Fréttablaðið - 25.07.2020, Side 17
NÚNA ERUM VIÐ ORÐNAR
FJÓRIR PRÓFESSORAR
VIÐ DEILDINA, ÞÁ ALLT Í
EINU SJÁ STELPUR, EÐA ÉG
VONA AÐ STELPUR SJÁI,
AÐ ÞETTA SÉ LEIÐ SEM ER
FÆR OG AÐGENGILEG.
ÉG LÍT EKKI Á HLUTLEYSI
SEM EFTIRSÓKNARVERÐ-
AN KOST. HLUTLÆGNI,
ÞAÐ ER AÐ SEGJA AÐ TAKA
GÖGNIN SEM LIGGJA FYRIR
OG META ÞAU, ÞAÐ ER
EITTHVAÐ SEM SKIPTIR
MIG MÁLI.
Silja Bára lítur
á það sem sitt
hlutverk að
berja fullkomn-
unaráráttuna úr
ungum konum.
FRÉTTABLAÐIÐ/
ERNIR
spádómur, en ekki líkindi. Þannig
að maður reynir bara að halda sig
við gögnin,“ segir hún og áréttar að
þó að gögnin séu mjög afgerandi
núna, séu þau ekki spádómur.
„Kosningarnar eru ekki fyrr en eftir
þrjá mánuði og það er ýmislegt sem
getur breyst, og það getur breyst
mjög hratt.“
Kallað eftir breytingum
Einn helsti þátturinn sem kemur
til með að hafa áhrif á kosning-
arnar er efnahagsmál, en vegna
COV ID -19 heimsfa ra ldu r sins
hefur samdráttur verið í efnahag
Bandaríkjanna og töluvert er um
atvinnuleysi.
„Áður en að kórónaveirufarald-
urinn gekk yfir, þá voru efnahags-
málin þannig í Bandaríkjunum að
það voru bara sterkar líkur á því að
hann myndi ná endurkjöri,“ segir
Silja um Trump.
„Það eru enn þá stuðnings-
menn Repúblikana sem að telja að
fólk muni muna, þegar kemur að
kosningum, að ástandið hafi verið
gott og muni verðlauna það, sem
er alveg möguleiki, en reynslan og
mynstrið í kosningum hingað til
styður ekki þá ályktun.“
Annað atriði sem mun ef laust
hafa áhrif er ákall samfélagsins,
þá sérstaklega Black Lives Mat-
ter- hreyfingin sem braust út eftir
að George Floyd lést eftir að lög-
reglumaður kraup á hálsi hans við
handtöku í maí. Í kjölfarið hefur
fólk víðs vegar í Bandaríkjunum
vakið athygli á kerf isbundinni
mismunun gegn svörtum og barist
fyrir breytingum í samfélaginu. Sú
barátta gæti leitt af sér betri kosn-
ingaþátttöku, sem Silja segir vera
lykilatriði þegar kemur að niður-
stöðum kosninga.
„Mér fannst rosalega áhrifamikið
þegar bróðir George Floyd mætti
til Minneapolis og ávarpaði mót-
mælendahóp sem var í eyðilegg-
ingarfasa, það var að rífa og brjóta
og bramla, og hann segir; „Ekki
gera þetta, ekki eyðileggja. Skráið
ykkur frekar til að kjósa. Mætið á
kjörstað til að breyta einhverju til
framtíðar.“
Að geta tekið persónulegan
harmleik og sett hann í það sam-
hengi að hann sýni kerfislægar
aðstæður sem að þarf að breyta
með tækjum valdsins.“
Ýmislegt breyst síðan síðast
Aðspurð um hvað skilji þessar kosn-
ingar frá kosningunum árið 2016
segir Silja að vissulega spili kóróna-
veirufaraldurinn og Black Lives
Matter-hreyfingin inn í myndina,
en ýmislegt annað sé sömuleiðis að
baki.
