Ljósmæðrablaðið - aug. 2020, Side 27
27LJÓSMÆÐRABLAÐIÐ - ÁGÚST 2020
ustu. Sem betur fer var þetta ljúf sængurlega þar sem barnið þyngd-
ist vel og brjóstagjöf gekk eins og í sögu og því voru heimsóknir
hafðar í lágmarki. Í einni heimsókninni sat ég úti í garði og ræddi
við þau inn um gluggann. Í fyrstu heimsókninni var ég bara í hlífðar-
slopp, gætti mín ekki nægilega vel þegar ég sat og hann opnaðist að
aftan.... auðvitað vissi maður lítið og ég þorði ekki að setjast í bílinn
í buxum sem voru „mengaðar“ og því keyrði ég heim með buxurnar
á hælunum!
Það var einnig áhugavert að taka PKU þar sem ég þurfti að passa
að setja blóðprufublaðið í poka áður en ég setti það í umslagið. Í
þeirri heimsókn var ég svo heppin að ég plataði dóttur mína með mér
og beið hún úti í bíl og opnaði plastpoka svo ég gat látið blóðprufu-
blaðið detta ofan í pokann án þess að snerta neitt.
Foreldrarnir voru mjög skilningsríkir og jákvæðir fyrir þessu öllu
og gátu gert grín að útbúnaðinum hjá mér með mér og við slógum á
létta strengi. Ég er mjög þakklát fyrir hvað allt gekk að óskum en það
er ekki sjálfgefið hjá foreldrum með fyrsta barn. Annað sem hentaði
vel hjá mér á þessum tíma var að ég var bara að sinna einni annarri
fjölskyldu á sama tíma og gætti ég að því að fara fyrr til þeirra og
beint heim eftir þá vitjun svo ekki væri hætta á að ég bæri eitthvað
á milli en það var mín mesta hræðsla að vera að dreifa einhverju. Í
dag finn ég að ég sit ekki eins nálægt foreldrum, eins og fyrir covid
tímann, og held snertingu í lágmarki.
PUNKTAR FRÁ BJÖRKINNI - FÆÐINGARSTOFU
Starfsemin hjá ljósmæðrum Bjarkarinnar breyttist eins og annars
staðar á covid tímabilinu Samkvæmt Arneyju ljósmóður var sem
betur fer hægt að halda uppi fullri starfsemi og sinna öllum þeirra
skjólstæðingum. „Þegar faraldurinn skall á var þegar farinn að mynd-
ast hjá okkur biðlisti en eftirspurn jókst töluvert eftir að settar voru
takmarkanir á viðveru maka í fæðingu á sjúkrahúsum. Við tókum
því að okkur fleiri skjólstæðinga en venjulega til þess að reyna að
koma til móts við þessa þörf. Eftirspurn eftir heimafæðingum jókst
líka mjög á þessu tímabili og við vísuðum þeim foreldrum sem höfðu
áhuga á heimafæðingu á aðrar heimafæðingarljósmæður og lögðum
sjálfar áherslu á að sinna sem flestum sem það völdu í fæðingarstof-
unni. Til gamans má nefna að heimafæðingar eru nú í júlí orðnar 64
en voru 75 allt árið í fyrra og í stofunni hafa fæðst 46 börn en þau
voru 64 árið í fyrra. Það jákvæða er að þessi eftirspurn virðist ætla að
halda áfram og ljóst er að fæðingum utan spítala fer hratt fjölgandi.
Við erum t.d. að bæta við nýrri ljósmóður í haust hjá okkur í Björk-
inni til að mæta vaxandi þörf“.
Á tímabili voru ekki gerðar 5 daga skoðanir á Landspítalanum og
börn sem þar fæddust fengu læknisskoðun fyrir heimför og síðan sáu
ljósmæður um 5 daga skoðunina í heimahúsum. Bjarkarljósmæður
höfðu samband við Þórð Þórkelsson yfirlækni á Vökudeildinni til
þess að börn fædd í Björkinni og í heimafæðingum, fengju barna-
læknisskoðun einu sinni. Þórður kom svo sjálfur reglulega í Björkina
og gerði þar barnalæknisskoðun. „Við vorum farnar að venjast þessu
fyrirkomulagi ágætlega og söknuðum þess að fá Þórð til okkar að
skoða börnin þegar skoðanirnar færðust aftur inn á spítalann“ sagði
Arney.
PEST FYRIR VESTAN
Norðanverðir Vestfirðir voru það landsvæði á Íslandi sem verst varð úti í
kórónuveirufaraldrinum í vor, miðað við hina margfrægu höfðatölu. Það
leiddi til þess að reglur bæði hér á sjúkrahúsinu á Ísafirði og í samfélaginu
öllu voru mjög hertar, en í nokkrar vikur voru samkomur hér takmark-
aðar við 5 manns. Þjónusta sjúkrahúss og heilsugæslu var mikið breytt
og svipaðar takmarkanir við lýði á viðveru aðstandenda og annars staðar
á landinu. Það hitti þó svo vel á fyrir okkur ljósmæðurnar að erfiðasti
mánuðurinn hér fyrir vestan, apríl, var með eindæmum rólegur hvað
fæðingar varðaði. Við vorum líka svo heppnar að engin þunguð kona,
nýburi eða aðstandandi greindist með covid-19 þó svo að heilmargir hafi
þurft að sæta sóttkví um tíma. Hafði þetta þá bara engin áhrif á konurnar
okkar?
Því miður er það svo - að þó enginn í okkar skjólstæðingahópi hafi
í raun sýkst fer því fjarri að faraldurinn hafi ekki komið niður á líðan
kvenna. Þjónustuskerðingin ein og sér, ótti við smit og í sumum tilvikum
fjarvera náinna aðstandenda vegna ástandsins olli miklum óþægindum og
jafnvel skaða. Flugferðir til og frá Ísafirði sem hafa undanfarin ár verið
tvær á dag sex daga vikunnar duttu niður í þrjár í viku sem var mjög baga-
legt. Sónarskoðanir féllu t.d. niður hér, en sónarljósmæður eru vanar að
koma að morgni og fara seinnipartinn með flugi. Allar konur þurftu því að
fara suður í sónar og dvelja þar um tíma ef þær vildu ekki leggja á sig að
keyra í vetrarfærð leið sem er 11-12 klst. keyrsla samanlagt.
Sóttkví ein og sér getur líka valdið miklum óþægindum. Hjón sem áttu
Pabbinn (einn aðstandandi) klæðir barnið í og mamma og stóra systir fylgjast með. Barnalæknisskoðun lokið. Þórður Þórkelsson yfirlæknir á Landspítala.
Heilbrigðisstofnun Vestfjarða, sjúkrahúsið á Ísafirði. Ljósmynd: Gústi Productions.