Ljósmæðrablaðið - ágú. 2020, Síða 20
20 LJÓSMÆÐRABLAÐIÐ - ÁGÚST 2020
F R É T T I R
Íslenskar ljósmæður hafa á síðustu árum byggt upp vandað rann-
sóknarstarf á íslenskum vettvangi ásamt því að taka í sífellt meiri
mæli þátt í alþjóðlegu rannsóknarsamstarfi. Þekkingargrunnur
íslenskrar ljósmóðurfræði fer þannig vaxandi og byggir undir stoðir
öflugrar barneignarþjónustu sem veitt er af ljósmæðrum. Ljósmæðra-
blaðið vill að vanda koma á framfæri upplýsingum um þessi verkefni
ljósmæðra, doktorsnemendur og rannsóknir sem birtar hafa verið af
íslenskum ljósmæðrum á öðrum vettvangi en í Ljósmæðrablaðinu.
Tvær íslenskar ljósmæður stunda um þessar mundir rannsóknanám
á doktorsstigi, þær Ingibjörg Eiríksdóttir og Embla Ýr Guðmunds-
dóttir. Valgerður Lísa Sigurðardóttir varði þann 5. júní síðastliðinn
doktorsritgerð sína í ljósmóðurfræði sem ber heitið Neikvæð upplifun
fæðingar og ljósmóðurmeðferð: Framtíðarsýn barneignarþjónustu og
bætist þar með í stækkandi hóp íslenskra doktora í ljósmóðurfræði
(þær eru nú 7). Íslenskar ljósmæður taka einnig þátt í alþjóðlegu og
innlendu rannsóknarsamstarfi, þar á meðal:
- Barneign og Heilsa: Hildur Kristjánsdóttir og Dr. Ólöf Ásta
Ólafsdóttir. Gögn úr þessu verkefni hafa nýst í íslenskum
doktorsrannsóknum Berglindar Hálfdánsdóttur, Sigfríðar Ingu
Karlsdóttur og Valgerðar Lísu Sigurðardóttur
- COST verkefnið Childbirth Cultures, Concerns, and
Consequences: Dr. Helga Gottfreðsdóttir
- MiMo módelið, umönnun í barneignarferlinu í norrænu
samhengi á forsendum kvenna (Woman centred care): Dr. Ólöf
Ásta Ólafsdóttir
- The Nordic Homebirth Study: Dr. Berglind Hálfdánsdóttir og
Dr. Ólöf Ásta Ólafsdóttir
- International Variations Study: Dr. Berglind Hálfdánsdóttir
- Verkefnastyrkur Rannís um framköllun fæðinga tímabilið 1997-
2018: Dr. Emma Marie Swift og Dr. Helga Gottfreðsdóttir
- Verkefnastyrkur Rannís (styrknúmer 196218-051). Erlendar
konur á Íslandi: útkoma á meðgöngu, í fæðingu og eftir fæðingu
og samskipti þeirra við heilbrigðiskerfið: Dr. Helga Gottfreðs-
dóttir, Dr. Emma Marie Swift, Embla Ýr Guðmundsdóttir og
Edythe L. Mangindin.
- COST verkefnið Perinatal Mental Health and Birth-Related
Trauma: Maximising best practice and optimal outcomes
(CA18211): Dr. Sigfríður Inga Karlsdóttir, Dr. Sigríður Sía
Jónsdóttir og Dr. Valgerður Lísa Sigurðardóttir (varafulltrúi)
- Nordic Network of Academic Midwives (NorNAM): Dr. Ólöf
Ásta Ólafsdóttir og Dr. Helga Gottfreðsdóttir
- Nordic welfare center rannsóknarsamstarfið Use of alcohol and
other substances during pregnancy – in a Nordic perspective
(samstarf að hefjast): Dr. Valgerður Lísa Sigurðardóttir
Að auki taka íslenskar ljósmæður þátt í rannsóknar- og þróunar-
verkefnum í Twinning samstarfsverkefni íslensku og hollensku
ljósmæðrafélaganna. Tilgangur verkefnisins er að styðja við leið-
togahlutverk ljósmæðra og þekkingarmiðlun þeirra um eðlilegar
fæðingar gegnum rafræna miðla í löndunum tveimur. Námskeiðslína
og verkefni sem því tengist mun vera kennt í nýrri námskrá í ljós-
móðurfræði.
Frá síðasta vori hafa tvær ritrýndar greinar sem skrifaðar eru af
íslenskum ljósmæðrum birst í Ljósmæðrablaðinu. Í það minnsta
fimm ritrýndar greinar og bókarkaflar um rannsóknir íslenskra ljós-
mæðra hafa birst á öðrum vettvangi á þessum tíma:
Sigfríður Inga Karlsdóttir, Hildur Kristjánsdóttir og félagar
birtu í bókinni Empowering Decision-Making in Midwifery: A
global Perspective bókarkaflann Decision-making around pain
management during labour (ritstjórar Elaine Jefford og Julie
Jomeen).
Embla Ýr Guðmundsdóttir, Helga Gottfreðsdóttir og félagar birtu
í tímaritinu Women and Birth í október 2019 greinina Midwifery
students’ perspectives on how role models contribute to becom-
ing a midwife: A qualitative study: https://www.sciencedirect.com/
science/article/pii/S1871519219302100?via%3Dihub
Sigfríður Inga Karlsdóttir og félagar birtu í tímaritinu The Pract-
icing Midwife í nóvember 2019 greinina Humanisation of child-
birth; Re-envisaging labour pain – a humanistic approach:
https://www.all4maternity.com/humanisation-of-childbirth-3-re-en-
visaging-labour-pain-a-humanistic-approach/
Ólöf Ásta Ólafsdóttir og samstarfsaðilar birtu í febrúar 2020, grein
úr verkefninu the Nordic Homebirth study, í tímaritinu Women and
Birth: Being in charge in an encounter with extremes. A survey
study on how women experience and work with labour pain in
a Nordic home birthsetting https://www.sciencedirect.com/science/
article/pii/S1871519219308893
Berglind Hálfdánsdóttir og samstarfsaðilar hennar í International
Variations Study rannsóknarsamstarfinu birtu í tímaritinu PLoS
Medicine í maí 2020 greinina Variations in use of childbirth
interventions in 13 high-income countries: A multinational
cross-sectional study: https://journals.plos.org/plosmedicine/
article?id=10.1371/journal.pmed.1003103
Íslenskar ljósmæður hafa að vanda sótt ráðstefnur hérlendis og
erlendis og kynnt þar rannsóknir sínar eftir föngum, meðal annars
á Fræðadögum heilsugæslunnar og ráðstefnunni Fjölskyldan og
barnið á vegum Landspítala sem haldin var haustið 2019. Vegna
covid-19 faraldursins var Alþjóðlegri ráðstefnu ICM, alþjóðasamtaka
ljósmæðra, sem halda átti í Balí nú í júní frestað til vorsins 2021.
Ráðstefnu Ljósmæðrafélagsins sem halda átti í tengslum við 5. maí
var að sama skapi frestað til haustsins 2020. Ljósmæðrablaðið hvetur
íslenskar ljósmæður til að sækja innlendar og erlendar ráðstefnur
þegar heimurinn opnast aftur og sækja sér þannig nýja þekkingu í
ljósmóðurfræði. Til þess má nýta styrki sem í boði eru til starfsþró-
unar innan BHM.
Berglind Hálfdánsdóttir
YFIRLIT YFIR ÍSLENSKAR LJÓSMÆÐRA-
RANNSÓKNIR 2019-2020