„Árið 2016 erum við auðvitað
að koma út úr því að fyrsti svarti
maðurinn hafi verið forseti Banda-
ríkjanna og það er kona í framboði,
þannig að þú ert með bakslag, rétt
eins og þegar kona varð forseti hér,
þá varð þetta svona: „Já, já nú þarf
ekki að vera kvenforseti aftur í 30
ár,“ svona þannig stemning.“
Einnig hafi kerfislægar breytingar
orðið í Bandaríkjunum á þessum
tíma og því hafi margir upplifað að
hvítum hafi verið gert erfiðara upp-
dráttar í samfélaginu. „Það skapast
spenna milli kynþátta, að einhverju
leyti, sem Trump síðan nýtir sér.
Hann dregur fram þennan hóp.
Síðan virkjast líka einhver ákveðinn
hópur sem nær að stilla Clinton upp
sem óvini.“
Þar sem Biden hefur ekki komið
jafn oft opinberlega fram og hann
gerði fyrir faraldurinn, hefur Trump
aftur á móti ekki fengið eins mörg
tækifæri til þess að mála Biden sem
ákveðinn óvin.
„Það dregur úr krafti Trumps í
raun og veru, að Biden sé ekki út um
allt. Biden er mjög óheppinn í orða-
lagi, þannig að það er mjög heppi-
legt að hann sé ekki mikið að spinna
út um allar trissur,“ segir Silja, en
hún segir Trump þrífast á því að
hæðast að öðrum og sú aðferð virki
á ákveðinn hóp sem valdatákn.
„Núna er Biden ekki að gefa
honum nein skotfæri og það auð-
vitað vekur líka spurningar um
stefnu Trumps, ef hann hefur ekk-
ert fram að færa annað en að pota
í andstæðinga, þá gæti það vakið
spurningar um hvort þetta sé veikt
framboð.“
Hefði viljað sjá kynslóðaskipti
Þrátt fyrir að Silja Bára sé ekki
aðdáandi Trumps þá segist hún
ekki hafa talið að Biden væri besti
kosturinn til þessa gegn Trump,
heldur hafi hann frekar verið ákveð-
in lending.
„Ég var ekkert sérstaklega hrifin
af Biden sem frambjóðanda, mér
fannst hann ekki heillandi árið
2008 og ekkert frekar núna. Hann
er náttúrulega með rosalega langa
sögu í stjórnmálum, margt sem er
hægt að setja spurningarmerki við,
en hann hefur líka reynt að sýna
fram á að hann hafi breyst.“
„Maður hefði verið til í að sjá
aðeins meiri kynslóðabreytingu,
að hugsa lengra til framtíðar og ein-
hvern sem gæti haft áhrif á flokkinn
til lengri tíma eftir valdatímann,“
segir hún, en bætir þó við að það
verði áhugavert að sjá hvern Biden
tekur með sér sem varaforseta,
sjálfur hefur hann gefið út að það
verði kona og hafa nöfn nokkurra
stjórnmálakvenna verið nefnd sem
mögulegra kandídata.
Margir telja að Biden muni velja
svarta konu með sér og hafa þar
konur á borð við Kamölu Harris, Val
Demings og Stacey Abrams verið
nefndar á nafn. Þá hefur það einnig
vakið athygli að Biden hafi staðfest
að hann komi til með að taka konu
með sér, þar sem þó nokkrir telja að
Biden gæti látist meðan hann situr í
embætti, ef hann á annað borð sigr-
ar kosningarnar. Þannig gæti það
atvikast að Bandaríkjunum verði í
fyrsta sinn stjórnað af konu.
Það mun einnig bæta upp fyrir
aldur Biden, ef hann tekur með sér
manneskju sem táknar ákveðna
framtíð. „Obama stillti þessu auð-
vitað öfugt upp, verandi ungur og
segja ég ætla að taka reynsluna
með mér og hafa Biden í eyranu;
„Þið getið treyst mér af því að hérna
er karlinn úr kerfinu sem að kann
þetta allt saman.“ En þá er Biden að
segja öfugt, að hann sé með fram-
tíðina við hliðina á sér,“ segir Silja.
