Ljósmæðrablaðið - ágú. 2020, Blaðsíða 25
25LJÓSMÆÐRABLAÐIÐ - ÁGÚST 2020
andleg og líkamleg, Það á hver bær og hver einstaklingur sína sögu, og
hvergi er tíðindalaust. Alls staðar er eitthvað að gerast, sem hefur sín
áhrif á líðandi stund og spinnur þræði í örlagavef óborinna kynslóða“.
Í þessum anda er ánægjulegt að rúmum10 árum eftir stofnun Bjargar-
sjóðs séu veittir styrkir til að skoða nánar langtímaáhrif erfiðrar lífs-
reynslu á heilsu og líðan fólks með áherslu á fæðingarreynsluna og gefa
einnig konum af erlendum uppruna og fjölskyldum þeirra rödd og vægi
í þróun barneignarþjónustu á Íslandi. Hér á eftir er sagt frá þeim ljós-
mæðrum sem hlutu styrk og verkefnum þeirra:
STYRKHAFAR FYRIR ÁRIÐ 2019
Embla Ýr Guðmundsdóttir hlaut styrk vegna doktorsrannsóknar sem
ber heitið „Útkoma fæðinga kvenna af erlendum uppruna á Íslandi
og reynsla þeirra af umönnun í fæðingu“. Eins og nafnið bendir til er
ætlunin að varpa ljósi á stöðu kvenna af erlendum uppruna á Íslandi í
barneignarferlinu en lítið er vitað um útkomu fæðinga og reynslu þessa
stækkandi hóps af barneignarþjónustu í samanburði við konur fæddar í
landinu. Stuðst verður við upplýsingar úr Fæðingaskrá um allar konur
sem ólu börn á Íslandi á árunum 1997-2018, eða um 90.000 fæðingar.
Auk þess verða tekin einstaklingsviðtöl við konur af fjölbreyttum
uppruna á meðgöngu og eftir fæðingu. Ætlunin er m.a. að koma auga
á hugsanlegar hindranir í barneignarþjónustunni og kanna þá þætti sem
stuðla að bættri heilsu kvennanna. Niðurstöðurnar verður hægt að nýta til
að mæta þörfum erlendra kvenna á Íslandi við barneignir.
Embla Ýr útskrifaðist með embættispróf í ljósmóðurfræði frá Háskóla
Íslands og hóf doktorsnám í ljósmóðurfræði vorið 2019 undir leiðsögn
Helgu Gottfreðsdóttur, ljósmóður, prófessors og námsbrautarstjóra
í ljósmóðurfræði við Háskóla Íslands, og Marianne Nieuwenhuijze,
ljósmóður og prófessors við Research Centre for Midwifery Science í
Academie Verloskunde Maastricht í Hollandi.
Emma Marie Swift hlaut styrk ásamt Edythe L. Mangindin fyrir
rannsóknina „Giving mothers a voice: A survey of migrant women‘s
experience of respect and autonomy in maternity care in Iceland“. Rann-
sóknin er hluti af doktorsverkefni Edythe. Til þess að uppfylla lykil-
kröfur íslensks heilbrigðiskerfis um jafnt aðgengi að heilbrigðisþjónustu
er mikilvægt að hlúa vel að viðkvæmum hópum, svo sem innflytjendum
sem eru nú um 14% íbúa landsins. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin
hefur lagt ríka áherslu á að í gæðabarneignarþjónustu sé hugað að
sjálfræði, virðingu, andlegum stuðningi og upplýstri ákvarðanatöku.
Gögnum verður m.a. safnað með spurningalistum sem verða sendir til
erlendra kvenna sem hafa eignast barn á Íslandi á síðustu fimm árum.
Samstarfsaðilar rannsóknarinnar eru Helga Gottfreðsdóttir, Arna Hauks-
dóttir og Kathrin Stoll.
Valgerður Lísa Sigurðardóttir og Emma Marie Swift hlutu nýdoktora-
styrk vegna rannsóknarinnar „Uncovering the determinants of difficult
birth experiences: an epidemiological approach“. Meginmarkmið hennar
er að auka þekkingu á áhrifum erfiðrar lífsreynslu á upplifun fæðingar en
lítið er vitað um það efni. Nýtt verða gögn úr rannsókninni, „Áfallasaga
kvenna“ og frá Fæðingaskrá. „Áfallasaga kvenna“ er einstakur gagna-
grunnur sem inniheldur svör yfir 31.000 kvenna um áföll á lífsleiðinni.
Fyrstu niðurstöður benda til að fæðingarreynsla hafi verið erfið hjá um
þriðjungi þeirra sem hafa svarað. Í fyrsta hluta rannsóknarinnar munu
Emma og Valgerður Lísa þýða og forprófa nýjan spurningalista um
fæðingarreynslu áður en hann verður sendur til kvenna sem hafa nú
þegar svarað spurningalistum í „Áfallasögu kvenna“ um áföll í æsku og
fæðingarreynslu. Niðurstöður rannsóknarinnar munu gefa mikilvægar
upplýsingar um hvaða þættir hafa helst áhrif á erfiða fæðingarreynslu
kvenna á Íslandi og geta verið leiðarljós til að auka gæði í barneignar-
þjónustu. Samstarfsaðilar eru prófessorarnir Helga Zoega, Unnur Valdi-
marsdóttir, Arna Hauksdóttir, Þóra Steingrímsdóttir og Helga Gottfreðs-
dóttir og Edda Björk Þórðardóttir nýdoktor.
Emma Marie Swift er lektor við námsbraut í ljósmóðurfræði og
nýdoktor við Miðstöð í lýðheilsuvísindum við Háskóla Íslands og
starfandi ljósmóðir á meðgöngu- og sængurkvennadeild Landspít-
ala. Valgerður Lísa Sigurðardóttir er sérfræðiljósmóðir á göngudeild
meðgönguverndar á Landspítala, nýdoktor og aðjunkt við námsbraut í
ljósmóðurfræði. Sérsvið hennar í rannsóknum og ljósmóðurstörfum
tengjast geðheilsu og andlegri líðan kvenna í barneignarferlinu. Edythe
Mangindin lauk kandídatsprófi í ljósmóðurfræði vorið 2018 og meistara-
gráðu 2020. Hún starfar á meðgöngu- og sængurkvennadeild Landspít-
ala og er að hefja doktorsnám í ljósmóðurfræði við Háskóla Íslands.
Ólöf Ásta Ólafsdóttir
Styrkhafar fyrir miðju, Edythe, Emma og Embla ásamt Herdísi Sveinsdóttur deildarforseta Hjúkrunarfræðideildar. Til hliðar eru velunnarar sjóðsins Ingibjörg R. Magnúsdóttir
og Marga Thome ásamt Jóni Atla Benediktssyni rektor H.Í. og Ólöfu Ástu Ólafsdóttur formanni stjórnar Bjargarsjóðs. Ljósmynd Kristinn Ingvarsson
Jón Atli Benediktsson afhenti Emblu Ýr Guðmundsdóttur, doktorsnema styrk úr
Bjargarsjóði. Ljósmynd Kristinn Ingvarsson