Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - aug 2020, Síða 28

Ljósmæðrablaðið - aug 2020, Síða 28
28 LJÓSMÆÐRABLAÐIÐ - ÁGÚST 2020 barn sitt í Reykjavík og dvöldu hjá aðstandendum komu heim í miklum flýti fimm dögum eftir fæðingu eftir að covid-19 kom upp á heimilinu. Þau fóru strax í sóttkví með nýburann og eldra barn sitt þriggja ára. Við ljósmæðurnar fengum ströng fyrirmæli um að við mættum alls ekki koma þarna inn fyrir dyr en laumuðum vigt til konunnar, en þess má geta að ungbarnavernd er líka í okkar höndum. Ástæðan fyrir því að farið var sérstaklega varlega var sú að við erum bara tvær ljósmæður hér á svæðinu og ljósmæðraþjónustan öll í uppnámi ef við sýkjumst. Máttum við tvær því t.d. ekki heldur hittast allan tímann sem faraldurinn gekk yfir. Sem betur fer gekk almennt vel hjá þessari fjölskyldu, fyrri reynsla af brjóstagjöf var góð, barnið þyngdist vel og við gátum haft samskipti við konuna í gegnum facetime og símtöl. Olli þó töluverðum kvíða þegar móðirin fékk hita og beinverki nokkrum dögum síðar, en sjúkdómurinn greindist ekki þrátt fyrir endurteknar sýnatökur. Þetta var mikið álag á fjölskylduna, móður fannst mjög erfitt að eiga að fara eftir þeim tilmælum að vera sem minnst með ungbarnið og hafa maska við brjóstagjöf eftir að hún veiktist. Brjóstagjöf nýbura er eins og ljósmæður vita ekkert sem hægt er að sinna á 10 mín. á 3-4 klst. fresti. Ef um frumbyrju hefði verið að ræða eða fjölbyrju með einhver vandamál er ég ekki viss um að þetta hefði gengið svona vel. Enn óheppnari var önnur kona sem var hér í mæðravernd og fæddi hjá okkur. Hún hafði flutt til landsins þremur mánuðum fyrr ásamt fjögurra ára dóttur sinni og stóð til að eiginmaður hennar kæmi litlu síðar. Vegna faraldursins varð hann fyrir því að festast í útlöndum og gat ekki verið viðstaddur fæðinguna eða stutt konu sína fyrstu vikurnar. Hann komst þó til landsins þegar barnið var um 2 vikna gamalt, en við tók sóttkví svo fjölskyldan var ekki sameinuð fyrr en barnið var næstum mánaðargam- alt. Þrátt fyrir stuðning annarra fjölskyldumeðlima og viðveru vinkonu konunnar í fæðingunni var það ólíku saman að jafna við það að geta haft föðurinn sér til halds og trausts. Þessi kona hafði átt ágætis brjósta- gjafasögu með eldra barn, en þrátt fyrir að við reyndum okkar besta til að styðja hana kom upp hvert vandamálið á fætur öðru í þetta sinn með brjóstagjöfina. Hún lagði sig alla fram, en ég tel álagið af því að vera mestmegnis ein með ungbarn og fjörugt eldra barn hafa gert útslagið. Nú þegar barnið er um 5 vikna gamalt er ljóst að brjóstagjöfin er að fjara út. Covid -19 kostaði ekkert líf í þessu tilviki, en mikla vanlíðan. Faraldur covid-19 var ný áskorun að takast á við og mjög lærdóms- ríkt ferli að öllu leyti. Vonandi mun ástandið sem skapaðist í þjóðfélaginu ekki endurtaka sig, en ef það gerist er ljóst að barnshafandi konur og nýbakaðar mæður munu þurfa aukinn stuðning - einnig í þeim tilvikum þar sem um smit er ekki að ræða. Erla Rún Sigurjónsdóttir LÍF OG STARF Á HEILSUGÆSLUSTÖÐ Á TÍMUM COVID-19 FARALDURS Þann 5. mars flaug ég með syni mínum til Svíþjóðar til þess að heim- sækja vini okkar sem eru búsettir þar í landi. Nokkrum dögum áður hafði landlæknir biðlað til heilbrigðisstarfsmanna um að bíða með ferða- lög erlendis vegna covid-19 faraldursins. Þrátt fyrir það þótti mér ekki ástæða til þess að hlýða þeim fyrirmælum og við mæðginin héldum af stað í ferðalag. Þegar við fórum voru aðeins örfá smit greind hér á landi og innan við tuttugu í Svíþjóð. Ferðalagið gekk vel og þegar við komum heim gekk lífið sinn vanagang – en aðeins viku síðar var sett á samkomubann og þá breyttist allt. Þann 16. mars tók samkomubannið gildi, skólahald, leikskólinn, vinnufyrirkomulag og fjölskyldulífið