Gæti neitað að virða úrslit
Líkt og áður hefur komið fram
stendur Biden betur heldur en
Trump eins og staðan er í dag, en
Trump vakti athygli fyrr í vikunni
þegar hann neitaði að svara því
hvort hann kæmi til með að virða
úrslit kosninganna, þar sem hann
telur skoðanakannanir vera fals-
aðar og er viss um að hann muni
sigra. Ef Biden sigrar og Trump
neitar að virða úrslitin, verður það
í fyrsta sinn í sögu Bandaríkjanna
sem það gerist.
„Hann hefur auðvitað sýnt vilja
til þess að brjóta alls konar fordæmi
og ganga gegn því sem er svona við-
tekin venja og það sem fólk hefur
talið vera jafnvel gildandi lög, þó
þau séu ekki skrifuð. Ef þetta verður
raunin þá erum við bara að tala um
átök. Þá erum við komin á einhvern
mjög skrýtinn stað,“ segir Silja, um
hvað myndi gerast ef það færi svo að
Trump afneitaði úrslitunum.
Erfitt verk fyrir höndum
Óháð því hvor sigrar er ljóst að það
verður áfram klofningur innan
Bandaríkjanna. „Ef Trump vinnur
aftur þá erum við að horfa á lengri
tíma af leiðingar innanlands og
utan, það er þessi herta innf lytj-
endalöggjöf, til dæmis, sem að getur
komið gríðarlega illa niður á vís-
indastarfi í Bandaríkjunum og það
getur komið illa niður á landbúnaði
í Bandaríkjunum,“ segir Silja og
bætir við að ef Bandaríkin dragast
aftur úr í vísindastarfi þá væru þau
að missa forystu sína að mörgu leyti.
„Ef þau síðan halda áfram að
draga sig út úr alþjóðastofnunum þá
eru þau líka að missa mjúka valdið
sem að er þar, og þar með tækifæri
til þess að hafa áhrif. Þannig að þú
ert að tala um ríki sem er bara að
fara í svipaðan einangrunarfasa og
Bandaríkin gerðu eftir fyrri heims-
styrjöldina.“
Sigri Biden aftur á móti, telur
Silja að hægt verði að vinda ofan
af úrsögnum ríkisstjórnarinnar og
bæta samskipti við alþjóðastofnan-
ir og önnur ríki. Þá muni Biden vera
reiðubúinn til þess að taka á kröfum
um samfélagslegar breytingar, eitt-
hvað sem mun ekki gerast ef Trump
verður áfram forseti. Á móti kemur
að Trump er þegar farinn að ýja að
því að hann muni ekki virða úrslit-
in, sem gæti orðið til frekari átaka.
„Svo er auðvitað stórt verkefni að
koma hagkerfinu aftur í gang. Eins
og í f lestum löndum þá hefur þessi
faraldur sýnt bresti ríkja og í Banda-
ríkjunum er það auðvitað brestur að
þegar það er ekki velferðarkerfi og
fólk á á hættu að missa heimili sín
eftir tveggja mánaða atvinnuleysi,
að þá er eitthvað töluvert mikið að.“
Því er um gríðarlega mikilvægt
verkefni að ræða, hvort sem Trump
eða Biden sigrar. Aðspurð um sína
skoðun á framtíð Bandaríkjanna og
hvort mögulegt sé að lagfæra þann
klofning sem hefur átt sér , segir hún
að Bandaríkjamenn gætu verið að
sjá fram á mjög slæmt ástand. „Síðan
er bara spurning hvort Bandaríkin
þurfi bara að skipta sér upp og vera
bara tvö ólík ríki.“
H E L G I N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 17L A U G A R D A G U R 2 5 . J Ú L Í 2 0 2 0