Fréttablaðið - 25.07.2020, Page 16

Fréttablaðið - 25.07.2020, Page 16
Eitt af því sem ég legg upp úr er að vinna með stelpum og vinna við að hjálpa ungum konum að átta sig á þeim hæfileik-um sem þær hafa fram að færa,“ segir Silja Bára um starf sitt hjá Háskóla Íslands og bætir við að mörgum konum hafi verið kennt frá ungum aldri að þær eigi frekar að draga úr eigin getu, heldur en að viðurkenna hana. „Ég lít á það sem mitt hlutverk í lífinu að berja fullkomnunaráráttu úr ungum konum,“ segir hún frem- ur létt í bragði og minnist þess að þegar hún kom inn í deildina, hafi margir nemendur aldrei áður séð kvenkynskennara þar. „Þannig að ég velti líka bara fyrir mér þessum fyrirmyndaráhrifum. Núna erum við orðnar fjórir pró- fessorar við deildina, þá allt í einu sjá stelpur, eða ég vona að stelpur sjái, að þetta sé leið sem er fær og aðgengileg.“ Fór óvænt að kenna „Ég datt svolítið inn í þetta,“ segir Silja Bára um kennsluna. „Ég flutti heim frá Bandaríkjunum árið 2003 og hafði þá verið úti í rúmlega ára- tug,“ segir Silja, sem hafði þá ekki starfað á Íslandi síðan hún var undir tvítugu. Hún hafði því ekki miklar teng- ingar né meðmæli til að vísa til hér á landi og f lutti út á land og fékk starf hjá Jafnréttisstofu, þar sem hún vann í rúm tvö ár. Hún var þó alltaf opin fyrir nýjum tækifærum og hafði sent út ferilskrár á nokkra staði. Meðan Silja Bára var búsett á Akureyri ákvað hún að taka nokkra áfanga um íslensk stjórnmál og stjórnsýslu og það var þá sem Mar- grét Björnsdóttir, sem er í dag verk- efnisstjóri innan stjórnmálafræði- deildar, benti henni á mögulegt tækifæri við deildina. „Þá mundi hún eftir að hafa séð ferilskrána mína og segir: „Heyrðu, ert þú ekki þessi sem er með alþjóðasamskiptin? Okkur vantar fólk til að kenna, við erum búin að skipuleggja nýtt nám sem við erum að fylla í og það er eitthvað af þessu sem þú gætir kennt,“ og þannig dett ég í rauninni inn sem stundakenn- ari til að byrja með,“ segir Silja en samhliða kennslunni var hún áfram í fullu starfi á Akureyri. „Síðan vatt þetta upp á sig og það losnaði starf við Alþjóðamála- stofnun. Ég var ráðin þangað og var forstöðumaður Alþjóðamálastofn- unar í önnur tvö eða þrjú ár og alltaf að kenna með.“ Hún fór síðan yfir í aðjúnktsstöðu, en markmiðið var alltaf að klára doktorsnámið svo hún gæti orðið lektor. Fór krókaleið að stöðunni Silja Bára kláraði doktorsnámið 2017 og var ráðin í stöðu lektors 2018. Hún segist lengi hafa þráð stöðu prófessors og að það hafi verið ákveðin viðurkenning að hljóta stöðuna. „Það eina leiðin- lega við að skipta yfir er að kenna minna, mér finnst kennslan ótrú- lega skemmtileg,“ segir Silja og hlær. Leiðin að stöðunni hafi þó verið allt annað en auðveld. „Ég fór mikla krókaleið að þessu. Í raun og veru hætti ég í doktorsnámi úti í Banda- ríkjunum, bæði þá dó leiðbeinand- inn minn og ég varð fyrir líkamsárás, og það var bara orðið svolítið mikið af áföllum í samhengi við það,“ segir hún. „Þannig að ná að klára þetta líka er frekar mikilvægt fyrir mig.“ Þessi með alþjóðasamskiptin Alþjóðastjórnmálafræðingurinn Silja Bára Ómarsdóttir er ein þriggja kvenna sem varð í upphafi mánaðar prófessor við stjórn- málafræðideild Háskóla Íslands. Þótt hún hafi sannarlega notið þess að kenna, var það ekki eitthvað sem hún stefndi að í upphafi. Silja Bára ætlar sem prófessor að beita sér fyrir auknu jafnrétti. FRÉTTA- BLAÐIÐ/ERNIR Silja hefur mikið rannsakað stöðu kvenna á alþjóðavettvangi og setið í ófáum stjórnum samtaka sem berj- ast fyrir jafnrétti kynjanna. Hún er formaður Jafnréttisráðs og segist aðspurð ætla að beita sér, sem pró- fessor, fyrir auknu jafnrétti. Óhrædd við að hafa skoðanir Silja Bára hefur samhliða kennsl- unni verið áberandi sem álitsgjafi í fjölmiðlum, ekki síst þegar alþjóða stjórnmál og þá helst bandarísk, eru annars vegar. Sjálf segist hún vera óhrædd við að segja sína skoðun, hvort sem það er í kennslustofunni eða á opinberum vettvangi. „Ég lít ekki á hlutleysi sem eftir- sóknarverðan kost. Hlutlægni, það er að segja að taka gögnin sem liggja fyrir og meta þau, það er eitthvað sem skiptir mig máli.“ Hvað skoðun hennar á bandarísku stjórnkerfi varðar, segir hún að sýn hennar á bandarísk stjórnmál litist ekki aðeins af því að hún sé Íslendingur, heldur einnig að hún sé femínisti. „Íslenskt stjórnmálakerfi liggur töluvert meira til vinstri heldur en bandarískt kerfi. Staða jafnréttis- mála er auðvitað gerólík í þessum samfélögum, sérstaklega þegar kemur að stjórnmálum, og sú orð- ræða sem tíðkast í Bandaríkjunum er oft alveg ótrúlega afturhalds- söm,“ segir Silja og bætir við að ýmsir hlutir sem Bandaríkjamenn telja vera í lagi, væru óásættanlegir fyrir Íslendinga. Þá fer hún hvergi leynt með að hún er ekki aðdáandi Donalds Trump Bandaríkjaforseta. „Auðvitað hef ég skoðanir alveg eins og flestir aðrir. Það er ekki mjög mikið jákvætt sem Trump hefur gert og eins og ég segi, verandi Íslend- ingur og komandi úr velferðarsam- félagi, þá eru það hlutirnir sem fara gegn því sem mér finnst óþægilegir, við hvernig hann er að vinna.“ Þá sé henni erfitt, sem alþjóða- stjórnmálafræðingi, að horfa upp á leiðtoga stórveldis draga ríki sitt út úr alþjóðastofnunum. Silja Bára bendir á að þar sem hún leiti alltaf í gögnin, hafi hún sem fræðimaður talið að Hillary Clinton myndi sigra forsetakosningarnar 2016. Vegna þess að gögnin bentu til þess, sem rættist síðan ekki. Hún segir allt geta gerst þegar hún er spurð út í komandi kosningar þar sem Joe Biden, forsetaframbjóðandi Demókrata, mælist sterkari í könn- unum. „Það voru allir svo sannfærðir um að tölurnar [fyrir kosningarnar árið 2016] væru sannar, að þær væru Fanndís Birna Logadóttir fanndis@frettabladid.is 2 5 . J Ú L Í 2 0 2 0 L A U G A R D A G U R16 H E L G I N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.