa
Hverjum róandi gongið glymur
Jógakennarinn Arnbjörg Kristín Konráðsdóttir veit hvar innri frið er að finna í Viðey, sem sé fallegur staður til
hugleiðslu. Þar leiðir hún fjölskyldujóga á sunnudag en siglingin þangað, ein og sér, getur fært fólk nær innri ró.
Arnbjörg Kristín leggur áherslu á að blanda saman skemmtun og jógaæfingum fyrir alla. MYND/DANÍEL STARRASON
Arnbjörg segir
Viðey henta vel
til hugleiðslu og
jógaiðkunar.
Þórarinn
Þórarinsson
thorarinn@frettabladid.is
fjölskyldujógað einn Barnadaginn
og það gekk svo vel að við ákváðum
bara að hafa þetta árlegt.“
Hátt til lofts
Fjölskyldujógað stendur hins vegar
eitt og sér í ár þar sem Barnadagur
inn hefur, eins og margir fjölmennir
viðburðir, mátt víkja fyrir COVID
19. „Hann verður ekki núna af því
hann er svo fjölmennur, þannig að
við ákváðum að hafa bara svona
fjölskyldujógaviðburð í staðinn.
Þetta er aðeins nettara form, en
það góða við Viðey er að það er
hægt að mæta og dreifa vel úr sér
á túninu þarna. Þannig að þetta
ætti að henta þeim vel sem eru að
passa sig og eru viðkvæmir,“ segir
Arnbjörg um eyjuna sem kjörlendi
fyrir tveggja metra regluna. „Þarna
er nóg af lofti og hægt að passa fjar
lægðirnar afskaplega vel.“
Bara gaman
„Þetta er fyrir allan aldur þannig að
þetta verður skemmtilegt umfram
allt,“ segir Arnbjörg um fjölskyldu
jógað, þar sem hún leggur áherslu á
blanda saman skemmtun og æfing
um í passlegum hlutföllum.
„Við munum reyna á jafnvægi,
samhæfingu, öndun og alls konar
jógastöður og prófa að hugleiða
aðeins. Við gerum líka nokkur jóga
dýr, vegna þess að börn hafa mjög
gaman af dýrum og við sprellum
aðeins í leiðinni.“
Arnbjörg segir að í jóga sé mikið
verið að hreyfa líkamann og það
hafi hún oft gert í leik með börnum.
„Þannig að ég ætla að fara í einn
tvo leiki með öllum og gera þetta
skemmtilegt. Ég er með góða leiki í
handraðanum til þess að skapa bara
yndislega, skemmtilega stemningu.
Þetta er ekkert allt of alvarlegt og
svo setjumst við niður og æfum
okkur að vera alveg kyrr í eina mín
útu. Gerum litla hugleiðslu.“
Börnin leyna á sér
Arnbjörg hefur mikla reynslu af því
að kenna börnum frá þriggja ára og
unglingum jóga, og segir aðspurð að
börn geti verið ótrúlega liðug. „Þau
sitja bara alveg strax í lótus og geta
gert ýmislegt sem ég get ekki. Vegna
þess að líkami þeirra býður bara
upp á það. Það er ekki komin streita
í kroppinn enn þá, en svo eldumst
við og byrjum að hafa áhyggjur.
Þá hættum við að hreyfa okkur
eins mikið, eða ekki eins náttúrlega,
og byrjum að vera meira í hausnum
og í kyrrstöðuvinnu og þá stirðnum
við. En það er rosalega gott að heim
sækja innra barnið í sjálfum sér og
frelsa aðeins líkamann og hugann.
Frá norminu.“
Arnbjörg segir jóga svo sannar
lega vera fjölskyldusport og segir
tilvalið fyrir alla fjölskylduna að
mæta út í Viðey. „Ég lærði fjöl
skyldujóga úti í Bandaríkjunum og
þá er maður að skoða allan aldur
og á hvaða aldri er hægt að gera
jóga með tilliti til ákveðins hreyfi
þroska, hvað henti viðkomandi og
svo framvegis.
Róandi gong
Arnbjörg slær róandi taktinn fyrir
hugleiðsluna úti í Viðey. „Gongið er
fyrst og fremst ætlað til að kenna
hugarró,“ segir Arnbjörg og bætir
við að hvort sem er setið eða legið
þá „verði til svona ákveðin innri
stilla,“ þegar hugurinn einbeiti sér
að hljóðinu sem frá gonginu kemur.
„Við erum frekar þjálfaðri í að
dreifa huganum og hugsa um margt
í einu, en í jóga er markmiðið að
þjálfa hugann upp með reglulegri
ástundun hugleiðslu og gongið
hjálpar okkur að setja athyglina
BÚMM! á einn stað. Á hljóðið. Og
hljóðið kemur vitundinni í svona
einingarástand þar sem eru engar
áhyggjur. Það er gott að heimsækja
þann stað,“ segir Arnbjörg og hlær.
Siglt á róandi mið
Þeim sem hyggjast skella sér í jógað
á sunnudaginn er bent á að gott
getur verið að taka með sér teppi
fyrir slökunina og að klæða sig eftir
veðri, svo ytri aðstæður trufli ekki
um of slökunina undir heillandi
tónum gongsins í guðsgrænni nátt
úrunni.
Siglingin er að sögn Arnbjargar
slakandi ferðalag í sjálfu sér. „Ég
myndi segja að bara siglingin út í
Viðey sé yndisleg. Fólk er auðvitað
að fara til útlanda í svona vellíðun
arferðir til að fá fjarlægð á normið,
smá yfirsýn og tíma til að kúpla út
og endurmeta stöðuna aðeins.
Að fara út í Viðey er algerlega
þannig upplifun, nema miklu
styttra. Þegar þú kemur út í Viðey og
horfir yfir borgina færðu aðra sýn á
hlutina og staðinn sem þú býrð á.
Þegar maður getur horft svona , þá
kemst einhvern veginn ró í mann.
Bara með því að taka sjálfan sig úr
hefðbundnu umhverfi, úr erlinum,
úr umferðinni til dæmis og vinnu
staðnum.
Það er öllum rosalega gott að sjá
þetta utan frá og fá kannski ein
hverja aðra sýn á lífið.“
Fjölskyldujóga í Viðey
Jógastundin í Viðey hefst
klukkan 13.30 sunnudaginn 26.
júlí.
Siglt verður frá Skarfabakka kl.
13.15 og heim aftur samkvæmt
áætlunarsiglingu þegar fólki
hentar.
Veitingasala í Viðeyjarstofu er
opin og fólki er bent á að þar er
hægt að njóta matar og drykkjar
fyrir eða eftir jóga. Í eyjunni eru
einnig útigrill sem öllum er frjálst
að nota, en aðeins þarf að koma
með mat og kol.
Gjald í ferjuna fram og til baka
eru 1.650 krónur fyrir fullorðna,
1.500 fyrir eldri borgara og nem-
endur og 825 fyrir börn 7 – 17 ára
í fylgd fullorðinna. Börn 6 ára og
yngri sigla frítt.
2 5 . J Ú L Í 2 0 2 0 L A U G A R D A G U R12 H E L G I N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
HELGIN