Fréttablaðið - 25.07.2020, Side 47

Fréttablaðið - 25.07.2020, Side 47
Til að birta andláts-, útfarar- eða þakkartilkynningar í Fréttablaðinu þarf að senda tölvupóst á timamot@frettabladid.is eða hringja í síma 550 5055 . Ástkær eiginmaður, sonur og bróðir, Ingi Björn Bogason Hraunbæ 182, lést á líknardeildinni í Kópavogi, þriðjudaginn 14. júlí. Útförin fer fram frá Digraneskirkju, miðvikudaginn 29. júlí, kl. 13.00. Þeim sem vilja minnast hans er bent á Ljósið og Kraft. Magdalena V. Michelsen Steinunn Jónsdóttir Bogi Baldursson María Erla Bogadóttir Hjalti Kolbeinsson Jón Baldur Bogason Haukur Heiðar Steingrímsson Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, Bjarni Gíslason rafvirkjameistari, lést á hjúkrunarheimilinu Eir, Reykjavík, föstudaginn 17. júlí. Útförin fer fram frá Grafarvogskirkju, miðvikudaginn 29. júlí, kl. 13. Hólmfríður Bjarnadóttir Norbert Birnböck Gísli Bjarnason Margrét L. Laxdal Heimir Bjarnason Sædís Guðmundsdóttir og fjölskyldur. Elskuleg eiginkona, móðir, amma, langamma og tengdamóðir, Magnea Kolbrún Sigurðardóttir lést á hjúkrunarheimilinu Ísafold í Garðabæ, þann 22. júlí sl. Útför hennar fer fram frá Vídalínskirkju í Garðabæ, fimmtudaginn 30. júlí nk. kl. 13. Bjarni Pétursson Guðrún Bjarnadóttir Melchior Lippisch Pétur Bjarnason Brynja Ástráðsdóttir Sigurður Bjarnason Dröfn Guðmundsdóttir ömmubörn og langömmubörn. Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Hrafnhildur Sigurðardóttir Silfurtúni, Búðardal, sem lést 17. júlí sl., verður jarðsungin frá Hjarðarholtskirkju í Dölum, 27. júlí 2020, kl. 14.00. Sigurður Ólafsson Guðlaug Kristinsdóttir Pálmi Ólafsson Guðrún E. Magnúsdóttir Steinunn Lilja Ólafsdóttir Erling Þ. Kristinsson Páll Reynir Ólafsson barnabörn og langömmubörn. Ástkær eiginkona mín, móðir okkar og amma, Hrafnhildur Valdimarsdóttir Seljugerði 12, Reykjavík, lést mánudaginn 13. júlí. Útförin hefur farið fram í kyrrþey, að ósk hennar. Jón Ragnarsson Valdimar Jónsson Júlíana Jónsdóttir og ömmubörn. Ástkær eiginmaður, faðir, afi og langafi, Lars B. Ch. Holm lést á hjartadeild Landspítalans við Hringbraut, þann 11. júní síðastliðinn. Útför hefur farið fram í kyrrþey, að ósk hins látna. Ingibjörg Unnur Holm Anna-Bettina Nathalie Arthur Þór Hjálmar Kolbrún Svandís Unnur Heiðdís Mjöll Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma, Kristbjörg Haraldsdóttir (Dodda frá Sandhólum), lést á Droplaugarstöðum, 22. júlí. Jarðsett verður frá Bústaðakirkju, fimmtudaginn 30. júlí, kl. 13.00. Gréta, Unnur, Birna og Jenný Sigfúsdætur og fjölskyldur. Minningarathöfn um elskulega móður okkar, tengdamóður, ömmu, langömmu og langalangömmu, Inger Jacobsen Grænumörk 2, Selfossi, sem lést 28. mars síðastliðinn, fer fram í Selfosskirkju, þriðjudaginn 28. júlí. Athöfnin hefst kl. 14. Åse Jörgensen, Frank Jörgensen Birthe Hansen, Åge Hansen og afkomendur. Innilegar þakkir sendum við öllum þeim sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegrar móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, Emmu Kolbeinsdóttur Eyvík, Grímsnesi, sem lést föstudaginn 