breyttist. Áhersla var lögð á að vera sem mest heima, enginn fékk að koma í heimsókn og enginn var heimsóttur. Að halda fjarlægð frá ömmum og öfum var það erfiðasta. Innkaup voru skipulögð viku fyrir viku og reynt að forðast að fara í búðir og ýmsar netverslanir reyndar. Ég fann fyrir þeirri ábyrgð að vera heilbrigðisstarfsmaður, vildi vera fyrirmynd, forðast smit en það sem ég hræddist mest var að smita aðra. Þó aðrir heimilismenn væru að mestu heima og minna í skóla og leikskóla varð ég þó alltaf að mæta til vinnu og sinna minni skyldu. Sama dag og samkomubannið hófst þurfti að loka einni heilsugæslu- stöð á höfuðborgarsvæðinu vegna smits hjá starfsmanni. Í kjölfarið var starfsfólki allra heilsugæslustöðva skipt í tvö teymi og vikulega var annað teymið starfandi á heilsugæslunni á meðan hitt teymið vann heiman frá sér. Útvega þurfti aðgang að ýmsum tölvukerfum heim og leysa úr ýmsum tæknimálum til þess að þetta gengi upp. Ég starfa á heilsugæslunni í Hlíðum og þar eru tvær ljósmæður í 50% stöðu, en við báðar störfum einnig á Landspítalanum. Það var ekki vel séð þar sem við gátum borið smit frá einum vinnustað yfir á hinn. Við héldum þó ótrauðar áfram en þar sem við vorum hvor í sínu teyminu máttum við helst ekki starfa saman innan veggja spítalans. Það var heldur erfitt þar sem við vinnum saman þriðju hverju helgi á spítalanum. Í fyrstu reyndum við að skipta um vaktir til þess að forðast að hittast en þegar líða tók á faraldurinn gekk það illa upp. Við reyndum samt sem áður að halda góðri fjarlægð á milli okkar. Teymisvinnan og samkomubannið hafði gríðarleg áhrif á okkar starf. Sú sem var á heilsugæslunni tók að sér mæðraskoðanir þeirra sem áttu bókaða tíma þá vikuna og var því þéttbókað. Á hverjum degi voru að jafnaði skoðaðar 13 konur, sjö fyrir hádegi og sex eftir hádegi. Engin kaffipása. Ekkert svigrúm til þess að fara á klósett. Eftir hverja skoðun þurfti svo að þvo alla snertifleti og þvo hendur. Samfelld þjónusta varð því að lúta lægra haldi, verðandi mæður vissu ekki alltaf hvaða ljós- móðir yrði í húsi hverju sinni og myndi taka að sér mæðraskoðun þann daginn. Makar og aðrir aðstandendur máttu ekki koma með í skoðanir og var mörgum sem þótti það mjög erfitt. Nokkrar konur báðu um að fá að hafa maka með í gegnum síma og aðrar óskuðu eftir að fá að taka upp fósturhjartsláttinn sem þær spiluðu svo fyrir maka þegar heim var komið. Sú sem vann að heiman tók að sér að sjá um alla pappírsvinnu, fara yfir rannsóknarniðurstöður og svara símtölum. Eins varð breyting á fyrstu skoðunum en viðtölin fóru fram í gegnum síma, símaviðtal í stað viðtals á heilsugæslu, og sá ljósmóðir í heimateymi um það. Í fyrstu þótti okkur það heldur skrítið og þegar þetta fyrirkomulag var nefnt við konurnar heyrðum við á þeim að þeim þótti það einnig. Hins vegar gengu símaviðtölin vel og í raun vonum framar. Símaviðtöl voru einnig nýtt til þess að ræða við þær konur sem ekki gátu komið í skoðun vegna þess að þær voru í einangrun vegna smits eða í sóttkví. Í símanum var rætt um líðan þeirra, spurt um hreyfingar barns, spurn- ingum svarað og næstu skref skipulögð. Nokkrar konur voru beðnar um að verða sér út um blóðþrýstingsmæli svo þær gætu fylgst með blóðþrýstingnum heima. Viðtöl við fæðingarlækni ef á þurfti að halda fóru einnig fram í síma. Skoðunarherberginu var einnig breytt. Skrifborð og stólar voru færð til í von um að ná að halda 2 metra fjarlægð. Þegar rjúfa þurfti 2 metra regluna var reynt að hafa þann tíma sem stystan. Í sumum tilfellum voru hanskar og maskar settir upp þegar nálægðin var orðin mikil, stundum var það val kvenna og stundum ljósmæðra. Kaffistofu starfsfólks var Erla Rún Sigurjónsdóttir ljósmóðir á Ísafirði.

x

Ljósmæðrablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.