Fréttablaðið - 25.07.2020, Page 20

Fréttablaðið - 25.07.2020, Page 20
sérf lokki en af hverju eruð þið ekki bara í sama skólanum? Sigurgeir svarar spurningunni með hlátri en Bríet hefur meira um þetta að segja. „Það misfórst. Við vorum svona að stefna á að vera kannski á sama stað, en doktors- námið sem mig langaði að fara í er bara í boði í Oxford og Sigurgeiri leist betur á það sem var í boði í Cambridge.“ „Ja, en þeir vildu mig heldur ekki í Oxford. Við skulum ekkert vera að ritskoða það sko,“ segir Sigurgeir á léttum nótum. „Nei, ég klúðraði svolítið viðtalinu mínu í Oxford, held ég, og komst ekki inn þar.“ Þá hafi staðið eftir möguleikinn að fara hvort í sína borgina. „Það var fyrir bestu, því Cam- bridge er sannkölluð Mekka erfða- fræðinnar. Þar þróaði Fred Sanger fyrst tæknina til að raðgreina DNA og raðgreindi fyrstu lífveruna, þar ákvörðuðu Watson og Crick bygg- ingu DNA-sameindarinnar og þar var stærsti hluti erfðamengis mannsins raðgreindur, þegar það var gert í fyrsta sinn upp úr alda- mótum. Það er góðlátlegur rígur milli Cambridge og , en þegar kemur Sigurgeir og Bríet stefndu á doktorsnám í sama háskóla, en enduðu í Ox- bridge-fjarbúð. FRÉTTABLAÐIÐ/ VALLI Framhald af síðu 18  Nú er rétti tíminn til að njóta Íslands og alls þess sem lífið hefur upp á að bjóða. Hvort sem þú vilt vera sóló, í hópi eða í rómans geturðu fundið þína flugleið til Ísafjarðar þar sem Borea Adventures, Tjöruhúsið og fleiri eðalviðkomustaðir taka þér og þínum fagnandi. Flug og bíll eða flug og gisting eru á sérkjörum í allt sumar þannig að núna er rétti tíminn til að kynnast Ísafirði upp á nýtt. + Bókaðu á airicelandconnect.is Flug og gisting frá í eina nótt á mann 29.900 kr. Flug og bíll frá í einn sólarhring á mann 28.900 kr. + Ísafjörður + Rúnar Karlsson Borea Adventures á Ísafirði. 2 5 . J Ú L Í 2 0 2 0 L A U G A R D A G U R20 H E L G I N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.