3. júlí. Sigrún Reynisdóttir Þórarinn Magnússon Kolbeinn Reynisson Guðrún Bergmann Guðmundur K. Pétursson Sólveig Wium Reynir Viðar Pétursson Duan Buakrathok Lilja Nótt Þórarinsdóttir Ólafur Gauti Guðmundsson Magnús Þórarinsson Hallgerður Lind Kristjánsd. Steinunn Erla Kolbeinsd. Einar Þorgeirsson Smári Bergmann Kolbeinss. Íris Gunnarsdóttir Bjarki Kolbeinsson Karen Daðadóttir og barnabarnabörn. Landsliðið í líffræði ásamt leiðbeinendum. Viktor Logi, Þórhallur Halldórsson, Kjartan Kristjánsson, Ólafur Patrick Ólafsson, María Guðjónsdóttir, Katla Rut Kluvers, Arnór Bjarki Svarfdal og Sigríður Rut Franzdóttir. MYND/KRISTINN INGVARSSON Hann er átján ára gamall og lauk öðru ári í MR síðasta vor. Viktor Logi Þóris-son er yngstur í landsliði Íslands í líffræði, sem mun þreyta ólympíu- keppni í ágúst. Hún fer fram á netinu en ekki í Japan, eins og fyrirhugað var áður en heimsfaraldurinn reið yfir. Yfir 70 þjóðir taka þátt. „Fyrst var lagt próf fyrir alla framhalds- skólanema í landinu, síðan var úrslita- keppni og fjórir úr henni komust áfram. Ég varð reyndar í fimmta sæti en einn þeirra sem var á topp fjögur listanum komst líka í stærðfræðiliðið og valdi það. Þá komst ég inn,“ lýsir Viktor og heldur áfram. „Úrslitakeppnin var haldin síð- asta skóladag fyrir COVID-hlé og stuttu seinna var ferðinni til Japans aflýst, þar sem ólympíukeppnin hafði verið fyrir- huguð í Nagasaki 4. júlí.“ Hann segir þá niðurstöðu ekki hafa komið á óvart, en viðurkennir að vonbrigðin hafi verið mikil. Viktor var líka í hópi í MR sem ætlaði til Suður-Afríku í tveggja vikna ferð. „Við ætluðum að vera í Kruger þjóðgarðinum í viku og svo að snorkla. En þeirri ferð er frestað fram á næsta ár. Það kom fljótt í ljós að ólympíukeppnin yrði á netinu 11. og 12. ágúst. Ég held að við verðum öll spurð út úr sömu bók, hún er dálítill doðrantur. Viktor kveðst vera grúskari og hafa haft áhuga á líffræði síðan í grunnskóla. „Það er örugglega náttúrufræðikennar- anum mínum í Lindaskóla að kenna, eða þakka.“ Hann kveðst oftast vera í Öskju, náttúrufræðihúsi HÍ, við undir- búning keppninnar, nú og stundum séu tímar með leiðbeinendum. „Liðinu finnst þægilegra að læra saman og geta spjallað um efnið, en þetta er samt einstaklings- keppni.“ Viktor er jákvæður og kveðst hlakka til að takast á við keppnina. „Ég er ári yngri en hinir og get farið aftur á næsta ári, þannig að ég horfi á þetta skipti sem undirbúning. Leikarnir verða í Portúgal næst. Ef við hefðum verið í Nagasaki núna 4. júlí hefðum við lent í rosalegum flóðum. Það var gott að sleppa við þau.“ gun@frettabladid.is Missti af ferð til Japans Í stað ævintýraferðar til Suður-Afríku og þaðan til Japans á Ólympíuleika í líffræði, lærir Viktor Logi Þórisson nú fyrir keppni sem fer fram á netinu – vegna COVID. Viktori Loga datt aldrei í hug að bakka út úr keppninni. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR T Í M A M Ó T ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 27L A U G A R D A G U R 2 5 . J Ú L Í 2 0 2 0

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.